Sækja um sérúrræði

Umsóknir um sérúrræði í námi skulu berast til náms- og starfsráðgjafa í gegnum portal í Canvas, Náms- og starfsráðgjafar/nemendaaðstoð. Nemandi skal skila þar inn greiningu  eða vottorði frá viðurkenndum fagaðila á því sviði sem hömlunin er, fyrir auglýstan tíma.

Sérúrræðanefnd HR leggur mat á beiðnir nemenda sem sækja um lengri tíma í lokaprófum og/eða aðra þjónustu á námstímanum á grunni sértækra námsörðugleika, fatlana, hamlana eða veikinda.

Þeir sem glíma við hamlanir sem líta má á sem tímabundnar og hægt er að vinna með, lækna eða gera viðráðanlegri, sækja um sérúrræði fyrir hverja önn eða fyrir skólaárið. Ef hömlun nemanda er varanleg, þá sækir nemandinn um sérúrræði í upphafi náms og er skráður með sérúrræði út námstímann við HR.

Umsjón með sérúrræðum hefur Hildur Katrín Rafnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, hildurk@ru.is 

Sækja þarf um sérúrræði fyrir miðjan september á haustönn og fyrir janúarlok á vorönn.


Var efnið hjálplegt? Nei