Rannsóknarsjóður HR

Doktorsnemastyrkir úr Rannsóknasjóði HR 2020 

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 5 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 28.200.000 kr. Alls bárust 15 nýjar umsóknir. Hér að neðan eru upplýsingar um ný verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum 2020. Hver styrkur eru laun að upphæð 445.000 kr. á mánuði í eitt ár + allt að 300.000 kr. í ferðastyrk. Auk nýrra verkefna sem sjóðurinn styrkir 2020, eru 9 verkefni sem fá framhaldsstyrk að heildarupphæð 46.310.000 kr. Heildarúthlutun 2020 úr Rannsóknasjóði HR er 74.510.000 kr.

Styrkir 2020 

1. Umsækjandi: Michal Krzysztof Folwarczny

 • Deild: Viðskiptadeild / Dept. of Business Administration
 • Doktorsnemi: Michal Krzysztof Folwarczny
 • Leiðbeinandi: Valdimar Sigurðsson, Jacob Lund Orquin og Asle Fagerstrøm, Aarhus University

Heiti verkefnis: Frá áberandi markaðssetningu til eflingar á umhverfishyggju: Hvernig geta ástæður félagslegrar stöðu knúið fram val á umhverfismerktum fiski? / From conspicuous marketing to promoting environmentalism: How can social status motives drive eco-labeled fish choices?

Stutt lýsing á verkefninu:
Mengun, eyðing náttúruauðlinda og minnkun líffræðilegrar fjölbreytni leiðir til frekari þörf á jákvæðri umhverfishegðun. Í skipunarbréfi Lancet er greint frá brýnni þörf á þróun matarframleiðslu með áherslu á hollustu og sjálfbærni. Þetta verkefni miðar að því að svara spurningunni: Að hvaða marki geta ástæður félagslegrar stöðu aukið sjálfbærari fæðuneyslu?

Sú grundvallar ósk að öðlast og viðhalda góðri félagslegri stöðu knýr fram alhliða ákvarðanir. Fræðikenningin um áberandi boð (costly signaling) heldur því fram að fólk uppfylli fyrirfram ákveðið óeigingjarnt háttalag, til þessa að skapa sér stöðu, sem er undanfari fjölgunar. Kaup á umhverfisvænum vörum geta tilheyrt þessum flokki – þessar vörur eru kostnaðarsamari og hafa bein áhrif á þjóðfélagið en ekki einstaklinga og einungis efnað fólk hefur efni á þeim. 

Þrátt fyrir að umhverfismerktur fiskur sé uppspretta sjálfbærni og hollmetis þá eru tiltölulega fáir viðskiptavinir sem kaupa hann. Núverandi fræði leggja áherslu á eiginleika fisks, varðveislu hans eða efnahagslega þætti. Samt sem áður geta félagslegar ástæður haft sterkari áhrif á jákvæða umhverfishegðun. 

Rannsóknarspurningin mun styðjast við sameinaða greiningu (e. Conjoint Analysis), augnskynjun (e. eye-tracking) og kannanir í verslunum. Niðurstöðurnar munu stuðla að nýrri leið til eflingar á umhverfisvænum vörum bæði til akademíunar sem og samfélagsins. Umfang e. costly signaling fræðikenningarinnar mun einnig stuðla að ráðleggingum til stjórnvalda.

2. Umsækjandi: Halldór Guðfinnur Svavarsson

 • Deild: Verkfræðideild / Dept. of Engineering
 • Doktorsnemi: NN
 • Leiðbeinandi: Halldór Guðfinnur Svavarsson
 • Heiti verkefnis: Þrýsti-háð rafviðnám í örgrönnum kísilvírum

Stutt lýsing á verkefninu:

Svonefnd þrýstiviðnáms-hrif (PZR) vísa til breytinga á rafviðnámi leiðara vegna aflögunar hans af völdum álags. Kísill (Si), einkum og sérílagi Si með örsmæðarmynstri, er þekktur af því að sýna sterk PZR hrif. Nýlega hefur risa-PZR verið uppgötvað í stökum Si-örvírum (SiNW) við einása tog- og þrýstiálag. Hins vegar hafa PZR hrif í reglubundnum breiðum af SiNW ekki verið rannsökuð og þaðan af síður við jafnása þrýsting. Forrannsókn var framkvæmd, þar sem straum-spennu (I-V) hegðun SiNWs-breiða undir jafnása þrýstingi var mæld. Niðurstaðan var að PZR-hrif örvíranna voru stærðargráðu sterkari en í Si bolefni. 

Í fyrirhuguðu verkefni er ætlunin að búa til stórar breiður af reglubundnum SiNW og mæla PZR við jafnása þrýsting. Rúmfræðilegir stikum verður breytt kerfisbundið til að staðfesta niðurstöður forrannsóknarinnar og til að hámarka þrýstings-næmi örvíranna. Ennfremur verða rannsökuð tengsl PZR-hrifanna við tengi- og titringshætti víranna sem framkallaðir verða með riðstraumi. Rúmfræðilegir stikum verður breytt kerfisbundið til að staðfesta niðurstöður forrannsóknarinnar og til að hámarka þrýstings-næmi örvíranna. Ennfremur verða rannsökuð tengsl PZR-hrifanna við tengi- og titringshætti víranna sem framkallaðir verða með riðstraumi.

3. Umsækjandi / Applicant: Kristinn R. Þórisson

 • Deild: Tölvunarfræðideild 
 • Doktorsnemi: NN
 • Leiðbeinandi: Kristinn R. Þórisson
 • Heiti verkefnis: Treystandi sjálfvirkni fyrir flókna verkferla

Stutt lýsing á verkefninu:
Sjálfvirkni er í auknu mæli hagnyýtt í atvinnurekstri, en innleiðing sjálfvirkni í flóknum verkefnum og verkferlum, t.d. stjórnun orkuvera og í heilsugeiranum, hefur verið dræm. Tveir þættir sem ráða hvort sjálfvirkni sé samþykkt af starfsfólki eru traust og vottun. Oftast er sjálfvirkni innleidd í einni stórri hendingu, sem truflar verkferla og minnkar traust starfsmanna til tækninnar. Skilningur notenda á sjálfvirkninni verður þar að auki úr takti við raunverulega getu þess - vanmat leiðir til vannotkunar, ofmat til misnotkunar. Aðferðir til að votta sjálfsstýringu eru enn í þróun, og engar aðferðir hafa fundist enn sem geta vottað stór kerfi í heild.

Við munum þróa nýja aðferð til að innleiða treystandi sjálfvirkni í flókna verkferla, byggt á þremur megin stoðum:

 1. Sjálfvirknin lærir verk sín í litlum stigvaxandi skrefum af eigin reynslu, við hlið mennskra stjórnenda, og vinnur sér þannig inn traust þeirra í tímans rás. 
 2. Sjálfvirknin verður vottuð reglulega, með svipuðum aðferðum og eru notuð fyrir mennska stjórnendur, og það eykur traustið á henni frekar. 
 3. Sjálfvirknin mun læra sín eigin takmörk, og forðast þannig að gera hrapaleg mistök, sem mun enn frekar auka traust til hennar. Jákvæð áhrif þessarar aðferðafræði verður metin með því að mæla hugrænt álag (e. cognitive load) á mennska stjórnendur, traust þeirra til tækninnar, og getu þeirra til að meta heildarstöðu á hverjum tíma (e. situational awareness).

4. Umsækjandi: Majd Radwan Soud

Deild: Tölvunarfræðideild

Doktorsnemi: Majd Radwan Soud

Leiðbeinandi: Mohammad Adnan Hamdaqa

Heiti verkefnis: Sjálfvirk umgjörð fyrir öryggisgreiningu snjallsamninga byggt á bæði gögnum og greiningu

Stutt lýsing á verkefninu:
Snjallsamningur er sjálfvirkur kóði sem keyrir á bálkakeðju (e.blockchain). Þess háttar snjallsamningar eru algengir til að stýra færslum á rafrænum eignum milli aðila án þess að þurfa notast við milliliði. Í slíkum samningum er öryggi haft að leiðarljósi fyrir alla aðila. Þó þeir séu óbreytanlegir á bálkakeðjunni eru þeir ekki ónæmir fyrir veikleikum. Á síðustu tveimur árum hafa átt  sér stað allnokkur tilvik slíkra árása sem hafa valdið verulegu fjárhagstjóni. 

Markmið Ph.d verkefnisins er að búa til sjálfvirka umgjörð fyrir öryggisgreiningu á snjallsamningum. Ólíkt núverandi lausnum munum við blanda formlegum greiningum og atburðagreiningum í rauntíma til að greina, meta og spá fyrir um öryggisvá snjallsamninga. Fyrstu skref rannsóknarinnar verða að greina núverandi snjallsamninga á opinberum bálkakeðjum og notast við greiningartæki sem bera kennsl á mögulega veikleika og mögulegt mynstur þeirra í snjallsamningum. Niðurstöðurnar verða í formi gagnamengis öryggisveikleika snjallsamninga sem nýtist fyrir vélrænt gagnanám fyrir öryggistól. Að endingu munum við nota öryggistólið til að koma auga á aðra veikleika snjallsamninga og uppfæra gagnamengið með.

Rannsóknin mun stuðla að öruggari snjallsamningum með 

1) Viðfangsmikilli gagnagreiningu á gagnamengi til þess að finna algengar öryggishættur 

2) Umgjörð fyrir sjálfvirka greiningu snjallsamninga útfrá öryggisgöllum og veikleikum, sem á sjálfvirkann hátt lærir nýja veikleika og möguleg mynstur þeirra og uppfærir gagnamengið.

5. Umsækjandi: Anna Ingólfsdóttir

Deild: Tölvunarfræðideild 

Doktorsnemi: NN

Leiðbeinandi: Anna Ingólfsdóttir

Heiti verkefnis: Að þjálfa og nota líkindakerfi

Stutt lýsing á verkefninu:
Markmiðið með þessu verkefni er tvíþætt. Annars vegar ætlum við að breyta staðlaða Baum-Welch reikniritinu fyrir Hulin Markov líkön þannig að hann nýtist við að læra önnur líkindafræðileg líkön. Hins vegar ætlum við að útvíkka tímarökfræðina sem til er núþegar fyrir hulin Markov líkön þannig að hún geti tjáð staðlaða eiginleika frá sannprófunum líkana eins og öryggi og lífleika og þróa tilsvarandi reiknirit fyrir sannprófanir líkansins. Í báðum tilfellum ætlum við að útfæra nýju viðbæturnar í sannprófunartólinu Uppaal og nota þær á raunveruleg tilfelli.

Framhaldsstyrkir 2020 

Umsækjandi / Applicant Heiti verkefnis / Project title Deild / Department Doktorsnemi / Doctoral student
Andrei Manolescu Majorana ástönd í kjarnaskeljarnanóvírar / Majorana states in core/shell nanowires Verkfræðideild / Dept. of Engineering Kristján Óttar Klausen
Henning Úlfarsson Fléttufræðileg könnun og beyting hennar á umraðanmynstur og aðrar uppbyggingar / Combinatorial Exploration with Applications to Permutation Patterns and other Structures Tölvunarfr.deild / Dept. of Computer Science Emile Nadeau
Hlín Kristbergsdóttir

Langtímarannsókn á tengslum geðheilsu kvenna á meðgöngu og frávikum barnanna þeirra / Impact of prenatal mental disorders on child development, well-being and academic achievement: A

longitudinal cohort study

Sálfræðideild / Dept. of Psychology Hlín Kristbergsdóttir
Duncan Paul Attard Tryggja Réttleika í Dreifðum Kerfum / Ensuring Correctness in Distributed Systems Tölvunarfr.deild / Dep. Of Computer Science Duncan Paul Attard
Sigurður Ingi Erlingsson Greining á Shubnikov-de Haas sveiflum í tvívíðu rafeindagasi með spuna-brautar og Zeeman víxlverkun / Analytical results for Shubnikov-de Haas oscillations in a two-dimensonal electron gas with spin-orbit and Zeeman coupling Verkfræðideild / Dept. of Engineering Hamed Gramizedah
Slawomir Koziel Reiknilega hagkvæm hönnunarmiðuð staðgengils-líkön fyrir hátíðnikerfi / Design-Oriented Computationally-Efficient Surrogate Modelling of High-Frequency Structures Verkfræðideild / Dept. of Engineering Muhammad Abdullah
Slawomir Koziel Hraðvirk Staðgengils-Studd hönnun sambyggðra mötunarrása fyrir há-afkasta örfilmu-loftnet / Accelerated Surrogate-Assisted Design of High-Performance Microstrip Corporate Feeds Integrated with Array Apertures Verkfræðideild / Dept. of Engineering Marzieh Mahrokh
Mohammad Adnan Hamdaqa Rammi fyrir smíði áreyðanlegra öryggisvottaðra bálkakeðju forrita / A Framework for Building Secure and Reliable Proof-Carrying Blockchain Applications Tölvunarfr.deild / Dep. Of Computer Science Ilham Qasse
Kamilla Rún Jóhannsdóttir Mat á hugrænu vinnuálagi með auknum skilningi á taugalífeðlisfræði hjartans / Assessment of cognitive workload by understanding the heart's neurophysiology Sálfræðideild / Dept. of Psychology Dimitri Ferretti

Styrkir 2019

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls átta nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 42.720.000 kr. Alls bárust 20 umsóknir. Hér að neðan eru upplýsingar um verkefnin sem hljóta styrk úr sjóðnum 2019. Hver styrkur eru 420.000 kr. á mánuði í allt að eitt ár + 300.000 kr. í ferðastyrk.

Styrkþegar og upplýsingar um rannsókninar

Ármann Gylfason: Dreifni agna í blönduðu varmadrifnu iðustreymi

Upphæð styrks 5.340.000 ISK

Deild: Tækni- og verkfræðideild

Doktorsnemi: NN

Leiðbeinandi: Ármann Gylfason

Heiti verkefnis: Dreifni agna í blönduðu varmadrifnu iðustreymi

Stutt lýsing á verkefninu:

Markmið verkefnisins er að skoða flutning og dreifni agna og hita þeirra í iðustreymi sem drifið er með varmaburði, eða Rayleigh-Bénard flæði og tengd flæði þar sem iðustreymið er að hluta drifið varmaburði. Við leggjum til tilraunir á hreyfingu og dreifni vökvaagna og tregðuagna, með samtíma mælingum á hitastigi þeirra. Mælingar verða framkvæmdar bæði nærri föstum yfirborðum, þar sem umtalsverður hita og hraðastigull er til staðar, sem og fjarri yfirborðum. Áhersla er lögð á smásæja uppbyggingu slíkra flæða, auk áhrifa strókamyndunar á hreyfingar og dreifni agna í vökvanum. Við framkvæmum tilraunir í rannsóknarstofum í Háskólanum í Reykjavík og CNRS ENS de Lyon. Við beitum háhraða myndtækni og skoðum hreyfingar og hita vökva- og tregðuagna frá Lagrange sjónarhorni, ásamt því að mæla hitauppbygginu og hraðasvið flæðanna. Verkefnið snýst að stórum hluta um að þróa tilraunaaðferð til að mæla samtímis hita og hraða agnanna á ferð þeirra með því að nýta okkur Mie Scatter myndtækniaðferð á fjölliðuagnir sem hafa þann eiginleika að þenjast út við hitun.

Áhersla er lögð á að skoða breitt svið mikilvægra stika og styrkleika flotkrafta, allt frá flæðum sem fyrst og fremst eru drifin af flotkröftum til einsleitra flæða með smávægilegum truflunum vegna flotkrafta. Niðurstöður verkefnisins munu veita okkur skýrari mynd af mörgum flóknumn verkfræðilegum og náttúrulegum flæðum þar sem varmaburður er til staðar, jafnframt því sem við teljum þær auka á grunnskilning okkar á iðustreymi.

Duncan Paul Attard: Tryggja réttleika í dreifðum kerfum

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Tölvunarfræðideild

Doktorsnemi: Duncan Paul Attard

Leiðbeinandi: Luca Aceto, Anna Ingólfsdóttir og Adrian Francalanza (University of Malta)

Stutt lýsing á verkefninu:

Keyrslutíma -sannprófun er að verða útbreiddari hugbúnaðar sannprófunartækni notuð í tilvikum þar sem líkanið af kerfinu sem er verið að skoða er ekki tiltækt eða óaðfinnanlegt að fá. Aðferðin skynjar kerfið sem svartan kassa og hægt er að nota til staðfestingar eftir dreifingu eða í atburðarásum þar sem kerfisþættir eru hlaðnir á kviklegan hátt. Hins vegar hefur keyrslutíma sannprófun haft alvarlegar takmarkanir í samhengi af því sem hægt er að hafa eftirlit með í keyrslutíma þar sem greining hennar er takmörkuð við núverandi inningarrakning. Við leggjum til að rannsaka nýjar aðferðir til að auka þessi mörk. Einkum teljum við aðferðir sem treysta á afritunar hugbúnað til að auka upplýsingar á keyrslutíma í boði fyrir greiningu: margar rakningar fengnar með athugun inningar á hverju afritunar kerfi eru nýtt til að fá yfirgripsmeiri sýn yfir hegðun kerfisins. Hugbúnaður afritun koma upp náttúrulega í dreifðu umhverfi þar sem kerfi samanstanda yfirleitt af mörgum hlutum, sem gerir þetta tilvalið svæði þar sem tilnefndar rannsóknir okkar geta verið beittar mikið.

Gylfi Þór Guðmundsson: Notagildi frávikgreiningar í loftmyndum flygilda

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Tölvunarfræðideild

Doktorsnemit: NN

Leiðbeinandi: Gylfi Þór Guðmundsson

Heiti verkefnis: Notagildi frávikgreiningar í loftmyndum flygilda

Stutt lýsing á verkefninu:

Notkun a flygildum er þá þegar orðið að blómstrandi iðnaði og er því spáð að sá markaður í Evrópu muni velta umþaðbil 10 miljörðum Evra árið 2035. Sjálfstýrð ómönnuð flygildi (e. UAV) má nota í ýmsum tilgangi en þeirra helsta skynjunartæki eru myndavélar af ýmsu tagi. Það liggur því í augum uppi að þróun á hugbúnaði til myndvinnslu og myndgreininga er afar mikilvægur í því að hámarka notagildi flygildana. Nýjasta tæknin í þeim efnum eru svo kölluð djúpnám (e. deep-learning) aðferðir en þær hafa þó þann akk að vera mjög þúng í keryslua og krefjast því mjög orkurfreks vélbúnaðar. Fyrir flygilding, þar sem all þarf að vera batterí knúið, er það meiriháttar vandamál og því er algengast að myndvinnslan fari framm á jarðbundunum vélbúnaði eftur flug (e. off-line). Það eru þó ýmis kostir við að geta gert myndvinnsluna á flugi (e. on-line), bæði hvað varðar að þróa ný not fyrir tækin svo og að bæta núverandi þjónustur. Það verkefni sem við kynnum hér hefur tvö markmið: 1) Annarsvegar að nota djúpnáms tækni til að þróa frávika greiningu í loftmyndum flygilda og sýna frammá notagidi slíkrar tækni; og 2) Hinsvegar að aðlaga hugbúnaðarlausnina okkar að nýjustu tækni í vélbúnaði smátækja og gera ýtarlega úttekt á möguleika, fýsileika og notagildi slíkrar útfærslu.

Henning Arnór Úlfarsson: Fléttufræðileg könnun og beyting hennar á umraðanmynstur og aðrar uppbyggingar

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Tölvunarfræðideild

Doktorsnemi: NN

Leiðbeinandi: Henning Arnór Úlfarsson

Heiti verkefnis: Fléttufræðileg könnun og beyting hennar á umraðanmynstur og aðrar uppbyggingar

Stutt lýsing á verkefninu:

Við leggjum til áframhaldandi þróun á umhverfi sem getur nýtt sérhæfða þekkingu til þess að uppgötva og sanna fræðisetningar á fjölmörgum sviðum stærðfræðinnar. Fléttufræðileg könnun er tilraunakennd aðferð sem leyfir nákvæma útleiðslu á uppbyggingu stærðfræðilegra fyrirbæra. Þegar manneskja hefur fundið uppbyggingu hlutar eru til ýmsar aðferðir til að reikna út eiginleika hlutarins. Hinsvegar eru skrefin frá upphaflega vandamálinu að uppbyggingunni oft handahófskennd. Það er þetta bil sem við leggjum til að fylla í.

Með aðferðum úr fléttufræði, tölvualgebru og algebrulegri rúmfræði höfum við útfært frumgerð af umhverfinu. Með því að bæta við sérhæfðri þekkingu úr sviði umraðanamynstra við frumgerðina bjuggum við til reiknirit sem hefur uppgötvað nýjar fræðisetningar og enduruppgötvað niðustöður sem spanna fjölmargar greinar í fræðunum.

Við leggjum til að nýta aðferðir úr vélrænu gagnanámi til að bæta frumgerðina, sem og að breyta úttakinu í formlegar sannanir. Við munum leyfa rannsakandanum að hafa áhrif á umgjörðina meðan hún keyrir í gegnum myndrænt umhverfi. Að lokum munum við bæta við aðferðum til að rannsaka ýmsar mismunandi fléttufræðilegar fjölskyldur.

Útkoman úr þessarri tillögur verður þjálfun á ungu vísindafólki og birtingar í tímaritum og ráðstefnum á alþjóðlegum vettvangi. Útfærslurnar á fræðilegu reikniritunum verða gefnar út frítt.

Kamilla Rún Jóhannsdóttir: Mat á hugrænu vinnuálagi með auknum skilningi á taugalífeðlisfræði hjartans

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Viðskiptadeild

Doktorsnemi: NN

Leiðbeinandi: Kamilla Rún Jóhannsdóttir

Heiti verkefnis: Mat á hugrænu vinnuálagi með auknum skilningi á taugalífeðlisfræði hjartans

Stutt lýsing á verkefninu:

Skilvirk stjórnun á hugrænu vinnuálagi er mikilvæg við margskonar kringumstæður svo sem við stjórnun flugvéla eða við akstur bifreiða. Ein skilvirkasta leiðin til að fylgjast með hugrænu vinnuálagi er að mæla viðbrögð hjarta- og æðakerfisins við hugrænu áreiti. Skilningur okkar á þeim undirliggjandi taugalífeðlisfræðilegu þáttum sem stjórna viðbrögðum hjartans er hinsvegar takmarkaður og hindrar framfarir í mælanleika hugræns vinnuálags. Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á því hvernig viðbrögð við hugrænu vinnuálagi endurspeglast í viðbrögðum hjartans með því að skoða tímaháða eiginleika hjartans, einstaklingsbundinn mismun og heilastarfsemi. Breytileiki merkja frá hjarta- og æðakerfi verður rannsakaður með því að nota tíma- og tíðnisviðs aðferðir og þar með draga úr notkun meðaltala yfir lengri tímabil. Þessar mælingar eru síðan bornar saman við persónuleikaeinkenni. Þessu til viðbótar mun fara fram gagnasöfnun þar sem heilalínuriti er bætt við sem gerir okkur kleift að skilja hið flókna samspil milli heilans og annara sállífeðlislegra þátta við stjórnun á ástandi hjartans. Takmarkið er að draga upp líkan af viðbrögðum hjartans við hugrænu vinnuálagi að teknu tilliti til hlutverks heilans og persónuleikaeinkennum.

Mohammad Adnan Hamdaqa: Rammi fyrir smíði áreiðanlegra öryggisvottaðra bálkakeðju forrita

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Tölvunarfræðideild

Doktorsnemi: NN

Leiðbeinandi: Mohammad Adnan Hamdaqa

Heiti verkefnis: Rammi fyrir smíði áreiðanlegra öryggisvottaðra bálkakeðju forrita

Stutt lýsing á verkefninu:

Markmið verkefnisins er að auka traust á bálkakeðju tækni (e. Blockchain technology) með því að fylla í skarðið á milli snjallsamningsforrita og neytenda. Verkefnið miðar að því að auðvelda þróun snjallsamninga með því að setja einfalt forritunarmál ofan á núverandi snjallsamningakerfi. Fyrirhugað forritunarmál er meira abstrakt en núverandi forritunarmál fyrir snjallsamninga (t.d Solidity, Viper eða Serpent). Þetta mun hjálpa forriturum við högun og smíði bálkakeðjuforrita og búa til keyranlega samninga með meðfylgjandi öryggis- og áreiðanleikasönnunum sem munu uppfylla öryggiskröfum neytenda.

Þetta verkefni mun taka líkanadrifna verkfræðinálgun til að þróa líkanamál fyrir verkvang snjallsamninga. Ólíkt öðrum líkanadrifnum þulusmiðum mun þulusmiður okkar geta fléttað öryggissönnun í þuluna (e. Proof carrying code (PCC)) og getur þannig smíðað sönnun um öryggi í vottorði sem bætist við snjallsamningsþuluna og gerir þar með bálkakeðjuverkvanginum kleift að sannreyna snjallsamningsþuluna áður en henni er dreift.

Slawomir Marcin Koziel: Reiknilega hagkvæm hönnunarmiðuð staðgengilslíkön fyrir hátíðnikerfi

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Tækni- og verkfræðideild

Doktorsnemi: NN

Leiðbeinandi: Slawomir Marcin Koziel

Heiti verkefnis: Reiknilega hagkvæm hönnunarmiðuð staðgengilslíkön fyrir hátíðnikerfi

Stutt lýsing á verkefninu:

Nákvæmt mat á kerfishegðun er nauðsynlegt við verkfræðilega hönnun. Hönnun á hátíðnikerfum (t.d. loftnet og loftnetaraðir) er vanalega framkvæmd með því að nota rafsegulgreiningarhermun sem er reiknislega kostnaðarsöm þegar um er að ræða raunhæf kerfi. Vegna þessa er krefjandi að nýta þesskonar greiningu í hönnun og líkangerð, sérstaklega þegar um er að ræða endurteknar hermanir eins og í bestun eða tölfræðilegri greiningu. Núverandi aðferðir til að þróa staðgengilslíkön eru takmörkuð varðandi fjölda stika og víddir þeirra. Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að þróa reiknilega hagkvæmar aðferðir til að smíða staðgengilslíkön fyrir hátíðnikerfi.

Slawomir Marcin Koziel: Hraðvirk Staðgengils-Studd hönnun sambyggðra mötunarrása fyrir há-afkasta örfilmu-loftnet

Upphæð styrks: 5.340.000 ISK

Deild: Tækni- og verkfræðideild

Doktorsnemi : NN

Leiðbeinandi: Slawomir Marcin Koziel

Heiti verkefnis: Hraðvirk Staðgengils-Studd hönnun sambyggðra mötunarrása fyrir há-afkasta örfilmu-loftnet

Stutt lýsing á verkefninu:

Markviss samsetning íhluta er lykilatriði við smækkun rafeindatækja. Á stafrænu hliðinni er notuð hálfleiðaratækni. Þegar um er að ræða heildstæðar mötunarrásir fyrir loftnetsfylki á hátíðnienda radar-, samskipta-, leiðsagnar-, RFID og lækningatækja, er tölvustudd hönnun (CAD) og líkanagerð sem byggir á efniseiginleikum og eiginleikum íhluta nauðsynlegur hluti hönnunarferlis. Örfilmuloftnetafylki (e:Microstrip antenna array) eru miklvægur flokkur smágerðra lofneta fyrir lítil tæki sem býður upp á miðun merkis. Mötunarrás loftnetafylkisins stýrir merkinu og má nota hana til að fasa merki og breyta miðun þess. Ekki hafa verið þróaðar kerfisbundnar og skilvirkar hönnunaraðferðir fyrir innbyggðar há-afkasta örfilmu-loftnetskerfi, almennar nútíma loftnetshönnunaraðferðir henta ekki fyrir þessa smágerðu tækni. Þetta verkefni miðar að því að þróa áreiðanlega, almenna og skilvirka sjálfvirka aðferð (frá frumgerð að sannreyningu) til að hanna sambyggð örfilmu-loftnetsfylki ásamt mötunarrás með lítilli hliðargeislun.

Nýtt námskeið fyrir doktorsnema við HR

Háskólinn í Reykjavík hefur hleypt af stokkunum nýju námskeiði fyrir doktorsnema við háskólann. Námskeiðið er tvær annir að lengd og meðal námsefnis er skrif doktorsritgerða, umsóknir í rannsóknasjóði, skrif á ensku og jafnframt siðfræði í rannsóknum, tölfræði og kennslufræði. Leiðbeinendur verða dr. Kristján Kristjánsson, forstöðumaður rannsóknaþjónustu HR og dr. Rannveig S. Sigurvinsdóttir, lektor við sálfræðisvið viðskiptadeild.

Styrkir 2018

Hér að neðan eru upplýsingar um verkefnin sem hljóta styrk úr sjóðnum 2018. Hver styrkur eru 420.000 kr. launastyrkur á mánuði í allt að eitt ár + 300.000 kr. í ferðastyrk. Alls var úthlutað átta doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 42.720.000 kr.

Listi yfir styrkþega:

Hlín Kristbergsdóttir

 • Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
 • Umsækjandi: Hlín Kristbergsdóttir
 • Deild: Viðskiptadeild
 • Leiðbeinandi: Jón F. Sigurðsson og Heiðdís B. Valdimarsdóttir
 • Heiti verkefnis: Geðheilsa kvenna á meðgöngu og áhrif þess á þroska barna sinna 
 • Stutt lýsing á verkefninu: 
  Andleg vanlíðan og geðrænir kvillar á meðgöngu er alvarlegur lýðheilsu vandi og er áætlað að hafa áhrif á allt að 20% kvenna. Það hefur ekki eingöngu áhrif á mæðurnar heldur einnig á heilsu, líðan og þroska barnanna þeirra. Þessi tengsl milli vanlíðan mæðra á meðgöngu og frávik hjá börnum þeirra er flókin og ennþá óljós.

  Megintilgangur rannsóknarinnar er að kanna áhrif alvarleika þunglyndis- og kvíðaeinkenna hjá móður á meðgöngu og tengsl þess við frávik hjá börnum þeirra á aldrinum 0-13 ára. Skoðuð verða 437 börn sem áttu mæður sem greindust á meðgöngu með einkenni kvíða og/eða þunglyndis, greindust með alvarlegt þunglyndi og/eða kvíðaröskun eða taldar heilbrigðar í fyrirliggjandi rannsókn. Með formgerðarlíkön (structural equation modeling) verður kannað tengsl milli líðan móðurs á meðgöngu og frávika hjá börn þeirra og mögulega þátta sem kunna hafa áhrif á þessi tengsl.
  Kannað verður hvort börn sem eiga mæður sem upplifðu geðræn vandamál á meðgöngu a) fæðast frábrugðin, b) þau þroskist öðruvísi og c) líklegri til að eiga við tilfinninga- og hegðunarvandamál. Einnig verður kannað hvort línulegt samband sé milli alvarleika einkenna hjá móður og versnandi útkomu hjá börnunum.

  Niðurstöður hafa bæði fræðilegt og hagkvæmt gildi þar sem upplýsingar munu veita mikilvægar upplýsingar um hvaða börn eru í áhættu og nýtast til fyrirbyggjandi aðferða í mæðravernd.

María Kristín Jónsdóttir

 • Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
 • Umsækjandi: María Kristín Jónsdóttir
 • Deild: Viðskiptadeild
 • Doktorsnemi: Ingunn S. Unnsteinsdóttir
 • Leiðbeinandi: María Kristín Jónsdóttir
 • Heiti verkefnis: Heilahristingur með íslenskra íþróttamanna: Nýgengi, vanstarfsemi í heiladingli og geðræn heilsa
 • Stutt lýsing á verkefninu: 
  Rannsókn 1: Nýgengi heilahristings hjá íþróttamönnum, konum og körlum, í efstu deildum á Íslandi verður skráð í 12 mánuði. Líta má á heilahristing sem lýðheilsuvandamál og íþróttamenn eiga á hættu að fá endurtekna heilahristinga. Meiðslatíðni í íþróttum er ekki sú sama í öllum löndum og því er nauðsynlegt að safna íslenskum upplýsingum. Við munum tilgreina nýgengi sem fjölda heilahristinga/fjölda æfinga+leikja (athlete-exposure; AE) og greina gögn eftir aldri, kyni, íþrótt/stöðu og hvort atvikið átti sér stað í leik eða á æfingu.

  Rannsókn 2: Vanstarfsemi í heiladingli og tengsl við heilahristingssögu, taugasálfræðilega getu og greind, geðræna heilsu og lífsgæði verða skoðuð hjá íþróttakonum sem eru, eða hafa verið, í efstu deildum. Vitað er að vanstarfsemi í heiladingli er algeng hjá íþróttamönnum eftir heilahristing. Þrátt fyrir að konur séu oft sagðar viðkvæmari fyrir afleiðingum heilahristings hafa fyrri rannsóknir á vanstarfsemi í heiladingli eftir heilahristing einungis birt gögn um sjö konur.

  Það eru 3 þrep í rannsókninni: 1) spurningalisti um heilahristingssögu, lífsgæði/geðræna heilsu og heilahristingseinkenni verður sendur til allra kvenna á Íslandi sem keppa/eða hafa keppt í efstu deildum sinnar greinar (aldur 18-45 ára, N=1160); 2) þær sem hafa sögu um heilahristing fá nánara mat á þeirri sögu í þrepi 2 og fara í taugasálfræðipróf og greindarmat. Í þrepi 3 verður gerð læknisskoðun og hormónamæling hjá þeim sem hafa skýra sögu um heilahristing.

Luca Aceto

 • Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
 • Umsækjandi: Luca Aceto
 • Deild: Tölvunarfræðideild
 • Doktorsnemi: NN
 • Leiðbeinandi: Luca Aceto og Anna Ingólfsdóttir
 • Heiti verkefnis: Opin vandamál í jöfnurökfræði ferla
 • Stutt lýsing á verkefninu: 
  Yfirmarkmið verkefnisins er að leysa sum krefjandi opin vandamál í fullkomnu jöfnu kerfi af gunnyrðingum hegðunarjafngildi yfir ferlaalgebru. Niðurstöðurnar sem fást í þessu verkefni munu leiða til betri skilnings á krafti klassískrar jöfnurökfræði við lýsingu og rökhugsun um alls kyns flokka tölvukerfa og munu hafa áhrif á framtíðarstarf i algebrulegum aðferðum í "concurrency theory".

  Verkefnið verður fyrsti í "concurrency theory" (og kannski í tölvunarfræði í heild) sem notar umfángsmikið samstarf á netinu til að leysa vandamál á þessu sviði og mynda þannig ramma fyrir framtíðarsamstarf.

Sigrún Ólafsdóttir

 • Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
 • Umsækjandi: Sigrún Ólafsdóttir
 • Deild: Viðskiptadeild
 • Leiðbeinandi: Jón F. Sigurðsson og Paul Salkovskis
 • Heiti verkefnis: Þróun og árangursmat á hugrænni atferlismeðferð við starfrænum einkennum sem skerða vinnugetu
 • Stutt lýsing á verkefninu: 
  Fræðilegur grunnur: Starfræn einkenni (SE), eru líkamleg einkenni sem ekki eiga sér þekktar líffræðilegar orsakir. Þau eru algeng og geta verið bæði þrálát og alvarleg. Þrálát SE valda þjáningu, skerða lífsgæði, draga úr starfsgetu og þeim fylgir mikill samfélagslegur kostnaður m.a. vegna mikillar notkunar á heilbrigðisþjónustu og mikils sjúkrakostnaðar. Árangur hefðbundinnar læknismeðferðar við SE er lítill en sýnt hefur verið fram á árangur hugrænnar atferlismeðferðar við meðhöndlun tiltekinna gerða SE. Fjöldi ólíkra SE hefur orðið til þess að mörg sérhæfð úrræði hafa verið þróuð sem er óhagkvæmt í ljósi þess hve marga sérfróða meðferðaraðila þarf til þess að beita þeim kerfisbundið. Til að bregðast við þessu höfum við, í samstarfi við rannsóknarhóp í Englandi, sett fram ósérhæft hugrænt líkan fyrir SE og þróað blandaða hugræna atferlismeðferð (BHAM) við SE. Markmið: Að aðlaga og innleiða BHAM fyrir SE sem skerða starfsgetu og árangursmeta hana með slembiraðaðri meðferðarprófun (randomized clinical trial) þar sem BHAM verður borin saman við hefðbundna meðferð (treatment as usual). Þátttakendur verða 250 einstaklingar sem sækja starfsendurhæfingu á vegum VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs.

  Ávinningur: Rannsóknin bætir verulega við þekkingu á sviði SE þar sem brugðist er við skorti á árangursríkri og hagkvæmri meðferð sem hæfir fólki með SE sem þarfnast starfsendurhæfingu. Beri meðferðin árangur mun það hafa mikil lýðheilsuáhrif þar sem hún er hagkvæm og auðvelt er að beita henni.

Hulda Kristín Magnúsdóttir

 • Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
 • Umsækjandi: Hulda Kristín Magnúsdóttir
 • Deild: Lagadeild
 • Leiðbeinandi: Gunnar Þór Pétursson
 • Heiti verkefnis: Orkusamband ESB - áhrif á íslenskan Orkurétt
 • Stutt lýsing á verkefninu:
  Markmið rannsóknar minnar er að greina hvort áhrif EES-samningsins á íslenskan orkurétt hafa verið og eru enn vanmetin og þá með sérstöku tilliti til undanþágunnar sem er að finna í 125. gr. EES-samningins varðandi eignarétt.

  Rannsókninni er skipt upp í eftirfarandi rannsóknarspurningar: (I) Hvert er núverandi gildissvið EES orkuréttar og hvernig hefur það þróast síðan 1994? (II) Með hvaða hætti hefur EES-orkuréttur og fjórfelsisreglur EES-samningsins haft áhrif á íslenskan orkurétt, og þá einkum með tilliti til eignaréttar? (III) Að hvaða marki hefur Íslandi og Noregi tekist að aðlaga Evrópskan orkurétt að sínum hagsmuni þegar kemur að innleiðingu á honum inn í EES-samninginn og hvaða þættir það eru sem móta afstöðu þjóðanna þegar kemur að innleiðingu? (IV) Hver eru möguleg áhrif Orkusambandsins á EES orkurétt? Til að svara rannsóknarspurningum I, II og IV mun ég nota retsdogmatik sem er hefðbundin rannsóknaraðferð í lögfræði. Til að geta svarið spurningu III mun ég nota rannsóknaraðferðir samanburðar réttarfélagsfræði (eigindlegar rannsóknaraðferðir) to greina hvaða þættir hafa haft áhrif á þá afstöðu sem Ísland og Noregur hafa tekið.

  Rannsókn mín mun veita innsýn í það hvernig Ísland og Noregur hafa sóst eftir því að vernda þjóðarhagsmuni sína til að tryggja samkeppnishæfni sína gagnvart aðildarríkjum ESB í orkumálum.

Sigurður Ingi Erlingsson

 • Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
 • Umsækjandi: Sigurður Ingi Erlingsson
 • Deild: Tækni- og verkfræðideild 
 • Doktorsnemi: NN
 • Leiðbeinandi: Sigurður Ingi Erlingsson
 • Heiti verkefnis: Greining á Shubnikov-de Haas sveiflum í tvívíðu rafeindagasi með spuna-brautar og Zeeman víxlverkun.
 • Stutt lýsing á verkefninu:
  Með greinireikningi leiðum við út jöfnu fyrir Shubnikov-de Haas (SdH) sveiflur í tvívíðu rafeindagasi með bæði Rashba og Dresselhaus spuna-brautar víxlverkun og Zeeman víxlverkun. Fyrst finnum við nálgun á eiginorkum og frá þeim finnum við ástandsþéttleikann, sem tengist beint segul-eðlisviðnámi
  kerfisins. Niðurstöður okkar gilda fyrir vítt svið á Rashba og Dresselhaus víxlverkun og niðurstöður tölulegra reikninga sýna að niðurstöður greinireikninga er nákvæmar jafnvel fyrir há Landau stig.

  Þessar niðurstöður gera okkur kleift að skilja hvernig Zeeman víxverkun hefur áhrif á SdH sveiflur og koma með tilgátu um hvernig Zeeman breytir skilyrði þess að enginn sláttur verði í SdH sveiflum. Við leggjum til hvernig nota megi okkar aðgerð til að skýra greiningu á niðurstöðum tilrauna í hálfleiðurum með sterkri spuna-brautar víxlverkun.

Andrei Manolescu

 • Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
 • Umsækjandi: Andrei Manolescu
 • Deild: Tækni- og verkfræðideild 
 • Doktorsnemi: NN
 • Leiðbeinandi: Andrei Manolescu og Sigurður Ingi Erlingsson
 • Heiti verkefnis: Hitarafstraumsflutningur í kjarnaskeljarnanóvírar
 • Stutt lýsing á verkefninu: 
  Í þessari umsókn er markmiðið að rannsaka eiginleika hitarafstraums og varmastreymis í kjarna/skeljar nanóvírum með reiknilegum aðferðum þar sem farið verður út fyrir línulega svörun. Þverskurðarsnið slíkra víra getur verið hringlaga eða marghyrningslaga. Við munum skoða áhrif lögunar og lengd nanóvíranna á eiginleika hitarafstraums. Við munum rannsaka möguleikana á því að stýra nýtni hitarafstraums með segulsviði og rafsviði, fyrir gefna lögun víra og hitastigsbil.

Andrei Manolescu 

 • Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
 • Umsækjandi: Andrei Manolescu
 • Deild: Tækni- og verkfræðideild
 • Doktorsnemi: NN
 • Leiðbeinandi: Andrei Manolescu
 • Heiti verkefnis: Majorana ástönd í kjarnaskeljarnanóvírar 
 • Stutt lýsing á verkefninu:
  Majorana ástönd eru sýndareindir sem hægt er að mynda í nanókerfum, álíkar öreindunum með sama nafni sem spáð var fyrir 1937. Líkanareikningar spá því að slík ástönd megi mynda á sitthvorum enda hálfleiðandi nanóvírs í spönuðu ofurleiðandi ástandi og fyrstu merki um þær hafa fundist nýlega í tilraunum. Kjarna-skeljar-nanóvírar eru gerðir úr sammiðja skeljum með fjölhyrningaþverskurðarflöt. Lágorkurafeindir geta staðbundist í hornunum og myndað margföld Majorana-ástönd á hvorum enda vírsins. Markmið verkefnisins er greini- og töluleg rannsókn á rúmfræðilegum áhrifum á eiginleika slíkra Majorana-ástanda.


Var efnið hjálplegt? Nei