Í fókus

Umfjöllun um vísindafólk í HR

Á lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims kemur fram að á mælikvarða sem metur áhrif rannsókna, skorar Háskólinn í Reykjavík hæst, ásamt sex öðrum háskólum. Rannsóknarbirtingar starfsmanna HR hafa haft mikil áhrif í heimi vísindanna og langar okkur að kynna ykkur betur fyrir þessu fólki og þeim viðfangsefnum sem það er að fást við.


15.11.2021 : Svefn er grunnur góðrar heilsu

Svefn er grunnur góðrar heilsu

Dr. Erna Sif Arnardóttir leiðir Svefnbyltinguna sem er þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni þar sem leiðum til þess að mæla og skrá svefn og svefnraskanir er umbylt.

Lesa meira

23.8.2021 : „Við þurfum að læra að lifa með veirunni“

Þórhildur Halldórsdóttir

Rannsóknarhópur innan sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík og Rannsóknar og greiningar (R&G), sem er rannsóknarstofnun innan deildarinnar, hefur birt niðurstöður rannsókna sinna í ritinu JCPP Advances. Markmiðið var að skilja betur hvað það er við faraldurinn sem hefur mest áhrif á líðan ungmenna á landsvísu. 

Lesa meira

9.8.2021 : Búa til bein úr afgangs eggjaskurn

Dr. Ólafur Eysteinn Sigurðsson

Hafið þið einhvern tímann vel fyrir ykkur hvað verður um alla eggjaskurnina sem fellur til á kjúklingabúum? Um fjórðungur allra eggja í Evrópu er brotinn til að framleiða vörur sem innihalda egg og hlutfallið er enn hærra í Bandaríkjunum.

Lesa meira

26.4.2021 : Vísindamenn finna örplast í Vatnajökli

Vatnajokull

Örplastagnir í náttúrunni geta mögulega flýtt fyrir bráðnun jökla og haft þannig áhrif á hækkandi sjávarstöðu. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á dreifingu örplasts í Vatnajökli, stærsta jökli í Evrópu, voru birtar nýlega í vísindaritinu Sustainability. Þar fundu vísindamenn Háskólans í Reykjavík, Háskólans í Gautaborg og Veðurstofu Íslands örplast í ísnum sem tekinn var á fáförnu svæði á ísbreiðunni.

Lesa meira

18.1.2021 : Nota grunnlögmál hegðunar til að bæta lífsgæði

Hanna Steinunn Steingrímsdóttir

„Við skoðum samspil hegðunar og umhverfis og vinnum þannig að því að bæta lífsgæði fólks“ segir Hanna Steinunn Steingrímsdóttir, dósent í hagnýtri atferlisgreiningu við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. „Það er örstutta lýsingin!“

 

Lesa meira

23.10.2020 : Aðferðin skiptir öllu máli

Slawomir Koziel is a professor in the Department of Engineering at Reykjavik University.

Dr. Slawomir Koziel er prófessor við verkfræðideild HR. Rannsóknarsvið hans eru töluleg líkanagerð og bestun, tölvustudd hönnun, sem og staðgöngumiðuð bestun reiknifrekra hermunarlíkana með hagnýtingu í hönnun örbylgjukerfa og loftneta, flugvélaverkfræði, vökvaaflfræði og öðrum greinum.

Lesa meira

14.5.2020 : Undirbúningur númer eitt, tvö og þrjú

Samningatækni er form ákvörðunartöku þar sem tveir eða fleiri aðilar koma að borðinu. Þeir koma að samningaborðinu vegna þess að hvor um sig hefur eitthvað að bjóða hinum og báðir girnast það sem hinn hefur að bjóða. Það sest enginn við samningaborðið sem hefur hvorki hag né vilja til að semja við mótaðilann. Þetta er stutta svarið!

Lesa meira

8.5.2020 : Njóta verk gervigreindar lögverndar?

Okkar markmið með ritun greinarinnar um gervigreind og höfundarétt var að taka fyrir afmarkað álitaefni sem er í deiglunni um heim allan og rannsaka það út frá íslenskum rétti. Eflaust mun slíkum rannsóknum fjölga hér á landi á næstu misserum“, segja Lára og Sindri.

Lesa meira

5.5.2020 : Kaup á flugmiða er samningsgerð

Þegar einstaklingar kaupa sér flugmiða gera þeir samning við flugfélagið um að koma sér og farangri sínum á áfangastað. Það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir þessu.

Lesa meira

27.3.2020 : Mannlegur sýndarveruleiki í svartholi

Hannes Högni Vilhjámsson dósent við tölvunarfræðideild HR

Við tengjum tölvunarfræði oftast við vélbúnað, hugbúnað og kóða. Vissulega er þetta það sem fagið snýst að miklu leyti um en það eru miklu fleiri hliðar á tölvunarfræði. Til dæmis er verið að rannsaka mannlega hegðun og áhrif umhverfis á manneskjur innan HR í rannsóknarstofu sem heitir Svartholið.

Lesa meira

27.3.2020 : Gætum orðið leiðarljós annarra lítilla málsvæða

Kona situr við tölvu

Samrómsverkefnið hefur farið fram úr öllum væntingum og hópurinn náði öllum markmiðum í fyrsta áfanga. Það hefur strax verið eftir þessu tekið erlendis og við finnum jafnframt fyrir miklum áhuga hér heima á að vita hvernig gengur.

Lesa meira

27.3.2020 : Notar tauganet til að bætamyndgreiningu í fiskiðnaði

Maður stendur í vélasal

Elías Ingi Elíasson útskrifaðist síðastliðið vor frá Háskólanum í Reykjavík úr hugbúnaðarverkfræði. Hann vann lokaverkefnið sitt í samstarfi við Marel og hefur í framhaldi af því nú verið ráðinn til starfa í einn af hugbúnaðarhópum fyrirtækisins. Við kíktum í heimsókn til Elíasar þar sem hann útskýrði starfsemina fyrir okkur.

Lesa meira

27.3.2020 : „Það eru allir að reyna að bæta heiminn“

Ólafur Andri Ragnarsson

Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við tölvunarfræðideild, er vanur því að viðmælendur hans séu uggandi yfir tali um fjórðu iðnbyltinguna enda segja sérfræðingar að við munum upplifa meiri breytingar næstu áratugi en við höfum síðastliðnar aldir.

Lesa meira

27.3.2020 : Þörf á að rannsaka svefn og svefnvandamál Íslendinga betur

Kona stendur við handrið í Sólinni

Erna Sif Arnardóttir, rannsóknasérfræðingur við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík fékk ásamt samstarfsaðilum nýlega styrk úr Innviðasjóði Rannís til uppbyggingar aðstöðu til svefnrannsókna. Hún segir ríkt tilefni til að rannsaka það betur hvernig við Íslendingar sofum. Niðurstöðurnar munu nýtast bæði á Íslandi og á heimsvísu.

Lesa meira

27.3.2020 : „Við viljum snjallt raforkukerfi sem lagar sig sjálft“

Mohamed Abdel-Fattah

„Snjallt raforkukerfi er hannað þannig að það getur lagað sig sjálft. Kerfið er stutt af háþróuðu varnarkerfi með gagnvirkri stýringu. Þetta gerir aðlögun kerfisins að öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum einnig auðveldari. Þessi nýju kerfi uppgötva sjálf bilanir mun fyrr, eða mögulegar bilanir, og geta endurstillt sig án þess að mannshöndin þurfi að koma þar nærri. Að því leyti er kerfið „snjallt““.

Lesa meira

27.3.2020 : Getur símanotkun þín ákveðið greiðslugetu vegna íbúðakaupa?

María Óskarsdóttir

Þegar fólk vill ráðast í kaup á fasteign og sækja um lán fyrir henni er venjulega leiðin til að meta greiðsluhæfni þess að sjá yfirlit yfir reikninga og laun. Það eru þó um tveir milljarðar manna í heiminum sem hafa ekki bankareikninga og hafa því ekki aðgang að fjármagni.

Lesa meira