Laus verkefni í grunnnámi

Hér eru verkefni sem nemendur í grunnnámi við HR geta sótt um að vinna við. Vinsamlega hafið samband við tengiliðinn sem er skráður á verkefnið fyrir ítarupplýsingar og til að sækja um.

Meistara- og doktorsverkefni eru birt á enskum hluta vefsins: Available masters and doctoral projects

  • Merki Efla

Mat á breytingum á loftun og rakastigi í húsum

Raunhæft verkefni - Byggingartæknifræði

Markmið

Markmiðið er að kanna hverja breytingarnar á loftun og rakastigi í húsum gætu orðið ef orkufyrirtæki verða seld á háu verði vegna krafana um sölu ríkiseigna og orkuverð mögulega hækka

Um fyrirtækið

EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki með meginstarfsemi á Íslandi og ráðgjöf um heim allan. EFLA hefur á að skipa mjög hæfu og reynslumiklu fagfólki á fjölmörgum sviðum. Sameiginlegt markmið þess er að veita viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustu og lausnir, sama hvert eðli eða umfang verksins er. EFLA leggur ríka áherslu á trausta ráðgjöf en einnig á frumkvæði, samvinnu og hugrekki, og lítur á starfsfólk sitt sem verðmætustu auðlind sína.

Nánari upplýsingar um verkefnið Mat á breytingum á loftun og rakastigi í húsum ef orkufyrirtæki verða seld á háu verði vegna krafana um sölu ríkiseigna og orkuverð fimmfaldast er að fá hjá EFLU

Fjármagnað?

Nei

Tengiliður

Ásta Björk Sveinsdóttir, asta.bjork.sveinsdottir@efla.is

Vefsíða 

http://www.efla.is/