Laus verkefni í grunnnámi

Hér eru verkefni sem nemendur í grunnnámi við HR geta sótt um að vinna við. Vinsamlega hafið samband við tengiliðinn sem er skráður á verkefnið fyrir ítarupplýsingar og til að sækja um.

Meistara- og doktorsverkefni eru birt á enskum hluta vefsins: Available masters and doctoral projects

  • Merki Efla

Hanna steyptar einingar með festingum

Raunhæft rannsóknarverkefni – Byggingartæknifræði

Markmið

Verkefnið snýst um að taka flókið hús einangrað að innan með harðri arkitektakröfu um steypt útlit og hanna steyptar einingar með festingum og uppröðun eininga án þess að breyta útliti.

Um fyrirtækið

EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki með meginstarfsemi á Íslandi og ráðgjöf um heim allan. EFLA hefur á að skipa mjög hæfu og reynslumiklu fagfólki á fjölmörgum sviðum. Sameiginlegt markmið þess er að veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu og lausnir, sama hvert eðli eða umfang verksins er. EFLA leggur ríka áherslu á trausta ráðgjöf en einnig á frumkvæði, samvinnu og hugrekki, og lítur á starfsfólk sitt sem verðmætustu auðlind sína.

Skipulag EFLU byggir á sex markaðssviðum sem eru: Iðnaður, Byggingar, Orka, Umhverfi, Samgöngur og Verkefnastjórnun. Markaðssviðin og kjarnasviðin, sem þeim tilheyra, eru möndullinn í markaðsstarfi og þjónustu fyrirtækisins. Saman mynda sviðin eina heild í samræmdri þjónustu EFLU.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að fá hjá EFLU

Fjármagnað?

Nei

Tengiliður

Ásta Björk Sveinsdóttir, asta.bjork.sveinsdottir@efla.is

Vefsíða 

http://www.efla.is/