Náðu tökum á kvíðanum

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur læri leiðir til að ná tökum á kvíða sem hamlar þeim í námi. Námskeiðið byggir á tímastjórnun, hugrænni atferlismeðferð og djúpöndun. Hvert námskeið er þrjú skipti, á eftirfarandi tímum:

Þriðjudagar kl. 15:00 - 16:30 hefst 12. september (þrjú skipti)

Miðvikudagar kl. 15:00 – 16:30 – hefst 12. október (þrjú skipti)

Náms- og starfsráðgjafar veita allar frekari upplýsingar og verður staðsetning auglýst síðar.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku á namsradgjof@ru.is þar sem tilgreina þarf nafn og deild.

Fjöldi á námskeiðunum verður takmarkaður og boðið verður upp á eftirfylgni í framhaldi af námskeiði.

Vertu velkomin/n!


Var efnið hjálplegt? Nei