Laus verkefni í grunnnámi

Hér eru verkefni sem nemendur í grunnnámi við HR geta sótt um að vinna við. Vinsamlega hafið samband við tengiliðinn sem er skráður á verkefnið fyrir ítarupplýsingar og til að sækja um.

Meistara- og doktorsverkefni eru birt á enskum hluta vefsins: Available masters and doctoral projects

  • Logo Mannvit

Betri byggingar - Endurnýjun jarðvatnsvarna og viðgerðir

Raunhæft hönnunarverkefni á byggingarsviði tækni- og verkfræðideildar

Gefið einbýlishús frá 1980 er hæð og niðurgrafinn kjallari og stendur neðst í Fossvogsdal.

Gefið að í kjallara eru rakavandamál á nokkrum stöðum í veggjum, gólfefni að hluta skemmd o.s.frv.

Verkefnið er tvíþætt :

  1. Setja fram punkta sem ætlaðir eru verkkaupa til að lýsa vinnugangi vegna greiningar vandans, ákvörðunar um það hvað á að gera og lykilatriði í framkvæmdinni miðað við líklegustu orsakir vandans.
  2. Skrifa verklýsingu sem tekur mið af því að í ljós hafi komið að jarðvatnslagnir séu ónýtar; aðstaða verktaka; jarðvinna, allar aðgerðir og allur frágangur utanhúss þar til aftur hefur verið gengið frá yfirborði, ráðlagðar aðgerðir vegna lagfæringa innanhúss, skýringateikningar o.s.frv.

 

og ef til vill að auki að meta einingaverð, t.d. endurnýjun lagnar: grafa, endurnýja lögn, bæta útfærslur, fylla aftur og laga yfirborð, allt á lengdarmetra lagnar.

Um fyrirtækið

Mannvit er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði tæknilegrar ráðgjafar og nýsköpunar. Það er sérhæft í þjónustu á sviði verkfræði, jarðvísinda, umhverfismála, upplýsingatækni og byggingarefnarannsókna. Einnig tekur Mannvit að sér verkefnastjórnun og heildarumsjón verkefna. Þjónustunni er skipt í þrjá kjarna: orku, iðnað og mannvirki.

Fjármagnað?


Nafn tengiliðs
Kristján Guðlaugsson

Netfang tengiliðs
kristjang@mannvit.is

Vefsíða fyrirtækis
http://www.mannvit.is