Verkefni
Staða einstaklingsins milli landsréttar og þjóðaréttar
„Það eru svo margir spennandi hlutir að gerast hvað varðar alþjóðalögin og þá m.a. varðandi aukin tengsl þeirra við landsréttinn. Lagadeild HR bregst við þessu með því að bjóða uppá nýjan sérhæfðan kúrs þar sem fjallað verður um tengsl landsréttar, Evrópuréttar og þjóðaréttar. Við erum nokkrir kennarar sem komum að þessu enda tengjast fræðasvið okkar og skarast með spennandi hætti.“
Samfélagslegt hlutverk lögmanna
Íslenskir lögmenn gegna veigamiklu hlutverki þegar kemur að vexti og viðhaldi réttarríkisins. Frammi fyrir þeim áskorunum sem lög og lögfræði standa er mikilvægt, nú sem endranær, að lögmenn gefi gaum að inntaki þess hlutverks sem þeir gegna, ekki aðeins í samhengi við skyldur sínar gagnvart skjólstæðingum sínum, heldur ekki síður gagnvart lögunum, dómstólunum og samfélaginu í heild.
.jpg)
Vér óhlýðnumst öll!
Mótmæli við Gálgahraun, og brot í kjölfar þeirra á 19. grein lögreglulaga, ásamt sprengingu stíflu í Suður-Þingeyjarsýslu árið 1970 sem var liður í mótmælum gegn virkjanaáformum, eru dæmi um aðgerðir sem skilgreina mætti sem borgaralega óhlýðni.