Sérúrræði í námi

Sérúrræði í námi – fyrir hverja?

Nemandi getur sótt um sérúrræði í námi, skili hann inn vottorði/greiningu frá viðurkenndum fagaðilum sem vinna með hamlanir svo sem:

  • Sjónskerðingu, blindu/lögblindu
  • Heyrnarskerðingu, heyrnarleysi
  • Sértæka námsörðugleika s.s. lesblindu
  • Taugasálfræðileg vandamál s.s., AD(H)D, tourette, asperger
  • Hreyfihömlun s.s. fatlanir eða tímabundna hreyfihömlun vegna slyss
  • Langvarandi veikindi s.s. krabbamein, gigt, MS, MND eða geðfatlanir.

Persónuleg ráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf býður upp á persónulega ráðgjöf og/eða eftirfylgni fyrir nemendur með fötlun eða sértæka námsörðugleika. Einnig getur náms- og starfsráðgjafi haft milligöngu um myndun minni stuðningshópa.

Sérúrræðanefnd HR

Hlutverk Sérúrræðanefndar er að leggja mat á beiðnir nemenda sem sækja um lengri tíma í lokaprófum og/eða aðra þjónustu á námstímanum á grunni sértækra námsörðugleika, fatlana, hamlana eða veikinda. Nefndina skipa prófstjóri, fulltrúi akademískra deilda, trúnarðarlæknir HR, sérfræðingur í læsi og náms- og starfsráðgjafi sem situr í nefndinni sem fulltrúi nemenda.


Nefndin getur samþykkt eða hafnað óskum um sérúrræði í prófum á grundvelli þeirra vottorða eða gagna sem nemandi hefur lagt fram er varða hömlun hans í námi. Nefndinni er heimilt að synja nemendum um sérúrræði liggi það fyrir með óyggjandi hætti að námið sé þess eðlis að nemandi nái ekki að uppfylla lærdómsviðmið skólans.


Var efnið hjálplegt? Nei