Laus verkefni í grunnnámi

Hér eru verkefni sem nemendur í grunnnámi við HR geta sótt um að vinna við. Vinsamlega hafið samband við tengiliðinn sem er skráður á verkefnið fyrir ítarupplýsingar og til að sækja um.

Meistara- og doktorsverkefni eru birt á enskum hluta vefsins: Available masters and doctoral projects

  • Logo Mannvit

Mælingar á gæðum innilofts

Rannsóknarverkefni á byggingarsviði tækni- og verkfræðideildar

Verkefni um mælingar á gæðum innilofts getur tekið á eftirfarandi:

 

  • Ákvörðun þess sem mæla á og staðsetningu mælipunkta útfrá grunnmynd og notkun rýmis
  • Úrvinnsla og framsetning mæliniðurstaða
  • Greining byggð á mælingum, tillögur að úrbótum
  • Skilgreining eftirfylgni til að fylgjast með árangri aðgerða og líðan notenda

 

Um fyrirtækið

Mannvit er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði tæknilegrar ráðgjafar og nýsköpunar. Hjá okkur starfar öflugur hópur reynslumikilla verkfræðinga og tæknimenntaðs starfsfólks með fjölþætta reynslu á flestum sviðum verkfræðiþjónustu. Mannvit veitir trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á hálfrar aldar þekkingu og reynslu.

Við erum sérhæfð í þjónustu á sviði verkfræði, jarðvísinda, umhverfismála, upplýsingatækni og byggingarefnarannsókna. Við tökum að okkur verkefnastjórnun og heildarumsjón verkefna. Þjónustunni er skipt í þrjá kjarna: orku, iðnað og mannvirki."

Er verkefni fjármagnað?

Nafn tengiliðs
Kristján Guðlaugsson

Netfang tengiliðs
kristjang@mannvit.is

Vefsíða fyrirtækis
http://www.mannvit.is