Fyrirlestrar og námskeið
Regluleg fræðsla fyrir nemendur
Hádegisfyrirlestrar
Náms- og starfsráðgjöf HR heldur reglulega stutta fyrirlestra í hádeginu sem eru fyrir alla nemendur háskólans. Þar er fjallað um árangur í námi, prófkvíða, gerð ferilskrár, námstækni og margt fleira sem nýtist nemendum til að njóta sín sem best í skólanum og náð sínum markmiðum. Fyrirlestrarnir eru auglýstir í byrjun haustannar og vorannar, hér á vefnum, á auglýsingjaskjáum og á Facebook-síðu náms- og starfsráðgjafar.
Upptökur
Fyrirlestraröðin 'Mót hækkandi sól: vitundarvakning um geðheilbrigði' er haldin í janúar ár hvert. Upptökur af fyrirlestrunum eru aðgengilegir í takmarkaðan tíma.
Örfyrirlestrar sem stuðla að velgengni og vellíðan í námi; markmiðasetning, tímastjórnun, almenn námstækni, próftækni, ferilskráargerð og kynningarbréf, styrkleikar, vellíðan, prófkvíði.
Hafið samband
Erum staðsett á 1. hæð í Sólinni. Hér er hægt að bóka tíma hjá ráðgjafa. Einnig er velkomið að bóka tíma með tölvupósti á netfangið namsradgjof@ru.is