Laus verkefni í grunnnámi

Hér eru verkefni sem nemendur í grunnnámi við HR geta sótt um að vinna við. Vinsamlega hafið samband við tengiliðinn sem er skráður á verkefnið fyrir ítarupplýsingar og til að sækja um.

Meistara- og doktorsverkefni eru birt á enskum hluta vefsins: Available masters and doctoral projects

  • Logo Mannvit

Úttekt á hita-/rakahegðun Fibra-húsanna

Rannóknarverkefni á byggingasviði tækni- og verkfræðideildar

Rannsóknarverkefnið: Úttekt á hita-/rakahegðun Fibra-húsanna

  • Meta hita- og rakagildi (daggarmarksreikningar) í þversniði Fibra-eininganna með inniklæðningu og allt, skoða gufuþéttleika efnanna og líkur á rakaþéttingu í þversniði.
  • Meta hættu á rakavandamálum í tengslum við samsetningar eininga (í fleti og í hornum, kuldabrýr)
  • Sama í tengslum við frágang glugga, útihurða og annarra opa.
  • Hugsanlega teikna upp tillögu að frágangsdeili.
  • Greinargerð um rakabúskap húss af ákveðinni stærð, fyrirmæli um nauðsynlega loftun, etv skoðun á nauðsyn vélrænni grunnloftræsingu


Um fyrirtækið
Mannvit er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði tæknilegrar ráðgjafar og nýsköpunar. Það er sérhæft í þjónustu á sviði verkfræði, jarðvísinda, umhverfismála, upplýsingatækni og byggingarefnarannsókna. Einnig tekur Mannvit að sér verkefnastjórnun og heildarumsjón verkefna. Þjónustunni er skipt í þrjá kjarna: orku, iðnað og mannvirki.

Fjármagnað?
Nei

Annað?


Nafn tengiliðs
Kristján Guðlaugsson

Netfang tengiliðs
kristjang@mannvit.is

Vefsíða fyrirtækis
http://www.mannvit.is