Íþróttafræðideild

 • Center of Risk and Decision Analysis (CORDA)
 • Engineering Optimization & Modeling Center (EOMC)
  EOMC sinnir rannsóknum á sviði tölvustuddra verkfræðilegra bestunaraðferða, með áherslu á bestun með staðgengislíkönum fyrir reiknifrek vandamál.
 • ICI Rheo Center
 • Laboratory for Unmanned Vehicles
  Innan rannsóknarstofunnar er unnið að þróun sjálfvirkra ómannaðra dvergkafbáta og flygilda, þar á meðal vélfugls sem flýgur með vængslætti.
 • RU Neurolab
  Á rannsóknarstofunni er unnið að grunnrannsóknum á taugalífeðlisfræði svefns þar sem helstu nýjum rannsókartólum er beitt. Á undanförnum árum hefur vinnan að mestu leyti beinst að því að þróa betur sebrafiskalíkan af svefni og þróun á búnaði til mælinga á þeim. Á síðustu misserum hefur fókus rannsóknanna í auknum mæli beinst að þróun mæliaðferða fyrir lyfjaiðnað sem nýta má til mælinga á fleiru en svefni, t.d. flogaveiki og ALS.
 • SEL Structural Engineering and Composite Laboratory
  Rannsóknasetur mannvirkjahönnunar hefur yfir að ráða búnaði og tækjum til að styðja við rannsóknir og kennslu í burðarþoli og efniseiginleikum byggingarefna. Má þar nefna burðarvirki úr timbri, stáli, steinsteypu og trefjaefnum.
 • The Bioinformatics Group
  Rannsóknahópur í lífupplýsingafræði stundar rannsóknir á sviði reiknirita til notkunar við túlkun á niðurstöðum úr líffræðitilraunum. Núverandi rannsóknir snúa að því að þróa reiknirit og hugbúnað til að greina breytileika í erfðamenginu, reiknirit til að greina og hagnýta sér genatjáningu og loks hagnýt tölfræðileg erfðafræði.
 • The EHG Group (Electro Hystero Gram)
  Markmið rannsóknahópsins er tvíþætt; annars vegar að skilja það sem rafvirknin í leginu getur sagt okkur um hættuna á fyrirburafæðingu og hins vegar almennt að skilja betur hvernig legið virkar. Þetta viljum við gera með því að nýta rafvirknina eins og hún mælist utan á kúlunni, en það er kallað lefrafrit (e. electrohysterogram).
 • The Nanophysics Center
  Við örtæknisetur eru stundaðar rannsóknir, bæði fræðilegar og með tilraunum, á ýmsum kerfum á nanómetraskala. Dæmi um viðfangsefni setursins eru ræktun hálfleiðara og sýnagerð, lofttæmisrafeindatækni í hálfleiðurum, spuna og hleðsluflutningur í hálfleiðurum og ljóseindatækni.
 • The QPS Group (Quantitative Problem Solving)
 • Institute of Biomedical and Neural Engineering
 • Research on Speech Processing
 • Research on Fluid Dynamics
 • Institute of Educational Research
 • Physical Activity, Physical Education, Health and Sport (PAPESH) Research Centre

Var efnið hjálplegt? Nei