Lesblindugreiningar
Til að hljóta úrræði vegna sértækra námsörðugleika þarf nemandi að framvísa greiningu frá sérfræðingi þar sem til að mynda er notast við einhverja af eftirfarandi aðferðum:
- GRP 14 greiningarpróf (GRP 14H hópgreining dugar ekki ein og sér)
- Aston Index lestrargreining
- Logos dyslexiugreining
- ICD 10 greiningarviðmið (notuð af sálfræðingum)
Greiningar þurfa að vera frá viðurkenndum fagaðila á sama sviði og sú hömlun sem nemandinn glímir við. Greiningar þurfa að vera á einstaklingsgrundvelli og er ekki tekið við hópgreiningum.
Tekið skal fram að Davis greining nægir ekki til að fá úrræði þar sem hún er ekki greining á sértækum námsörðugleikum heldur gefur vísbendingu um hvort Davis leiðrétting nýtist viðkomandi.
Vakin er athygli á að greiningar mega ekki vera eldri en frá því að einstaklingur var á gagnfræðistigi grunnskólans (8.-10.bekk).