Talgervill – námsefni á rafrænu formi

Nemendur með lesblindu og allir þeir sem ekki geta nýtt sér prentað mál, hafa aðgang að talgervli hjá Hljóðbókasafninu. Talgervillinn er nemendum að kostnaðarlausu.

Viðkomandi þarf að vera skráður hjá Hljóðbókasafni Íslands, hbs.is (áður Blindrabókasafn) sem sendir staðfestingu varðandi greiningu til Blindrafélagsins. Nemandinn fær þá sendan hlekk fyrir niðurhal á talgervli og lykil fyrir raddir. Fyrirspurnir varðandi talgervilinn sendist á afgreidsla@blind.is 

Hægt er að nálgast námsefni á tölvutæku formi með eftirfarandi hætti:

  • Hljóðbókasafn Íslands (hbs.is) er í samstarfi við erlend rafræn bókasöfn. Þegar leitað er eftir námsefni hjá Hljóðbókasafninu í fyrsta skipti þarf nemandi að sækja um aðgang. Tengiliður er Hafþór Ragnarsson, hafthor@hbs.is og veitir hann allar upplýsingar og ráðgjöf. 
  • Bóksala stúdenta er með rafbækur til sölu og leigu. Hér má nálgast leiðbeiningar um bækurnar hjá þeim.
  • Heimkaup hefur einnig verið með rafrænar bækur til sölu og Amazon .
  • Einnig bendum við á Atlas Primer. Atlas Primer er talþjónn sem er ætlað að gera námsumhverfið sveigjanlegra. Nánari upplýsingar er að finna hér .

Var efnið hjálplegt? Nei