Til hvers að glósa?
- Þú verður sjálfkrafa virkari í tímum.
- Skipulegar glósur auðvelda verulega alla upprifjun.
- Þú manst betur efni hverrar kennslustundar.
- Þú færð gott yfirlit yfir námsefnið.
Glósuferli:
- Hlusta - hlusta vel og leggja áherslu á að skilja það sem kennarinn segir en ekki að glósa hvert orð
- Meta og aðgreina - mikilvægt er að greina aðalatriði frá aukaatriðum og átta sig á lykilatriðum í fyrirlestrinum.
- Framsetning - reyndu að setja hlutina fram í fáum en skýrum orðum. Notaðu eigið orðalag, með því að umorða nærðu betri skilning á efninu. Til að flýta fyrir er gott að nota skammstafanir og tákn.