Rannsóknarráð
Hlutverk ráðsins er að vinna ásamt forseta lagadeildar að eflingu rannsókna innan lagadeildar Háskólans í Reykjavík í innlendu og alþjóðlegu samhengi. Í því felst m.a:
- Að móta stefnu í rannsóknum innan deildarinnar. Stefnumótun skal unnin í samráði við starfsmenn lagadeildar. Stefna skal mótuð til tveggja ára í senn. Stefnan skal lögð fram og kynnt af rannsóknarráði fyrir deildarfundi einu sinni á ári en á þeim fundi skal jafnframt farið yfir árangur síðastliðins árs.
- Að stuðla að rannsóknarsamstarfi við innlenda og erlenda aðila, í samráði við starfsmenn lagadeildar.
- Að halda utan um mat á rannsóknarstarfi innan deildarinnar og bregðast við niðurstöðum þess.
- Að móta stefnu varðandi rannsóknarsamstarf milli kennara og nemenda.
- Að vinna að kynningu á rannsóknarstarfi við deildina.
- Að fara með málefni doktorsnáms í samræmi við námslýsingu doktorsnáms við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
- Að vinna með rannsóknarráði HR.
Þrír akademískir starfsmenn eru skipaðir á deildarfundi til setu í rannsóknarráði til tveggja ára í senn. Forseti lagadeildar gerir tillögu til deildarfundar um formann rannsóknarráðs. Að öðru leyti skiptir rannsóknarráð með sér störfum og getur sett sér starfsreglur sem mæla nánar fyrir um framkvæmd verkefna rannsóknarráðs.
Í ráðinu sitja:
Dr. Gunnar Þór Pétursson dósent, formaður
Dr. Bjarni Már Magnússon dósent
Eiríkur E. Þorláksson, lektor