Miðanna-/hlutapróf og lokapróf
Miðanna-/hlutapróf
Í miðanna/hlutaprófum er það á ábyrgð nemanda að láta kennara vita um sértæka námserfiðleika. Í framhaldi af því setur kennari sig í samband við prófstjóra eða náms- og starfsráðgjafa sem sendir staðfestingu á viðkomandi kennara. Úrræði í prófum eiga þó fyrst og fremst við lokapróf.
Ekki er unnt að tryggja lengri próftíma í miðanna/hlutaprófum þar sem þau eru oft tekin í kennslustund.
Lokapróf
Náms- og starfsráðgjafi upplýsir nemendur um fyrirkomulag á prófatímabili, staðsetningu sérstofu og annað er viðkemur sérúrræðum í lokaprófum. Ef eitthvað er óljóst vinsamlegast sendið tölvupóst á namsradgjof@ru.is.