Slökun og hugleiðsla

Náms- og starfsráðgjöf HR býður nemendum upp á ókeypis hugleiðslu og slökunartíma til þess að kyrra hugann og ná betri einbeitingu.

Slökunar- og hugleiðslurými Háskólans í Reykjavík hefur svo sannarlega slegið í gegn. Markmið rýmisins er að nemendur og starfsfólk geti komið, slakað á og róað hugann. Rýmið er opið alla daga frá 07:00 – 24:00.

Tómas Oddur Eiríksson, yoga- og hugleiðslukennari leiðir einfaldar teygjur, öndunaræfingar, hugleiðslu og djúpslökun fyrir nemendur fram til vors. Við hvetjum ykkur til að nýta ykkur þetta frábæra tækifæri til að ná ró, bæta öndun og minni.

Hvar: Stofu Ú-102 á bókasafni

Hvenær: Alla fimmtudaga á önninni frá 12:15 – 13:00

Þarf ekki að skrá sig! Fyrstur kemur fyrstur fær!

En hvers vegna? 

Djúp öndun og slökun hefur jákvæð áhrif á:

  • Einbeitingu
  • Minni
  • Dregur úr streitu
  • Getur dregið úr kvíða

Var efnið hjálplegt? Nei