Námstækni

Háskólanám kallar oft á breyttar námsaðferðir og er því mikilvægt fyrir hvern og einn að átta sig á námsvenjum sínum. Flestir hafa tamið sér ákveðnar námsvenjur, meðvitað eða ómeðvitað. Námstækni er ákveðið hjálpartæki sem auðveldar nemendum að tileinka sér nýja þekkingu. Góð námstækni veitir nemendum aðhald og er tæki til tímasparnaðar.

Sjálfsagt er að nota áfram þær námsaðferðir sem reynst hafa vel. Í upphafi háskólanáms er tækifæri til að endurskoða námsvenjur og bæta það sem betur má fara. Mikilvægt er að taka lítil skref og ætla sér ekki of miklar breytingar í einu.

Gott skipulag, markmiðasetning og jákvætt hugarfar er grunnurinn að góðri námstækni.

Námstækninámskeið eru haldin í upphafi skólaárs. Farið er yfir ýmsa þætti námstækni svo sem tímastjórnun, markmiðasetningu, lestrartækni, glósutækni og próftækni. Mikilvægt er að temja sér skipulögð vinnubörgð strax í upphafi námsins.Var efnið hjálplegt? Nei