Laus verkefni í grunnnámi

Hér eru verkefni sem nemendur í grunnnámi við HR geta sótt um að vinna við. Vinsamlega hafið samband við tengiliðinn sem er skráður á verkefnið fyrir ítarupplýsingar og til að sækja um.

Meistara- og doktorsverkefni eru birt á enskum hluta vefsins: Available masters and doctoral projects

  • Merki Bjarg, íbúðafélags

BIM - Hagkvæmni í rekstri

Raunhæft verkefni á byggingarsviði - Byggingartæknifræði

Útdráttur

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignastofnun sem er rekin án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. 

Verkefnið felur í sér að tengja BIM líkön úr hönnuninni við reksturs mannvirkja. M.a. skilgreina hvernig nota má BIM líkön við stjórnun og rekstur fasteigna félagsins. Bjarg stefnir á að nota upplýsingar úr líkönum til þess að reka byggingarnar á sem hagkvæmastan hátt og þurfa þá allar upplýsingar um bygginguna að liggja í líkaninu

Lýsing

Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignastofnun sem er rekin án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Félagið hefur gert viljayfirlýsingu við Reykjavík og Hafnarfjörð um lóðir fyrir 1150 íbúðir. Eftir það mun félagið halda áfram að fjölga íbúðum eins og lóðaframboð og fjármunir leyfa.

Leiðarljós félagsins eru:

  • Öryggi
  • Langtímalausn
  • Hagkvæm leiga
  • Vandaðar og vel hannaðar íbúðir
  • Spennandi kostur fyrir fólk á leigumarkaði

Verkefnið felur í sér að tengja BIM líkön úr hönnuninni við reksturs mannvirkja, m.a. skilgreina hvernig nota má BIM líkön við stjórnun og rekstur fasteigna félagsins. Bjarg stefnir á að nota upplýsingar úr líkönum til þess að reka byggingarnar á sem hagkvæmastan hátt og þurfa þá allar upplýsingar um bygginguna að liggja í líkaninu.

Markmið

Nýta BIM við rekstur mannvirkja á sem hagkvæmasta hátt

Annað

Hægt er að byrja á verkefninu í sumarstarfi hjá Bjarg. Ingibjörg Kjartansdóttir, BIM sérfræðingur verður leiðbeinandi

Tengiliður

Björn Traustason, bjorn@bjargibudafelag.is

http://bjargibudafelag.is/