Rannsóknir lagadeildar

Ragnhildur-Helgadottir-professor-vid-lagadeild-HR

„Grunnhlutverk háskóla eru kennsla og rannsóknir. Nemar gleyma því stundum að kennsla er aðeins hluti af störfum háskólafólks; flestir stunda einnig rannsóknir og skapa þar með nýja þekkingu á sínu sviði. Í HR er lögð áhersla á rannsóknir, rétt eins og framúrskarandi kennslu, og einnig að kennarar miðli rannsóknum til nema. Þannig fá nemarnir bæði bestu og nýjustu þekkingu á sínu sviði og fyrst innsýn og síðan þjálfun í rannsóknavinnu.“

Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar.

Rannsóknarstefna

Deildin hefur sett sér sérstaka stefnu í rannsóknum og birtir árlega skýrslu um rannsóknarvirkni einstakra kennara þ.m.t. birtingar í ritrýndum tímaritum. Skoða rannsóknarstefnu lagadeildar (pdf).

Kennarar við deildina hafa á undanförnum árum fengið úthlutað styrkjum úr innlendum og erlendum samkeppnissjóðum og náð í þeim efnum mjög athyglisverðum árangri. Nánari upplýsingar um menntun kennara, rannsóknarvirkni og erlent rannsóknarsamstarf er að finna á vefsíðum kennara.

Sérstakt rannsóknarráð er við deildina.

Sjá yfirlit lagadeildar HR yfir rannsóknarstörf frá árinu 2004.

Tímarit Lögréttu


Tímarit Lögréttu er ritrýnt fræðirit í lögfræði sem gefið er út af Lögréttu, félagi laganema við HR. Hægt er að gerast áskrifandi að tímaritinu með því að senda tölvupóst á netfangið timarit@logretta.is með upplýsingum um nafn áskrifanda, kennitölu og heimilisfang. Áskriftargjald er kr .4.900.- á ári og kr. 2.450.- pr. eintak. Frekari upplýsingar um tímaritið, birtingu greina, auglýsingar o.fl. á fá með því að senda fyrirspurn á sama netfang.

Domac- rannsóknarverkefnið

Lagadeild hlaut styrk úr 7. rannsóknaráætlun Evrópusambandsins árið 2008 og nam upphæðin 1,4 milljónum evra. Styrkurinn var sá langhæsti sem úthlutað hefur verið til íslensks verkefnis á sviði hug- og félagsvísinda og einnig í fyrsta sinn sem íslenskur háskóli fékk styrk úr rannsóknaráætlun ESB vegna rannsókna í lögfræði.

Verkefnið ber heitið „Impact of International Criminal Procedures on Domestic Criminal Procedures in Mass Atrocity Cases“. Í því er leitast við að meta áhrif alþjóðlegs refsiréttar og alþjóðadómstóla á landsrétt í málum er varða gróf og víðtæk mannúðar- og mannréttindabrot. Markmiðið er að efla samspil landsréttar og þjóðaréttar á þessu sviði, auka áhrif og virkni alþjóðadómstóla og bæta þar með viðbrögð landsréttar við slíkum brotum.

Vefur DOMAC


Var efnið hjálplegt? Nei