Slökun og hugleiðsla

Slökunar- og hugleiðslurými Háskólans í Reykjavík hefur svo sannarlega slegið í gegn. Markmið rýmisins er að nemendur og starfsfólk geti komið, slakað á og róað hugann. Rýmið er opið alla daga frá 07:00 – 24:00 og er staðsett rétt hjá inngangi bókasafnsins.

En hvers vegna? 

Djúp öndun og slökun hefur jákvæð áhrif á:

  • Einbeitingu
  • Minni
  • Dregur úr streitu
  • Getur dregið úr kvíða

Jóga með Bríeti

Boðið er upp á jóga alla fimmtudaga kl. 12:15 -13:00.

Ekki er þörf á bókun í þessa tíma en þar sem plássið er takmarkað verður þetta eftir „reglunni“ fyrstir koma fyrstir fá.

Joga-med-Brieti

Bríet Jóhannesdóttir er jógakennari með 200 tíma kennsluréttindi frá Yoga Union á Balí (Yoga Alliance registered). Hún er einnig með atvinnuflugmannspróf frá Flugskóla Íslands.

Hún hóf fyrst að stunda jóga vegna stirðleika en fann fljótt að jóga var svo miklu meira en einhver hreyfing og teygjur. Ávinningur jóga getur verið svo mikill á öllum sviðum lífsins ef maður er opinn fyrir því.

Bríet hlakkar mikið til að deila þekkingu sinni og ástríðu fyrir jóga áfram til nemenda HR.


Var efnið hjálplegt? Nei