Rannsóknasjóður HR
Doktorsnemastyrkir úr Rannsóknasjóði HR 2022
Doktorsnemastyrkir
úr Rannsóknasjóði HR 2023
Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 12 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 77.040.000 kr. Alls bárust 22 nýjar umsóknir. Hér að neðan eru upplýsingar um ný verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum 2023. Hver styrkur eru laun að upphæð 510.000 kr. á mánuði í eitt ár (laun + launatengd gjöld) + allt að 300.000 kr. í ferðastyrk. Auk nýrra verkefna sem sjóðurinn styrkir, eru 7 verkefni sem fá framhaldsstyrk (2. eða 3. árið) að heildarupphæð 44.940.000 kr. Einnig er úthlutað sérstökum ferðastyrk að heildarupphæð 900.000 kr. til þriggja doktorsnema sem ekki eru á rannsóknarstyrkjum. Heildarúthlutun 2023 úr Rannsóknasjóði HR er 122.880.000 kr.
Styrkir 2023
1.
- Umsækjandi / Applicant: Medy Dervovic
- Deild / Department: Lagadeild/Department of Law
- Doktorsnemi / Doctoral Student: Medy Dervovic
- Leiðbeinandi / Supervisor: Snjólaug Árnadóttir/Bjarni Már Magnússon
- Heiti verkefnis / Project title: Lagaleg áhrif loftslagsbreytinga á hafrétt á norðurslóðum/Normative Impact of Climate Change on the Law of the Sea in the Arctic
Stutt lýsing á verkefninu
Norður-Íshafið er að gangast undir miklar
breytingar vegna ört vaxandi loftslagsbreytinga. Þessar breytingar koma
aðallega fram í minnkun hafísþekju, sjávarborðshækkun, landrofi, hlýnandi
hitastigi og súrnun sjávar. Á hinn bóginn felur opnun Norður-Íshafsins í sér
efnahagsleg tækifæri tengd siglingum, aðgengi að auðlindum, fiskveiðum og
ferðaþjónustu. Þessi rannsókn mun, með hliðsjón af þessum umhverfisbreytingum
og efnhagsáskorunum, gera fyrstu heildrænu úttektina á lagalegum áhrifum
loftslagsbreytinga á hafrétt á norðurslóðum. Lögð verður áhersla á lagalegar
áskoranir sem Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá 1982 (UNCLOS) stendur
frammi fyrir og hagnýtar afleiðingar þeirra fyrir siglingar á norðurslóðum,
umhverfisvernd og mörk hafsvæða. Verkefnið mun einnig fjalla um aðlögunargetu UNCLOS
gagnvart loftslagsbreytingum og greina nýja og verðandi alþjóðlega og
svæðisbundna lagagerninga sem tæki til að auka skilvirkni hafréttar á
norðurslóðum. Þetta verkefni mun samanstanda af túlkun alþjóðlegra sáttmála og
ítarlegum rannsóknum á fræðiritum og dómum, með það að augnmiði að finna
viðeigandi aðferðir fyrir löggjafa, stefnumótendur og fræðimenn til að bregðast
við hugsanlegum og yfirvofandi áskorunum af völdum loftslagsbreytinga sem áhrif
hafa á rétta framkvæmd UNCLOS á norðurslóðum / As climate change accelerates,
the Arctic Ocean undergoes profound transformations primarily manifested by
sea-ice coverage reduction, sea-level rise, coastal erosion, warming
temperatures, and ocean acidification. Paradoxically,
the opening-up of the Arctic Ocean unveils economic prospects in the realm of
shipping, offshore resource extraction, fishing, and tourism activities. In
line with these environmental changes and economic development pressures, this
project endeavors to offer the first comprehensive assessment of the normative
impact of climate change on the law of the sea in the Arctic. Building on the
preliminary identification of adverse climatic changes in the Arctic Ocean,
this project will emphasize legal challenges faced by the 1982 United Nations Convention
on the Law of the Sea (UNCLOS) and discuss their practical consequences for
Arctic navigation, environmental protection, and maritime boundaries. It will
also address the adaptive capacities of UNCLOS vis-à-vis climate change and
analyze emerging international and regional legal instruments as tools
reinforcing the relevance and effectiveness of the law of the sea in a rapidly
changing Arctic. This project will resort to treaty interpretation and an
extensive review of academic literature and jurisprudence to provide
law/policymakers and scholars with appropriate mechanisms to adapt to potential
and proven difficulties caused by climate change affecting the correct
implementation of UNCLOS in the Arctic.
2.
- Umsækjandi / Applicant: Grischa Liebel
- Deild / Department: Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science
- Doktorsnemi / Doctoral Student: NN
- Leiðbeinandi / Supervisor: Grischa Liebel
- Heiti verkefnis / Project title: Bætt þátttökuskilyrði í hugbúnaðarþróun og tengdri menntun fyrir taugsegin einstaklinga/Towards Inclusion of Neurodivergent Individuals in Software Engineering Education and Practice
Stutt lýsing á verkefninu:
Taugafjölbreytileiki er regnhlífarhugtak
sem lýsir breytileikum í heilastarfsemi einstaklinga og felur meðal annars í
sér heilkenni tengd einhverfurófinu, athyglisbrest, ofvirkni og lesblindu.
Taugsegin einstaklingar eiga oft í erfiðleikum í háskólanámi og á vinnumarkaði,
t.d. vegna erfiðleika eða breytileika í samskiptum, lestri og skrift eða vegna
skertrar athygli. Þessi hópur býr hins vegar oft yfir styrkleikum samanborið
við dæmigerða einstaklinga t.d. betra minni og sköpunargáfu. Á meðan
hugbúnaðarþróun passar vel við algeng áhugasviðsmynstur taugsegin einstaklinga
er einungis lítil þekking og skilningur á upplifun þeirra í hugbúnaðargeiranum.
Þess vegna miðar þetta verkefni að því að bæta þátttökuskilyrði þessa hóps í
hugbúnaðarþróun með því að (a) auka skilning á áskorunum og styrkleikum
taugsegin einstaklinga í hugbúnaðarþróun og hugbúnaðarfræðimenntun og (b)
leggja til og meta viðeigandi ráðstafanir í þessum efnum. Við vinnum í nánu
samstarfi við reynda samstarfsaðila í rannsóknum, menntun og samfélaginu
almennt og notum aðferðafræði þátttökurannsókna, nánar tiltekið eru taugsegin
einstaklingar með í ráðum gegnum allt ferlið. Verkefnið miðar að því að
auðvelda þátttöku þessa hóps í tölvunarfræðimenntun og hugbúnaðarþróun og auka
meðvitund á meðal hagsmunaaðila greinarinnar og samfélagsins í heild / Neurodiversity
is an umbrella term describing variations in brain function among individuals,
including for example common conditions such as autism spectrum disorder,
attention deficit hyperactivity disorder, or dyslexia. Neurodivergent
individuals (NDI) often struggle in higher education and on the job market,
e.g., due to difficulties or differences in communication, reading or writing
difficulties, or reduced attention span. However, NDI also commonly possess
strengths compared to neurotypical individuals, such as better memory or
creativity. While the software engineering (SE) industry matches common
interest profiles of NDI, there is only little understanding of the experiences
NDI have in SE. Therefore, this project aims to improve inclusion of NDI in SE
by (a) increasing the understanding of challenges and strengths of NDI in SE
education and practice and (b) proposing and evaluating suitable interventions
to target these. We work in close collaboration with experienced partners in
research, education, and society, following a participatory research approach,
i.e., involving NDI at all project stages. The project aims to improve
inclusion of NDI in SE education and practice, and to increase awareness among
stakeholders in the field, as well as society as a whole.
3.
- Umsækjandi / Applicant: Jón Friðrik Daðason
- Deild / Department: Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science
- Doktorsnemi / Doctoral Student: Jón Friðrik Daðason
- Leiðbeinandi / Supervisor: Hrafn Loftsson
- Heiti verkefnis / Project title: Mállíkön fyrir tungumál með takmörkuðum málföngum/Language Representation Models for Low and Medium-Resource Languages
Stutt lýsing á verkefninu:
Transformer-líkön eru ný tegund af tauganetum
sem hafa náð betri árangri en áður hefur þekkst fyrir máltækniverkefni eins og
spurningasvörun, viðhorfsgreiningu og sjálfvirka samantekt. Einn helsti kostur
þeirra umfram eldri tegundir af tauganetslíkönum er að það virðast ekki vera
nein takmörk fyrir því hvað þau geta orðið stór. Stærri líkön ná betri árangri
við lausn flókinna verkefna en eru dýrari í þjálfun. Stærð þeirra hefur aukist
úr 110 milljón stikum árið 2018 í 1.600 milljarða stika árið 2021. Líkönin eru
einnig þjálfuð á mun meiri gögnum en áður sem bætir árangur þeirra enn frekar.
Stærsta þjálfunarsafnið fyrir ensku hefur aukist úr 800 milljónum orða í 1.400
milljarða á sama tímabili. Það er þörf á frekari rannsóknum til að kanna
hvernig best megi nýta Transformer-líkön fyrir tungumál þar sem þjálfunargögn
og reiknigeta eru af skornum skammti. Við munum meta ýmsar þjálfunaraðferðir út
frá skilvirkni þeirra, kanna hvernig megi best stækka þjálfunarmálheildir með
texta sem er fenginn af vefnum eða með vélþýðingu og gera ítarlegan samanburð á
ýmsum textasíunaraðferðum. / The Transformer is a
recently proposed neural network architecture which has obtained
state-of-the-art results on a wide variety of natural language processing (NLP)
tasks, such as question answering, sentiment analysis and automatic text
summarization. It has many benefits over previous architectures, the most
significant of which may be its scalability. Larger models are more effective
at solving complex problems, but are also more costly to train. The size of the
largest Transformer-based model has grown from 110 million parameters in 2018
to 1.6 trillion parameters in 2021. Training datasets have grown similarly in
size, further improving the performance of the models. The largest training
dataset for English has grown from 800 million words to 1.4 trillion words over
the same time period. More research is needed into how these models can best be
utilized for low and medium-resource languages, where training data is scarce
and computational resources are limited. We will evaluate the data efficiency
of various training methods, experiment with how small monolingual training
datasets can best be augmented with multilingual or machine-translated text and
perform a thorough evaluation of commonly used text filtering techniques.
4.
- Umsækjandi / Applicant: Andrei Manolescu
- Deild / Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
- Doktorsnemi / Doctoral Student: NN
- Leiðbeinandi / Supervisor: Andrei Manolescu
- Heiti verkefnis / Project title: Nándarhrif ofurleiðara innan kjarna/skeljar rúmfræði/Proximity superconductivity in core/shell geometry
Stutt lýsing á verkefninu:
Samskeyti hálfleiðandi og ofurleiðandi
efna hafa vakið mikinn áhuga síðustu ár vegna hagnýtingarmöguleika fyrir
skammtatölvur. Í slíkum skeytum getur ofurleiðnin smogið inn í hálfleiðarann
vegna nándarhrifa og leitt til myndunar á bundnum ástöndum af Andreev gerð, en
einnig til grannfræðilegra ástanda ef spuna-brautar víxlverkun og segulsvið eru
til staðar. Meginmarkmið verkefnisins er að lýsa nándarhrifum, bæði kennilega
og tölulega, í kjarna/skeljar nanóvírum en það eru vírar á nanóskala með
hálfleiðandi kjarna og húðaðir með ofurleiðandi skel, ýmist fyllilega eða að
hluta. Slíkir vírar geta haft flókna lögun svo sem marghyrningslaga þversnið og
langsum geilar í skelinni, og myndað þannig margföld samskeyti. Nanóvírar af
þessari gerð eru núverandi rannsóknarefni tveggja rannsóknarhópa frá Þýskalandi
og Japan, líkanavinna okkar er samstarfsverkefni við þá og tekur mið af nýfengnum
tilraunagögnum þeirra. / Junctions of semiconductor and superconductor
materials have attracted much interest in the last years due to the
possibilities they show for quantum computing. In such
junctions the superconductivity can penetrate into the semiconductor, a
phenomenon called the proximity effect, leading to Andreev bound states, and to
topological states if spin-orbit interaction and magnetic fields are present.
The main goal of our research proposal is to describe, by theoretical and computational
means, the proximity effect in core/shell nanowires, which are made of
semiconductor core, partially or totally surrounded by a shell of
superconductor metal. These nanowires can have complex geometry, with polygonal
cross section, and several gaps in the longitudinal direction, corresponding to
multiple junctions. Such nanowires are currently under investigation by two
experimental groups from Germany and Japan, our modelling being a cooperative
effort to consider their most recent experimental data.
5.
- Umsækjandi / Applicant: Arthurton Travis Elvean Bellot
- Deild / Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
- Doktorsnemi / Doctoral Student: Arthurton Travis Elvean Bellot
- Leiðbeinandi / Supervisor: Juliet Ann Newson
- Heiti verkefnis / Project title: Smíði á fræðilega vel grunduðu og notendavænu líkani sem hermir og bestar vinnslu jarðhita á lághitasvæðum/Creating a robust modelling tool for optimizing the use of low-temperature geothermal fields
Stutt lýsing á verkefninu:
Líkön til hermunar á viðbrögðum
jarðhitakerfa við nýtingu eru mikilvæg verkfæri í jarðhitageiranum. Slík
verkfæri nýtast við könnun og nýtingu auðlindarinnar, leyfa samþættingu
upplýsinga úr ólíkum áttum og síðast en ekki síst má nota þau til að spá fyrir
um hegðun kerfanna til lengri tíma. Slík líkön eru í vaxandi mæli mjög sérhæfð
og krefjast sífellt betri innviða og umtalsverðrar vinnu af vel menntuðu fólki
með sérhæfða þekkingu og þjálfun. Geta jarðvarmavirkjana til að standa undir
líkangerð og hermun kerfanna er í réttu hlutfalli við framlegð af hverri
orkueiningu sem jarðhitakerfið framleiðir. Framlegð af rekstri hitaveitna er
fremur lítil og því er geta þeirra til að standa undir líkangerð og hermun
kerfanna sem þau nýta takmörkuð. Í þessu verkefni er brugðist við þessu vanda
með því að þróa verkfæri sem nýta má til að smíða líkön af lághitakerfum.
Takmarkið er að búa til verkfæri sem hermir nýtingu jarðhitakerfa og við brögð
þeirra við rekstri hitaveitna sem er traust og einfalt í notkun og gerir
tæknifólki hjá hitaveitum kleift að fylgjast með og spá fyrir um viðbrögð
kerfanna við nýtingu. Verkefnið byggir á fyrirliggjandi hugbúnaði, LUMPFIT og
Waiwera, sem sérfræðingar hafa notað um langa hríð. LUMPFIT er öflugt forrit sem reiknar
þrýstingsbreytingar í jarðhita og grunnvatnskerfum. Waiwera
er hugbúnaður sem hermir samhliða flæði vökva í jarðhitakerfi / Reservoir
modelling plays an essential role in geothermal resource management. The tools
represent resource physics, integrate system information, and perform future
scenario simulations for the response to exploitation. But reservoir modelling
tools require an increasingly specialized workforce and modelling environment,
and the ability of a project to support modelling costs is inversely related to
value/unit of produced energy. Therefore, low-temperature resource developments
have proportionately higher modelling costs. This project addresses this
problem by creating a tool for modelling low-temperature resources, that
adequately represents the resource, for day-to-day use by company technical
staff. The project will use the existing modelling software of LUMPFIT and
Waiwera. LUMPFIT is a lumped parameter tool for modelling reservoir pressure
changes [1]. Waiwera is an open-source parallelized geothermal flow simulator
[2]. In this project a Python script will create simplified Waiwera
simulations, resulting in a more accurate hydraulic and thermal reservoir
representation than LUMPFIT but limited in their complexity. The work is
essentially an investigation of sensitivity to modelling parameters and model
discretization, and creation of an optimized combination of these for the most
efficient tool. The result provides a better understanding of the production
capacity of the system and for the optimization of well placement. Case studies
are from Poland and Iceland.
6.
- Umsækjandi / Applicant: Jasmine Xuereb
- Deild / Department: Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science
- Doktorsnemi / Doctoral Student: Jasmine Xuereb
- Leiðbeinandi / Supervisor: Adrian Francalanza and Antonios Achilleos
- Heiti verkefnis / Project title: Útvíkkun á takmörkunum sannprófana í rauntíma/Extending the Limits of Runtime Verification
Stutt lýsing á verkefninu:
Sannprófanir í rauntíma eru að verða
útbreiddar í hugbúnaðarprófunum, sérstaklega ef líkan af kerfinu er ekki
tiltækt eða ekki fullþekkt. Þrátt fyrir kosti þessarar tækni er hún takmörkuð
af greiningum á einangruðum hlutum af keyrslu kerfisins. Í þessu verkefni
könnum við nýstárlegar leiðir til að útvíkka þessar takmarkanir. Sér í lagi
munum við skoða annars konar uppsetningu á sannprófun, sem byggir á þeirri
sígildu, og skoðum áhrif hennar á þeim þáttum sem hægt er að mæla í rauntíma.
Því næst könnum við hvernig við getum breytt uppsetningunni enn frekar til að
sannreyna þá þætti sem lýsa væntri hegðun á mónitorunum sjálfum, sérstaklega
meðtilliti til öryggis- og friðhelgiskrafna. Niðurstöður þessa verkefnis munu
hafa áhrif á áreiðanleika hugbúnaðar þar sem það mun auka notkunarmöguleika
rauntímasannprófana ásamt því að treysta öryggis- og friðhelgisstoðir. / Runtime
Verification is becoming a widespread software verification technique,
especially when the system model is unavailable or not fully understood. However, despite its merits, this technique is limited by the fact
that analysis is based on finite fragments of the system run. In this project,
we investigate novel approaches for extending these limits. In particular, we
consider an alternative runtime verification setup that builds on the classical
one and examine its effect on the set of properties that can be checked at
runtime. We then investigate how we can further extend the proposed setup to
verify properties that describe the expected behaviour of the monitors
themselves, especially those relating to security and privacy requirements. The
results of this project will impact the reliability of software as it will
increase the applicability of runtime verification tools while providing
security and privacy assurances.
7.
- Umsækjandi / Applicant: Joshua David Springer
- Deild / Department: Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science
- Doktorsnemi / Doctoral Student: Joshua David Springer
- Leiðbeinandi / Supervisor: Marcel Kyas
- Heiti verkefnis / Project title: Nákvæmar Drónalendingar Aðferðir fyrir Sjálfvirkar Rannsóknir á Mars/Precision Drone Landing Methods for Autonomous Mars Exploration
Stutt lýsing á verkefninu:
Könnun á Mars er að færast í átt að
hugmyndafræði þar sem notast er við samvinnu dróna-flakkara teyma, þar sem
dróninn flýgur á þá staði sem erfitt er að ná til eins og storknað hraunflæði
til safna jarðfræðilegum sýnum, tengist síðan flakkaranum sem miðlar síðan
söfnuðum gögnum til jarðar. RAVEN teymið sem NASA styður eru að prófa slíka
leiðangra á Íslandi, sem lengi hefur þjónað sem tilraunasvæði fyrir
vísindastofnanir vegna veraldlegs landslags og veðurskilyrða. Með RAVEN hyggst
flytjandi leysa vandamálið sem felst í sjálfvirkri lendingu dróna á
lendingarpöllum og storknuðu hrauni á Íslandi (t.d. Holuhraun). Skortur á
innviði á Mars þýðir að dróninn verður að vera með lágmarks skynjara (án GPS),
og mun hafa takmarkaða reikni-/aflgetu. Slík lausn mun stuðla bæði að
framtíðarrannsóknum á Mars og þróun drónaforrita á jörðinni sem krefjast
nákvæmni lendingar án þess að hafa aðgang af GPS. Við munum innleiða tölvubúnað
(TPU/GPU) inn á dróna til að greina gögn frá dýptarmyndavélum og LIDAR skynjara
í rauntíma. Dróninn mun bera kennsl á lendingarpalla merkt með sjónrænum
merkjum og örugg lendingarsvæði í hraunrennsli með landfræðilegri
landslagsgreiningu með Gaussískum ferlilíkönum og vélnáms aðferðum (t.d. U-nets
og auto-encoders). Við munum þróa slíka lausn í sýndarveruleika, síðan færum
við okkur yfir í raunveruleikann fyrir sannir á lausninni. Frambjóðandi hefur 3
ára reynslu af drónum á Íslandi, virkt samstarf við RAVEN og reynslu af
nauðsynlegum hugbúnaði og vélbúnaði. / Mars exploration
is moving towards a paradigm of collaborative drone-rover teams, where the
drone flies to hard-to-reach places like solidified lava flows to collect
geological samples, then coordinates with the rover to relay its collected data
to earth. The NASA-supported RAVEN team tests such missions in Iceland, which
has long served as a testing ground for interplanetary exploration because of
its otherworldly terrains and weather. The proposer intends to solve the open
problem of autonomous drone landing on landing pads and solidified lava flows
in Iceland (Holuhraun), in collaboration with RAVEN, for future Mars
exploration. The lack of infrastructure on Mars means the drone must have a
minimal sensor set (without GPS), and limited computational/power capacity.
Such a solution will contribute both to future Mars exploration and to
terrestrial drone applications that require GPS-denied precision landing. With
embedded computational hardware (TPUs/GPUs), a drone will analyze data from
depth cameras and LIDAR sensors in real time. The drone will identify landing
pads via visual markers, and safe landing sites in lava flows via topographical
terrain analysis with Gaussian process models and deep learning methods (e.g.
U-nets and auto-encoders). We will develop such a solution in simulation, then
transition to the real world. The proposer has 3 years of experience with
drones in Iceland, active collaboration with RAVEN, and experience with the
necessary software/hardware.
8.
- Umsækjandi / Applicant: Yasuaki Morita
- Deild / Department: Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science
- Doktorsnemi / Doctoral Student: Yasuaki Morita
- Leiðbeinandi / Supervisor: Tarmo Uustalu
- Heiti verkefnis / Project title: Fjölforritunarmála merkingarfræði fyrir Wasm/Multi-Language Semantics for Wasm
Stutt lýsing á verkefninu:
Í nútíma hugbúnaðarþróun, með útbreiðslu
innviða og tóla fyrir kross-forritunarmál, eins og Wasm og LLVM, þá er algengt
fyrir eitt og sama forrit að vera samofið mörgum mismunandi forritunarmálum.
Merkingarfræði forritunarmála er undirstaða formlegrar röksemdafærslu um
forrit, en með tilvist fleiri en eins forritunarumhverfis fyrir eitt og sama
forrit, þá verður slík rökfræðileg útfærsla mun vandasamari en ella og þær
aðferðir sem notast er við í dag eru oft á köflum ekki nægilega þróaðar til að
höndla slíkt. Þessi rannsókn samanstendur af tveimur hlutum: 1. Fræðilegur
hluti: Við þróum kenningu um merkingarfræði í fjölforritunarmálaumhverfum.
Aðgerðarleg fjölforritunarmála merkingarfræði er nálgun sem kynnir samvirkni
fyrir mismunandi forritunarmál. Við flokkum samvirknina með áhrifum hennar á
bæði merkingarfræði einstakra forritunarmála sem og kerfisins alls. 2. Tæknilegur
hluti: WebAssembly(Wasm) er vélamál sem byggir á stafla og keyrir í flestum
vefvöfrum. Við sýnum nokkrar bestunaraðferðir á Wasm og sönnum réttmæti þeirra.
Ennfremur, við sönnum (eða afsönnaum) réttmæti slíkrar bestunar í
fjölforritunarmálaumhverfum. Formfesting sannananna verða gerðar í Agda. Þessar
rannsóknir auka notagildi formlegra aðferða og stuðla að tölvuöryggi Wasm og
þar með þeirra kerfa sem byggja ofaná Wasm. / In modern
software development, with the proliferation of cross-language infrastructures
such as Wasm and LLVM, it is common for a single program to be associated with
multiple programming languages. While the semantics of programming languages is
a foundation of formal reasoning of programs, semantics in the presence of
multiple languages is far from mature, and the reasoning is hard. This research
consists of two parts: 1. Theoretical part: We develop a theory of
multi-language semantics. Operational multi-language semantics is an approach
that introduces interoperability into different programming languages. We
classify interoperability by its effect on the semantics of individual
languages and the whole system. 2. Technical part: WebAssembly(Wasm) is a
stack-based machine language that runs in most web browsers. We demonstrate
several optimization techniques on Wasm with correctness proof. Furthermore,
prove (or disprove) the correctness of those optimizations in the presence of
different multi-language interoperability. The formalization and proofs will be
given in Agda. This research expands the applicability of formal methods and
contributes to the safety of Wasm, in turn, the safety of realistic systems
such as Web applications.
9.
- Umsækjandi / Applicant: Kevin Matthias Henry
- Deild / Department: Viðskiptadeild/Department of Business Administration
- Doktorsnemi / Doctoral Student: Kevin Matthias Henry
- Leiðbeinandi / Supervisor: Katrín Ólafsdóttir
- Heiti verkefnis / Project title: Áhrif fræðslu um jafnrétti og fjölbreytileika og jafnrétti á jafnrétti allra kynja í skipulagsheildum/Effect of diversity, inclusion and equality (DIE) training on gender equality of all genders in organizations
Stutt lýsing á verkefninu:
Jöfn meðferð allra kynja er ekki sjálfsögð
í flestum skipulagsheildum enn þann dag í dag. Margar þeirra bjóða þjálfun í
jafnrétti og fjölbreytni (DIE) í því skyni að bæta jafnrétti meðal starfsmanna
sinnar. Markmið þessarar fyrirhuguðu rannsóknar er að meta áhrif mismunandi
gerða þjálfunar á jafnrétti kynjanna á vinnustað. Það felur einnig í sér
rannsóknir á jafnrétti kynsegin einstaklinga. Þjálfun verður greind með líkani
sem byggir á þremur víddum: 1. Persónuleg vídd, 2. Skipulagsheildarvídd, 3.
Stjórnendavídd. Mismunandi þjálfunaraðferðir verða metnar út frá þessum víddum
og bornar saman út frá áhrifum þeirra á kynjajafnrétti allra kynja innan
skipulagsheildarinnar. Sértæk kynsegin þjálfun (LGBTQ, Lesbian, Gay, Bisexual,
Transgender, Queer) verður einnig greind og borin saman við hefðbundnari DIE
þjálfun. Rannsóknin mun bæta þekkingu með því að meta mismunandi gerðir DIE
fræðslu með tilliti til áhrifa þeirra á jafnrétti byggt á þessum þremur víddum.
Frá hagnýtu sjónarhorni mun þessi rannsókn gera mannauðsstjórum kleift að
ákvarða hvaða tegund þjálfunar mun nýtast markmiðum þeirra best við að auka
jafnrétti kynjanna innan skipulagsheildarinnar. / Equal treatment of all
genders is still not given in most organizations even nowadays. Many organizations conduct diversity, inclusion and equality (DIE)
trainings in order to improve equality among employees. The goal of this
proposed research is to examine effects of different types of DIE trainings
with regards to their effects on organizational gender equality. This also
includes non-binary and transgender equality. Trainings will be analyzed based
on a four-dimension model: 1. Personal Dimension, 2. Organizational Dimension,
3. Non-Binary/Trans Dimension and 4. Executive/HR Dimension. Based on those
dimensions various training methods will be analyzed and compared with their
effects on gender equality in the organization. Specific LGBTQ (Lesbian, Gay,
Bisexual, Transgender, Queer) trainings will also be analyzed and compared to
the more traditional DIE trainings. This research will contribute to theory by
evaluating different types of DIE trainings with regard to their effect on
gender equality based on the three dimensions. From a practical perspective
this research will allow practitioners to determine which type of training will
most benefit their aims in increasing gender equality within their organization.
10.
- Umsækjandi / Applicant: Hans Peter Reiser
- Deild / Department: Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science
- Doktorsnemi / Doctoral Student: NN
- Leiðbeinandi / Supervisor: Hans Peter Reiser
- Heiti verkefnis / Project title: Næsta kynslóð sveigjanlegra virkra og óvirkra aðferða til innskoðunar sýndarvéla/VMIflex – Next Generation Flexible Active and Passive Virtual Machine Introspection
Stutt lýsing á verkefninu:
Skaðlegar árásir á tölvukerfi eru
algengari en nokkru sinni fyrr og þörfin fyrir háþróaða tækni til að uppgötva
mjög háþróaðar árásir og greina þær ítarlega er augljós. Markmið VMIflex er að
efla stöðu þekkingar á greiningum með sýndarvélum (VMI), sem hornsteins fyrir
margs konar upplýsingatækniöryggisverkefni, þar á meðal greiningum á
spilliforritum, uppgötvunum á innbrotum og vörnum gegn þeim. Núverandi VMI
tölvukerfi standa frammi fyrir ýmsum vandamálum: (1) Þau eru háð ákveðinni
tækni (hypervisor) og VMI API og VMI forrit er erfitt að flytja í nýtt
umhverfi; (2) Þau valda verulegri skerðingu á frammistöðu tölvukerfa, sem
dregur úr hagnýtingu þeirra. (3) Þau styðja aðeins sýndarvæðingu flókins
vélbúnaðar, en það er ekki hægt að nota VMI öryggisforrit fyrir sýndarvæðingu
minni búnaðar. VMIflex mun bæta VMI kerfi verulega og takast á við þrjú
vandamál með því að setja fram: (1) kerfisbundna flokkun VMI eiginleika í
núverandi útfærslum og kortlagningu VMI krafa til þessara eiginleika, (2)
lénssértækt tungumál (DSL) til að tjá VMI virkni og umbreytingaraðferð til að
þýða DSL yfir í sértæka hagræðingu VMI verkfæra, (3) útvíkkun á þessari
umbreytingu fyrir sýndarvæðingu gáma og (4) skoðunaraðferð sem byggir á
innspýtingu kóða sem lágmarkar samhengisrofa og eykur þannig afköst. / IT
systems are more than ever faced with malicious attacks, and the need for
advanced technology for the detection and in-depth analysis of highly
sophisticated attacks is evident. VMIflex intends to
advance the state of the art of virtual machine introspection (VMI) as a core
technology for a broad range of IT security tasks, including intrusion
detection, malware analysis, live forensics, and intrusion prevention. Current
VMI systems are faced with a number of problems: (1) They depend on a specific
hypervisor and VMI API and VMI applications are tedious to port to new
environment; (2) They induce significant performance degradation on the target
system, which reduces the practical applicability. (3) They support only
heavy-weight hardware virtualization, but it is not possible to apply VMI
security applications to light-weight container virtualization. VMIflex will
significantly enhance VMI systems and tackle these three problems by (1) a systematic
taxonomy of VMI features in current implementations and a mapping of VMI
application requirements to these features, (2) a domain specific language
(DSL) for expressing VMI functionality and a transformation approach for
translating the DSL into target-specific optimization of VMI tools, (3) an
extension of this transformation for container virtualization, and (4) a hybrid
introspection approach based on code injection that minimizes context switches
and thus enhances performance.
11.
- Umsækjandi / Applicant: Aðalsteinn Pálsson
- Deild / Department: Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science
- Doktorsnemi / Doctoral Student: Aðalsteinn Pálsson
- Leiðbeinandi / Supervisor: Yngvi Björnsson
- Heiti verkefnis / Project title: Útskýringar á Ákvörðunum Gervigreindra Agenta/Explaining the Actions of Intelligent Game-Playing Agents
Stutt lýsing á verkefninu:
Tölvukerfi sem byggja á gervigreind eru í
síauknu mæli að hafa áhrif á okkar daglega líf. Flækjustig slíkra kerfa er
einnig sífellt að aukast, m.a. vegna þess að þau nota oft flókin líkön (s.s.
tauganet) og íhuga milljónir mögulegra lausna við sína ákvarðanatöku. Eftir því
sem flækjustigið eykst, því erfiðara verður fyrir okkur manneskjunar að skilja
rökin að baki ákvörðunum kerfanna, sem getur hafa áhrif á hversu traustverðug
þau eru. Þessi styrkumsókn snýst um að þróa aðferðir til að útskýra ákvarðanir
gervigreindra agenta sem nota bæði djúp-tauganet og leitar-algorithma við sína
ákvarðanatöku. Þróun nýjunga felur í sér annars vegar að þróa og útvíkka
útskýringar-aðferðir sem hingað til hafa helst verið notaðar fyrir
myndgreiningaralgorithma yfir á slíka agenta, auk þess að útskýra á mannamáli
áhrif leitar-algrímanna á ákvarðanatökuna. Ef vel tekst til getur þessi rannsóknarvinna
haft víðtæk áhrif á möguleika gervigreindaragenta til þess að útskýra þankagang
sinn, og byggja þar með upp aukið traust frá notendum, sem hjálpar til við
innleiðingu slíkra lausna. / Artificial intelligence (AI) based systems are
increasingly affected by our daily lives. Such
intelligent computer agents are getting increasingly complex, for example,
employing learned machine-learning models and extensive lookahead search, often
exploring millions of possibilities. Unfortunately, as the complexity of those
systems grows, it becomes more difficult to understand the rationality behind
their decisions. This proposal proposes developing methods for explaining the
decisions of intelligent (game-playing) agents' that employ deep neural-network
models and heuristic search to make decisions, expanding on the current
state-of-the-art of explainable AI (XAI) in two ways. First, by enhancing
image-based XAI methods to apply to a broader set of problem domains and,
second, by explaining the think-a-head reasoning process (the search). If
successful, this work could have a widespread impact by allowing intelligent
agents that use both models and search to better explain the rationality behind
their decisions, thus building more valuable and trustworthy AI-based agents.
12.
- Umsækjandi / Applicant: Guolin Fang
- Deild / Department: Verkfræðideild/Department of Engineering
- Doktorsnemi / Doctoral Student: Guolin Fang
- Leiðbeinandi / Supervisor: Jón Guðnason
- Heiti verkefnis / Project title: Talgreinir og talgervill með einni lotu sem grunneining/Epoch dependent ASR and TTS models
Stutt lýsing á verkefninu:
Á sviði talmerkjavinnslu, sem felur í sér
talgervingu og talgreiningu, hefur nýlega orðið mikil aukning á aðferðum sem
nýta vélrænt gagnanám til heilstæðra lausna. Þessar aðferðir framkvæma allt það
verkefni að umbreyta tali í texta og öfugt. Þetta skapar vandamál þegar reynt
er að leysa næstu stóru áskorun í máltækni; orðræðu og auðkenningu talenda.
Heildstæðu vélanámsaðferðirnar hunsa áratuga rannsóknir á taleiginleikum. Við
leggjum til nýtt kóðunarlag sem skiptir hverjum talhluta í hluti af breytilegri
stærð sem kallast lotur í stað hefðbundinna fastra 25 ms glugga sem notaðir eru
í núverandi bókmenntum. Með því að nota þetta kóðunarlag verða eiginleikar
talmerksins varðveittir og myndu ekki skemmast meðan á útdráttarferlinu
stendur, sem gerir okkur kleift að gera fleiri eiginleikaútdrætti í
eftirfarandi lögum. Að auki munum við beita nýja kóðurnarlagi okkar í (e.
Supervised learning) til að tákna taleiginleika í samhengi vélræns gagnanáms. /
The field of speech signal processing, which includes
text-to-speech and automatic speech recognition, has recently seen a dramatic
increase in end-to-end machine learning approaches. These approaches perform
the entire task of transforming speech into text and vice versa. This creates a
problem when attempting to solve the next big challenge in language technology;
prosody, and speaker identification. The end-to-end machine learning approaches
ignore decades of speech feature research. We propose a new encoding layer that
divides each speech segment into dynamically sized segments called epochs,
instead of the traditional fixed 25 ms windows used in current literature.
Using this encoding layer, the feature of the speech signal will be preserved
and would not be damaged during the feature extraction process, which allows us
to do more feature extraction in the following layers. In addition, we will
apply our novel speech epoch layer in a supervised method of representing
speech features in a machine learning context.
Framhaldsstyrkir 2023
Umsækjandi / Applicant | Heiti verkefnis / Project title | Deild / Department | Doktorsnemi / Doctoral student |
Kristinn Torfason | Eiginleikar rafeindageisla frá rafeindalindum/Properties of Electron Beams from Microstructured Emitters | Verkfræðideild/Department of Engineering | Yuan Zhou |
Snæfríður Guðmunds-dóttir Aspelund | Hugræn virkni fyrir skurðaðgerð við brjóstakrabbameini og áhrif ljósameðferðar á hugræna virkni eftir skurðaðgerð/Cognitive Impairment Prior to Breast Cancer Surgery and the Impact of Bright Light Therapy on Cognitive Function Following Surgery | Sálfræðideild/Department of Psychology | Snæfríður Guðmundsdóttir Aspelund |
Rachel Elizabeth Brophy | Atomistic studies for organo-halide materials for photovoltaics/Integrated Geothermal Power Plant and Eco-Industrial Park – Advanced physics-based and data-driven methods for increasing operational efficiency | Verkfræðideild/Department of Engineering | Rachel Elizabeth Brophy |
Sævar Már Gústavsson | Hugrænn skilningur á háskahugsun og öryggisleitandi hegðun í almennri kvíðaröskun/Cognitive analysis of threat beliefs and safety-seeking behaviours in generalised anxiety disorder | Sálfræðideild/Department of Psychology | Sævar Már Gústafsson |
Arash Sheikhlar | Flutningur á orsakasamþekkingum í gegnum rökleysu sem ekki er axiomatic/Causal Knowledge Transfer via Non-Axiomatic Reasoning | Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science | Arash Sheikhlar |
Illugi Torfason Hjaltalín | Gervigreind á 21. öldinni: þróun, hagnýting og innleiðing gervigreindar í opinbera geiranum á Íslandi/Artificial Intelligence in the 21st Century: Developing, Implementing and Deploying AI in Iceland's Public Sector | Viðskiptadeild/Department of Business Administration | Illugi Torfason Hjaltalín |
Björn Jón Bragason | Embætti þjóðhöfðingja Íslands. Frá stofnun konungsríkisins Íslands til vorra daga/The Office of the Head of State in Iceland from the founding of The Kingdom of Iceland in 1918 until present days | Lagadeild/Department of Law | Björn Jón Bragason |
Ferðastyrkir 2023 / Ph.D. Student Travel Grant 2023
Umsækjandi / Applicant | Heiti verkefnis / Project title | Deild / Department | Doktorsnemi / Doctoral student |
Camilla Carpinelli | Gagnafræði og vélanám fyrir sjálfbærni: Greining, spá og mæling á sjálfbærri innkaupahegðun og matarneyslu/Data Science and Machine Learning for Sustainability: Analysing, Predicting and Measuring Sustainable Purchasing Behaviour and Food Consumption | Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science | Camilla Carpinelli |
Ioana Duta-Visescu | Óljós vandamál og skipulagðir nemendur: Aukin hæfni miðuð að notendum/Wicked Problems and Structured Students: Extending User Centred Design Skills | Tölvunarfræðideild/Department of Computer Science | Ioana Duta-Visescu |
María Sigríður Guðjónsdóttir | Sustainable utilization and optimization of the operation of geothermal power plants using reservoir stock modelling | Verkfræðideild/Department of Engineering | Arkaitz Manterola Donoso |
Styrkir 2022
1. Umsækjandi: Giulio Mori
- Deild: Tölvunarfræðideild
- Doktorsnemi: Giulio Mori
- Leiðbeinandi: David James Thue, Stephan Schiffel
- Heiti verkefnis / Project title: Hugbúnaðarumgjörð til að meta upplifunarstjórnendur/Platform for the Evaluation of Experience Managers
Stutt lýsing á verkefninu: Upplifunarstjórnun er fræðasvið sem nýtir gervigreindartækni til að bæta gagnvirka upplifun fólks með því að breyta umhverfi þess á meðan upplifuninni stendur. Til dæmis, gæti upplifunarstjóri snjallsímaforrits fyrir útsýnisferðir gert breytingar á leiðinni að næsta áningastað sem tækju mið af fjölda þeirra sem eru staddir á þeim stað, til að bæta heildarupplifunina. Fram að þessu hafa rannsakendur skapað marga gervigreinda stjórendur til að bæta margskyns upplifun í samhengi við fræðslu, frásagnir og leiki.Aftur á móti kemur ákveðin sundrung í veg fyrir eðlilega framþróun á sviðinu, en þar standa tvö grundvallar vandamál hæst: (i) engin almenn leið er til að skilgreina verk upplifunarstjórnunar, (ii) engin almenn tæknileg umgjörð er til staðar til að meta og bera saman niðurstöður. I mínu verkefni mun ég tækla þennan skort með því að þróa samskiptareglur sem rannsakendur geta notað til að skilgreinaupplifunarstjórnunarverk og þróa alhliða hugbúnaðarumgjörð til að meta og bera saman mismunandi upplifanir.
2. Umsækjandi: Sævar Már Gústavsson
- Deild: Sálfræðideild/Dept. of Psychology
- Doktorsnemi: Sævar Már Gústavsson
- Leiðbeinandi: Paul M. Salkovskis, Jón F Sigurðsson
- Heiti verkefnis / Project title: Hugrænn skilningur á háskahugsun og öryggisleitandi hegðun í almennri kvíðaröskun/Cognitive analysis of threat beliefs and safety-seeking behaviours in generalised anxiety disorder
Stutt lýsing á verkefninu: Almenn kvíðaröskun er algeng geðröskun sem getur haft mikil áhrif á líf einstaklinga og einkennist af óhóflegum og ágengum áhyggjum. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er gagnreynd meðferð við almennri kvíðaröskun. Hins vegar er meðferðarárangur af HAM við almennri kvíðaröskun lægri samanborið við öðrum kvíðaröskunum, svo sem félagskvíða eða áfallastreituröskun. Á undanförnum þremur áratugum hefur meðferðarárangur HAM við kvíðaröskunum aukist nema við almennri kvíðaröskun. Mesti áhrifaþáttur aukins meðferðarárangurs við kvíðaröskunum er aukinn skilningur á lykil viðhaldsþáttum líkt og háskahugsun og öryggisleitandi hegðun. Í dag er hlutur þessara þátta vel skilgreindur í öllum kvíðaröskunum að almennri kvíðaröskun undanskyldri. Markmið þessa verkefnis er að auka skilning okkar á háskahugsun og öryggisleitandi hegðun í almennri kvíðarsökun sem mun hafa leiðbeinandi áhrif á meðferð og auka meðferðarárangur. Rannsóknartilgátur verkefnisins eru: 1) háskahugsanir hjá einstaklingum með almenna kvíðaröskun hefur áhrif á öryggisleitandi hegðun þeirra sem svo aftur viðheldur háskahugsun til lengri tíma (rannsókn 1 og rannsókn 2) og 2) með því að hafa áhrif á háskahugsun og öryggisleitandi hegðun í meðferð má minnka einkenni óhóflegra og ágengra áhyggna, sem eru höfuðeinkenni almennrar kvíðaröskunar, og ýta undir klínískan bata (rannsókn 3).
3. Umsækjandi / Applicant: Elli Anastasiadi
- Deild: Tölvunarfræðideild/Dept. of Computer Science
- Doktorsnemi: Elli Anastasiadi
- Leiðbeinandi: Luca Aceto, Anna Ingólfsdóttir
- Heiti verkefnis / Project title: Keyrslutíma- og jöfnusannprófun samhliða forrita/Runtime and Equational Verification of Concurrent Programs
Stutt lýsing á verkefninu: Nútíma hugbúnaður er yfirleitt hannaður eða neyddur til að keyra samhliða öðrum forritum til að spara tíma. Hins vegar eykur krafan um samhliða keyrslu flækjustig slíks hugbúnaðar - sem veldur dýrum og skaðlegum villum – og um leið kostnað við að sannreyna hugbúnaðinn. Auk þess býður handvirk sannprófun upp á hættu á mannlegum mistökum. Þann veikleika er hægt að forðast með formlegum stærðfræðilegum greiningaraðferðum. Hér skoðum við undirstöður tveggja aðferða til að sannreyna fjölþráða kerfi formlega. Við notum ferlaalgebru sem líkan fyrir fjölþráða vinnslu, og fyrsta nálgun okkar notar jöfnurökfræði, sem er klassísk aðferð til að greina slík kerfi. Í þessum hluta leitum við að jöfnufrumsemdukerfi fyrir Milner's CCS (samskiptakerfagrunnreikning) miðað við veik tvílíkindi (weak bisimilarity), sem er mikilvægt hugtak um jafngildi ferla sem liggur til grundvallar formlegri sannprófun þegar einingar geta framkvæmt reikninga á milli samskiptaskrefa. Seinni nálgun okkar skoðar hvers konar tímarökfræði má nota til að tjá kröfur til samhliða kerfa og beinir sjónum að því hvaða eiginleika slíkra rökfræðikerfa unnt er að sannprófa á keyrslutíma. Loks er stefnt að því að sjálfvirknivæða uppbyggingu þessara vöktunarkerfa til að útrýma mannlegum mistökum alfarið. Árangur þessa verkefnis mun bæði hafa áhrif á rannsóknarhópa og auka möguleika formlegra sannprófunaraðferða á sviði samtímis keyrslu forrita.
4. Umsækjandi: Snæfríður Guðmundsdóttir
- Deild: Sálfræðideild/Dept. of Psychology
- Doktorsnemi: Snæfríður Guðmundsdóttir
- Leiðbeinandi: Heiðdís B. Valdimarsdóttir, Birna Baldursdóttir
- Heiti verkefnis / Project title: Hugræn virkni fyrir skurðaðgerð við brjóstakrabbameini og áhrif ljósameðferðar á hugræna virkni eftir skurðaðgerð/Cognitive Impairment Prior to Breast Cancer Surgery and the Impact of Bright Light Therapy on Cognitive Function Following Surgery
Stutt lýsing á verkefninu: Ein algengasta aukaverkun meðferðar við brjóstakrabbameini er krabbameinstengdur hugrænn vandi (e. cancerrelated cognitive impairment). Fyrri rannsóknir hafa aðallega skoðað áhrif lyfjameðferðar á hugræna virkni, þó vísbendingar gefi til kynna að vandinn geti byrjað áður en krabbameinsmeðferð hefst. Rannsóknir sýna að skurðaðgerð getur truflað dægursveiflur líkamans (e. circadian rhythms) sem aftur getur haft áhrif á hugræna virkni. Þar sem krabbameinstengdur hugrænn vandi hefur ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér er síaukin þörf á meðferð. Ljósameðferð (LM) er einföld og ódýr en rannsóknir hafa sýnt að hún getur endurstillt dægursveiflur brjóstakrabbameinssjúklinga og aukið hugræna virkni. Fyrirhuguð rannsókn mun mæla hugræna virkni, dægursveiflur, svefngæði, þreytu, þunglyndi og kvíða hjá 160 brjóstakrabbameinssjúklingum fyrir og eftir skurðaðgerð og hjá 160 heilbrigðum einstaklingum til viðmiðunar. Eftirfarandi rannsóknarspurningar verða kannaðar í þremur rannsóknum: 1) Eru brjóstakrabbameinssjúklingar með verri hugræna virkni fyrir meðferð miðað við heilbrigða einstaklinga og tengist virknin truflun í dægursveiflum og auknum svefnvanda. 2) Eykst krabbameinstengdur hugrænn vandi eftir skurðaðgerð miðað við heilbrigða samanburðarhópinn og tengist hann frekari truflun á dægursveiflum. 3) Getur LM dregið úr eða komið í veg fyrir krabbameinstengdan hugrænan vanda. Þetta er fyrsta rannsóknin sem kannar áhrif LM á krabbameinstengdan hugrænan vanda.
5. Umsækjandi: Rachel Elizabeth Brophy
- Deild: Verkfræðideild/Dept. of Engineering
- Doktorsnemi: Rachel Elizabeth Brophy
- Leiðbeinandi: Andrei Manolescu, Halldór Guðfinnur Svavarsson
- Heiti verkefnis / Project title: Atomistic studies for organo-halide materials for photovoltaics/Integrated Geothermal Power Plant and Eco-Industrial Park – Advanced physics-based and data-driven methods for increasing operational efficiency
Stutt lýsing á verkefninu: Halíð perovskít eru ný og vænleg byggingarefni sólarhlaða sem eru ódýrari en kísill og með hátt nýtnihlutfall eða um 20%. Algengasta efnisgerðin er metílammóníum blý halíð , CH$_3$NH$_3$PbI$_3$ (e. methylammonium lead halide), einnig þekkt sem MAPI. Við notkun brotnar MAPI hins vegar gjarnan hraðar niður en önnur efni. Helsta ástæða niðurbrotsins er færsla joð jóna og flutningur þeirra innan efnisins. Í þessu verkefni verða jónahreyfingar í perovskít efni rannsakaðar með hermun hreyfiaflfræði sameinda í tölvum. Markmiðið er að skilja þau skilyrði þegar jónaflutningur á sér stað og hvernig tilsvarandi rafhleðsla safnast saman. Í kjölfarið verða skoðaðar lausnir til að auka stöðugleika efnisins með frekari tölvuhermun, svo sem með breytingum á lífrænum sameindum, breytingu halógens, aukningu málmeinda í kristalbyggingunni og fleira. Á þriðja ári verkefnisins, í kjölfar tölvuhermanna, mun fara fram tilrunaframleiðsla á perovskít sólarhlöðum með notkun ákjósanlegustu aðferðarinnar sem hámarkar nýtni og stöðugleika.
6. Umsækjandi: Óskar Sigþórsson
- Deild: Verkfræðideild/Dept. of Engineering
- Doktorsnemi: Óskar Sigþórsson
- Leiðbeinandi: Brian Elmegaard, Torben Schmidt Ommen, María Sigríður Guðjónsdóttir, Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir
- Heiti verkefnis / Project title: Jarðvarmaorkuver og auðlindagarður - Varmafræðiegar og gagnadrifnar aðferðir til að bæta rekstrarnýtni/Integrated Geothermal Power Plant and Eco-Industrial Park – Advanced physics-based and data-driven methods for increasing operational efficiency
Stutt lýsing á verkefninu: Til að bregðast við loftlagsvánni þarf hluti endurnýjanlegra orkugjafa að aukast. Aukin og betri nýting á jarðvarmaorku er einn af möguleikunum til þess. Að nýta jarðhitann til rafmagnsframleiðslu er áskorun, bæði tæknilega og fjárhagslega séð. Steinefni og óþéttanleg gös eru uppleyst í jarðhitavökvanum sem veldur aðstæðum þar sem útfelling og tæring eiga sér stað. Af þessum sökum er því brýn þörf að fylgjast vel með rekstri virkjunarinnar. Með því að tengja auðlindagarð við jarðvarmavirkjun er hægt að nýta auðlindastrauma sem annars væru ónýttir. Bestun á nýtingu auðlindastrauma frá orkuverinu og milli fyrirtækja innnan auðlindagarðsins er því afar mikilvægt verkefni. Í þessu PhD verkefni er markmiðið að þróa nýstárlegar aðferðir til að fylgjast með orkunýtingu og í samþættingu í iðnaðarferlum jarðvarmaorkuvera. Tilgáta verkefnisins er eftirfarandi: Hægt er að bæta nýtingu jarðhitans í jarðvarmaorkuverinu og auðlindagarði þess. Undirtilgáturnar tvær eru: 1) Með betri varmafræðilegum skilningi er hægt að nýta betur strauma í auðlindagarðinum og 2) Með betri skilning á orkukerfinu og bættum aðferðum til að fylgjast með rekstri orkurversins, þ.m.t. til að greina bilanir fyrr og mæla áhrif þeirra, er hægt að bæta rekstur orkuversins.
7. Umsækjandi: Lilja Guðrún Jóhannsdóttir
- Deild: Tölvunarfræðideild/Dept. of Computer Science
- Doktorsnemi: Lilja Guðrún Jóhannsdóttir
- Leiðbeinandi: Anna Sigríður Islind, María Óskarsdóttir, Þrúður Gunnarsdóttir
- Heiti verkefnis: Hvernig auka stafrænar hnippingar notkun sjúklinga á sjálfseftirlitshugbúnaði?/Digital nudging to increase patient engagement in a self-management platform
Stutt lýsing á verkefninu: Þrálátir lífstílstengdir sjúkdómar í kjölfar óheilbrigðs lífernis eru ein helsta orsök ótímabærra dauðsfalla. Sjúklingar með þráláta sjúkdóma fá upplýsingar og stuðning frá sjálfseftirlitshugbúnaði til að taka skynsamari ákvarðanir varðandi eigin heilsu. Aftur á móti getur óvirk notkun á slíkum hugbúnaði leitt til þess að hann nýtist sjúklingum ekki sem skyldi. Innleiðing stafrænna hnippinga, sem byggðar eru á atferlishagfræði og sálfræði, inn í hönnun sjálfseftirlitshugbúnaðar kann að auka notkunina og styðja betur við ákvarðanatöku sjúklinga. Markmið þessarar rannsóknar er þríþætt. Í fyrsta lagi að þróa stafrænar hnippingar sem fjölga heimsóknum í hugbúnaðinn. Í öðru lagi að þróa stafrænar hnippingar sem hvetja sjúklinga til að eyða auknum tíma innan hugbúnaðarins í hverri heimsókn. Í þriðja lagi að framkvæma samanburðarmælingar þar sem gögn um virkni sjúklinga frá snjallúrum eru borin saman við notkunarupplýsingar úr sjálfseftirlitshugbúnaðinum. Við búumst því að stafrænar hnippingar auki notkun á hugbúnaðinum og hafi þar af leiðandi jákvæð áhrif á heilsu sjúklinga með þráláta sjúkdóma.
Framhaldsstyrkir 2022
Umsækjandi | Heiti verkefnis | Deild | Doktorsnemi |
Arash Sheikhlar | Flutningur á orsakasamþekkingum í gegnum rökleysu sem ekki er axiomatic/Causal Knowledge Transfer via Non-Axiomatic Reasoning | Tölvunarfræðideild/Dept. of Computer Science | Arash Sheikhlar |
Halldór Guðfinnur Svavarsson | Þrýsti-háð rafviðnám í örgrönnum kísilvírum/Piezoresistance of silicon-nanowire arrays | Verkfræðideild/Dept. of Engineering | Elham Aghabalaei Fakhri |
Kristinn Torfason | Eiginleikar rafeindageisla frá rafeindalindum/Properties of Electron Beams from Microstructured Emitters | Verkfræðideild/Dept. of Engineering | Yuan Zhou |
Paolo Gargiulo | Magnið eftir stellingu og hreyfissjúkdómi með því að meta lífmerki við eftirlíkingu með sýndarveruleika/Quantifying postural control and motion sickness assessing biosignals during virtual reality simulation | Verkfræðideild/Dept. of Engineering | Deborah Cecelia Rose Jacob |
Maxime Elliott Tullio Segal | Hönnun fjárhlutfallskveikja fyrir skilgreind breytanleg skuldabréf/Designing Capital Ratio Triggers for Contingent Convertibles | Verkfræðideild/Dept. of Engineering | Maxime Elliott Tullio Segal |
Björn Jón Bragason | Embætti þjóðhöfðingja Íslands. Frá stofnun konungsríkisins Íslands til vorra daga/The Office of the Head of State in Iceland from the founding of The Kingdom of Iceland in 1918 until present days | Lagadeild/Dept. of Law | Björn Jón Bragason |
Illugi Torfason Hjaltalín | Gervigreind á 21. öldinni: þróun, hagnýting og innleiðing gervigreindar í opinbera geiranum á Íslandi/Artificial Intelligence in the 21st Century: Developing, Implementing and Deploying AI in Iceland's Public Sector | Viðskiptadeild/Dept. of Business Administration | Illugi Torfason Hjaltalín |
COVID-19 styrkir 2022
Umsækjandi | Heiti verkefnis | Deild | Doktorsnemi |
Émile Nadeau | Útvíkkun á Combex-aðferðinni/Extending the Combex framework | Tölvunarfræðideild/Dept. of Computer Science | Émile Nadeau |
Hlín Kristbergsdóttir | Sálfélagslegir áhrifaþættir á fæðingu og nýbura/Psychosocial risk factors for childbirth interventions and neonatal outcomes | Sálfræðideild/Dept. of Psycholoy | Hlín Kristbergsdóttir |
Marco Recenti | Assessment, diagnostics and prediction models to advance digital health | Verkfræðideild/Dept. of Engineering | Marco Recenti |
Duncan Paul Attard | Tryggja Réttleika í Dreifðum Kerfum/Ensuring Correctness in Distributed Systems | Tölvunarfræðideild/Dept. of Computer Science | Duncan Paul Attard |
Sigurður Ingi Erlingsson | Greining á Shubnikov-de Haas sveiflum í tvívíðu rafeindagasi með spuna-brautar og Zeeman víxlverkun/Analytical results for Shubnikov-de Haas oscillations in a two-dimensonal electron gas with spin-orbit and Zeeman coupling | Verkfræðideild/Dept. of Engineering | Hamed Gramizedeh |
Magnus de Witt | Sjálfbær orkuframleiðsla í dreifbýlum norðurslóðum. Greining á auðlindum, tækni og stefnumótun við hönnun orkukerfa/Sustainable Energy Supply in Unconnected Arctic Areas: Analysis of resources, technology and policies for designing energy systems | Verkfræðideild/Dept. of Engineering | Magnus de Witt |
Heiðdís B. Valdimarsdóttir | Áhrif ljósameðferðar á krabbameinstengda þreytu hjá konum með brjóstakrabbamein | Sálfræðideild/Dept. of Psycholoy | Huldís Franksdóttir Daly |
Styrkir 2021
Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr. Alls bárust 19 nýjar umsóknir. Hér að neðan eru upplýsingar um ný verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum 2021. Hver styrkur eru laun að upphæð 454.000 kr. á mánuði í eitt ár + allt að 300.000 kr. í ferðastyrk. Auk nýrra verkefna sem sjóðurinn styrkir 2021, eru 5 verkefni sem fá framhaldsstyrk (2. eða 3. árið) að heildarupphæð 28.740.000 kr. Heildarúthlutun 2021 úr Rannsóknasjóði HR er 86.220.000 kr.
Styrkir til nýrra verkefna 2021
- Umsækjandi: Kristinn Torfason
Deild: Verkfræðideild
Doktorsnemi: NN
Leiðbeinandi: Kristinn Torfason, Ágúst Valfells og Andrei Manolescu
Heiti verkefnis: Eiginleikar rafeindageisla frá rafeindalindum
Stutt lýsing á verkefninu: Markmið verkefnisins er að auka skilning á lofttóms rafeindatækni á nano og míkro-metra skala. Til þess er notað forrit sem umsækjandinn hefur búið til og verður það forrit þróað frekar í verkefninu. Forritið er hermunarforrit sem hægt er að nota til að líkja eftir ljós-, sviðs- og hitaröfun í díóðum. Lagt er til að bæta við kóðann aukna sviðröfun vegna jóna, röfun rafeinda frá hliðum kolefnisnanórörs, röfun rafeinda frá kornamörkum og áhrif hitunar á rafeindalindir. - Umsækjandi: Paolo Gargiulo
Deild: Verkfræðideild
Doktorsnemi: Deborah Cecelia Rose Jacob
Leiðbeinandi: Paolo Gargiulo
Heiti verkefnis: Magnið eftir stellingu og hreyfissjúkdómi með því að meta lífmerki við eftirlíkingu með sýndarveruleika
Stutt lýsing á verkefninu: Styrk umsókn þessi tekur til rannsókna á stöðustjórnun og hreyfiveiki, en sjóveiki er best þekkta birtingamynd hreyfiveiki amk. meðal íslendinga. Rannsóknirnar byggja á nýrri aðferðarfræði sem:
- Nýtir sér nýjustu tækni sem tekur til sjónræns- og hreyfanlegs sýndarveruleika, nokkuð sem kalla má hreyfiveikihermi.
- Safnar fjölda lífmerkja sem gefa til kynna að einstaklingur sé útsettur fyrir hreyfiveiki en þar er meðal margra, heila- og vöðvarafrit áberandi ásamt stöðuritun.
- Samhæfir örvun/ertingu hermisins við mælanleg lífmerki þeirra sem í honum er hverju sinni og vinnur úr þeim gögnum með hjálp gervigreindar. Þannig má greina algrými sem skýra betur og stykja virkni stöðustjórnunar og orsakir hreyfiveiki, en það leggur grunn að öðrum markmiðum rannsóknarinnar sem eru:
• Að skýra betur kerfi stöðustjórnunar.
• Að kanna og leggja til nýjar hugmyndir að orsökum hreyfiveiki.
• Að þróa og staðla virkni sjónrænnar- og eiginlegar hreyfingar hermisins þ.e. gerð/eðli og magn/styrkur sem best framkallar þau einkenni sem leitast er eftir að greina með þeim lífmerkjum sem valin hafa verið.
Með því má:
• Að beita herminum til meðferðar á hreyfiveiki/sjóveiki. Með því má bæta líðan þeirra er starfa í hreyfiríku umhverfi ss. á sjó og á sama tíma auka öryggi þeirra.
• Að kanna og staðla hóp hreyfiveiki næmra en það er grundvöllur frekari erfðarrannsókna á hreyfiveikinæmum einstaklingum.
Að beita herminum til greiningar og meðferðar á vandamálum er tengjast truflun á stöðustjórnun - Umsækjandi: Leonard Matthias Eberding
Deild: Tölvunarfræðideild
Doktorsnemi: Leonard Matthias Eberding
Leiðbeinandi: Kristinn R. Þórisson
Heiti verkefnis: Sjálfvirk samhengisbundin skynjun fyrir gerfigreindar arkitektúra
Stutt lýsing á verkefninu: Grunnur fyrir hverskonar greind er skynjun umhverfisins. Hin gífurlegi fjöldi stöðurýmisbreyta er þó stórt vandamál fyrir vitvélar sem eiga að starfa í raunveruleikanum. Slík umhverfi eru of flókin fyrir núverandi nálganir sem byggja á Markovákvarðanaferlum og Markov-líkönum fyrir áætlunar- og gildisútreikninga. Þessi gífurlegi fjöldi vídda gerir það ómögulegt að varpa á milli stöðu og aðgerða. Því þarf kerfi til að minnka stöðu– (og þar með) leitar–rými vitvéla.
Til að takast á við þetta vandamál leggjum fram kenningu um samhengisbundna skynjun— þann hæfileika að draga fram samhengisbundnar há-stigs tengingar fyrir hrá skynjunar gögn. Með því að beyta ofurnetum og ófrumsendulegum líkönum má skapa vitvélar sem getur hópað saman þekkingu á leggjum ofurneta. Þar með er hægt að draga fram gögn sem eru viðeigandi fyrir núverandi ástand (verkefni og umhverfi) og nota þessar tengingar til að takmarka skynjanir. Stærfræðileg kenning um sköpun samhengis með ofurnetum verður sett fram á stærðfræðilega formlegan máta, Möguleikarnir á takmörkun leitar-rýma, og forrituð útgáfa af þessháttar skynjunar búnaði er fyrirhuguð í þessu verkefni. Eins og kemur farm í þessari umsókn er innkoma samhengisbundnar skynjunar fyrir gerfigreindar kerfi lofvæn leið að viðhaldanlegum, sanngjörnum, vistvænu, og hagkvæmum gerfigreindar arkitektúr. - Umsækjandi: Marta Serwatko
Deild: Verkfræðideild
Doktorsnemi: Marta Serwatko
Leiðbeinandi: Erna Sif Arnardóttir og Jón Guðnason
Heiti verkefnis: Þróun nýrra aðferða til að meta svefnháðar öndunartruflanir, bæði hjá börnum og fullorðnum
Stutt lýsing á verkefninu: Hin hefðbundna aðferð til að mæla alvarleika kæfisvefns, talning öndunaratburða með fjölda öndunarhléa á klst svefns (apnea-hypopnea index, AHI) er úrelt. AHI endurspeglar aðeins að hluta til róf svefnháðra öndunartruflana, sem nær allt frá hrotum að alvarlegum kæfisvefni. Þetta gildir fyrir öll aldursbil og er aðferðin sérstaklega ónákvæm þegar kemur að börnum. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að þróa betri mælikvarða til að skilgreina svefnháðar öndunartruflanir, bæði hjá börnum og fullorðnum. Í þessari rannsókn stefnum við að því að skilja betur þær lífeðlisfræðilegu afleiðingar, mældar bæði með ífarandi og ekki ífarandi aðferðum. Annað markmið rannsóknarinnar er einnig að finna nýja mælikvarða fyrir svefnháðar öndunartruflanir og kanna hvaða áhrif þeir hafa á stöðugleika svefns sem og frammistöðu og líðan á daginn (mælt með taugasálfræðilegum prófum, spurningalistum, niðurstöðum samræmdra prófa) samanborið við hefðbundnar mæliaðferðir á kæfisvefni. Rannsóknarúrtakið samanstendur af tveimur hópum; Esophageal pressure (Pes) úrtaki (31 fullorðnir þátttakendur) og Paediatric sleep study (116 þátttakendur, börn fædd á árunum 2005-10). Breytileiki svefnháðra öndunartruflana í báðum hópum er mikill, hann nær frá fullhraustum einstaklingum til alvarlegs kæfisvefns. Í Pes úrtaki var gerð svefnmæling samhliða vélindaþrýstingsmælingu. Upplýsingasöfnun í barnaúrtaki samanstóð af niðurstöðum úr taugasálfræðilegum prófum, samræmdum prófum og spurningalistum ásamt svefnmælingum. - Umsækjandi: Maxime Elliott Tullio Segal
Deild: Verkfræðideild
Doktorsnemi: Maxime Elliott Tullio Segal
Leiðbeinandi: Sverrir Ólafsson og Heiðar Ingvi Eyjólfsson
Heiti verkefnis: Hönnun fjárhlutfallskveikja fyrir skilgreind breytanleg skuldabréf
Stutt lýsing á verkefninu: CoCos (Contingent Convertibles) eru fjármálagjörningar, sem njóta sífelt meiri vinsælda hjá bönkum. Megin tilgangur CoCos er myndun n.k. höggdeyfara, sem stuðla að viðhaldi settra markgilda fyrir fjár – og greiðslugetuhlutföll útgefanda. Aðal viðfangsefni þessa verkefnis er annars vegar þróun áreiðanlegra reikniaðferða fyrir verðlagningu bréfanna og hins vegar hönnun líkana fyrir CoCo bréf, sem mynda traustar varnir gegn versnandi fjárstöðu útgefandi banka. Tilgangurinn með útgáfu CoCos er fyrst og fremst sá að verja fjármálakerfið gegn mögulegu hruni bankakerfisins á erfiðum tímum.
CoCos eru undir eðlilegum kringumstæðum venjuleg argreiðslu skuldabréf, sem undir ákveðnum fjár - og greiðslugetu aðstæðum breytast í hlutafé útgefandi fyrirtækis. Það sem gerir verðlagningu CoCos sérstaklega flókna er að breyting þeirra í hlutafé getur verið tímabundin, sem er háð bættri fjár – og greiðslugetu bankans. Verðlagning CoCos fyrir allar mögulegar útkomur krefst líkana fyrir þróun á fjár – og greiðslugetuhlutföllum og sérstaklega líkunum á því að þau séu yfir ákveðnum gildismörkum. Við gerum ráð fyrir því að hægt sé að líta á CoCos sem safn mismunandi gjörninga. Með því að kljúfa CoCos niður í mismunandi gjörninga fáum við betri skilning á hátterni þeirra við erfiðar markaðsaðstæður og eins hvernig er rétt að verja stöðu útgefandi fyrirtækis. Líkanið verður síðan kvarðað á markaðs gögnum til að ná sem bestri vörn gegn óhagstæðum markaðsbreytingum. - Umsækjandi: Hákon Örn Árnason
Deild: Verkfræðideild
Doktorsnemi: Hákon Örn Árnason
Leiðbeinandi: Ágúst Valfells og Halldór Guðfinnur Svavarsson
Heiti verkefnis: Smíði á ördíóðu sem THz straumvaki
Stutt lýsing á verkefninu:
Þetta verkefni er eins árs viðbót á rannsóknarverkefni sem lýtur að notkun ördíóðu til að vekja breytilegan straum með THz tíðni. Þetta kallar á harðgerða ljóskatóðu með afmörkuðum straumlindum. Verkefnið sem hér er lýst snýr að vali og prófun á hentugum ljóskatóðum, annars vegar þeim er byggja á GaAs og hins vegar þeim er gerðar eru úr hreinum málmi. Eiginleikar ljósröfunar frá GaAs með mismunandi yfirborðsmeðhöndlun verða rannsakaðar. Að sama skapi verða rannsakaðir ljósröfunareiginleikar hreinna málma, sérstaklega með tilliti til blæsingar (e. ablation). Verkefnið felur í sér smíði og prófun ördíóðu með tilliti til straum-spennu eiginleika við ljósröfun. - Umsækjandi: Zelly Rose Atlan
Deild: Sálfræðideild
Doktorsnemi: Zelly Rose Atlan
Leiðbeinandi: Rannveig S. Sigurvinsdóttir
Heiti verkefnis: Hinsegin Streitukenning á Íslandi
Stutt lýsing á verkefninu: Fyrsta ári þessarar rannsóknar verður varið í að meta tengsl hinsegin kynhneigðar við geðheilsu (þunglyndi og streita) og áhættuhegðun (vímuefnanotkun, sjálfsskaði og sjálfsvígshegðun) ungmenna. Stjórnað verður fyrir áhrifum áhættuþátta, s.s. kynferðisofbeldis og ofbeldis á netinu, auk áhrifa verndandi þátta, s.s. félagslegs stuðnings. Tilgátur rannsóknarinnar eru að hinsegin ungmenni segi frá fleiri vandamálum með geðheilsu og áhættuhegðun en önnur ungmenni, og að þetta samband haldist þegar stjórnað er fyrir áhættu- og vernandi þáttum, eins og fyrri rannsóknir hafa sýnt. Næstu tveimur árum verður svo varið í að hanna og framkvæma spurningalista rannsókn til að sannreyna hinsegin streitu kenninguna (sexual minority stress theory) í fyrsta sinn í íslensku samhengi. Sú kenning er að hinsegin fólk upplifi margskonar streituvalda sem eru sérstakir fyrir þann hóp, sem leiði svo til neikvæðra áhrifa á líðan. Tilgáta þeirrar rannsóknar er að hinsegin streita sé til staðar meðal hinsegin fólks á Íslandi og að þeir þættir útskýri að einhverju leyti slæma geðheilsu og áhættuhegðun í þessum hóp. Hægt að nýta niðurstöður þessarar rannsóknar á margvíslegan hátt til að þjónusta hinsegin fólk betur og vonandi fyrirbyggja slæma heilsu. - Umsækjandi: Ingunn S. Unnsteinsdóttur Kristensen
Deild: Sálfræðideild
Doktorsnemi: Ingunn S. Unnsteinsdóttur Kristensen
Leiðbeinandi: María Kristín Jónsdóttir, Hafrún Kristjánsdóttir og Helga Ágústa Sigurjónsdóttir
Heiti verkefnis: Heilahristingur með íþróttamanna á Íslandi: Margþátta rannsókn
Stutt lýsing á verkefninu: Saga um heilahristing hefur verið tengd við verri geðræna heilsu og hugræna getu, og verri stýrihæfni.
Heilahristingar við íþróttaiðkun skipta milljónum árlega og er engin ein áreiðanleg aðferð til þess að staðfesta heilahristing með líffræðilegum mælingum. Það eru þó til mælingar sem lofa góðu. EEG mælingar og þá mælingar í sýndarveruleika eru meðal mælinga sem lofa góðu, og vegna þess að hormónaójafnvægi hefur verið tengt við heilaáverka, mælingar á hormónum. Algengara er að karlar séu þátttakendur í rannsóknum á heilahristing. Þar sem konur eru taldar líklegri til þess að fá heilahristing og upplifa verri afleiðingar í kjölfarið er þessi skortur á kvenkyns þátttakendum áhyggjuefni.
Heilahristingar á Íslandi eru líklega vangreindir, eins og annars staðar í heiminum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar eru takmarkaðar og lítið er vitað um umfangs heilahristings á Íslandi. Tilgangur þessa verkefnis er að:
1. Meta nýgengi heilahristings meðal íslenskra karla og kvenna í hópi atvinnumanna.
Þátttakendur munu koma úr fótbolta, handbolta, körfubolta og hokkí. Þátttakendum verður fylgt eftir og fylgst með þróun einkenna.
2. Meta samband hormónabreytinga og heilahristingseinkanna hjá íslenskum íþróttakonum.
3. Meta samband heilavirkni mælda í sýndarveruleika og heilahristingssögu íslenskra íþróttakvenna.
Verkefnið býður upp á einstakt tækifæri til þessa að meta flókna klíníska prófíla í hópi sem er oftast ekki skoðaður í rannsóknum. Niðurstöðu munu því nýtast í hagnýtum tilgangi. - Umsækjandi: Björn Jón Bragason
Deild: Lagadeild
Doktorsnemi: Björn Jón Bragason
Leiðbeinandi: Ragnhildur Helgadóttir og Ragnheiður Kristjánsdóttir
Heiti verkefnis: Embætti þjóðhöfðingja Íslands. Frá stofnun konungsríkisins Íslands til vorra daga
Stutt lýsing á verkefninu: Höfuðrannsóknarspurning þessa verkefnis er: Hvert er hlutverk forseta Íslands í ljósi sögu embættisins og þeirra valdheimilda sem honum er búnar lögum samkvæmt? Aldrei hefur verið unnin í senn lögfræðileg og sagnfræðileg samanburðarrannsókn á hlutverki og stöðu forseta Íslands. En rækileg og vandleg lögfræðileg rannsókn á embættinu frá sögulegu sjónarhorni og með alþjóðlegum samanburði yrði án efa mikilvægt innlegg í þær umræður sem átt hafa sér stað um embættið, og kann auk þess að varpa á það nýju ljósi. Rannsóknin verður byggð á rækilegri könnun frumheimilda sem mun án efa leiða til nýs og dýpri skilnings á embættinu. Til að skilja embættið til hlítar er mikilvægt að rannsaka rætur þess sem liggja í stofnun embættis konungs Íslands árið 1918. - Umsækjandi: Illugi Torfason Hjaltalín
Deild: Lagadeild
Doktorsnemi: Illugi Torfason Hjaltalín
Leiðbeinandi: Hallur Þór Sigurðaron
Heiti verkefnis: Gervigreind á 21. öldinni: þróun, hagnýting og innleiðing gervigreindar í opinbera geiranum á Íslandi
Stutt lýsing á verkefninu: Undanfarin áratug hefur gervigreind fengið aukna athygli fræðimanna jafnt og aðila í viðskiptalífinu. Lönd hafa séð tækifæri fólgin í því að þróa og nýta gervigreind og mörg hafa markað sér opinbera gervigreindarstefnu. Þó hagnýting gervigreindar hafi verið rannsökuð út frá tæknilegum sjónarmiðum, hafa áskoranirnar við innleiðingu og hagnýtingu gervigreindar vantað í fyrri rannsóknum. Þetta doktorsverkefni hefur það að markmiði að fylla upp í þessa eyðu með því að rannsaka áskoranirnar við innleiðingu gervigreindar hjá innlendum ríkisstofnunum. Enn fremur að rannsaka hlutverk löggjafa og hvernig opinber gervigreindarstefna getur ýtt undir þróun og nýtingu gervigreindar í opinbera geiranum. Eigindlegar og megindlegar aðferðum er beitt við öflun gagna frá ríkisstofnunum sem eru eða ætla sér að nota gervigreind. Niðurstöður rannsóknarinnar gætu haft gildi fyrir annars vegar stjórnendur sem vilja gera stefnumarkandi áætlunargerð í gervigreind og svo fræðimenn sem hvati að frekari rannsóknum.
Framhaldsstyrkir 2021
Umsækjandi | Heiti verkefnis | Deild | Doktorsnemi |
---|---|---|---|
Arash Sheikhlar | Flutningur á orsakasamþekkingum í gegnum rökleysu sem ekki er axiomatic | Tölvunarfræðideild | Arash Sheikhlar |
Émile Nadeau | Útvíkkun á Combex-aðferðinni | Tölvunarfræðideild | Émile Nadeau |
Halldór Guðfinnur Svavarsson | Þrýsti-háð rafviðnám í örgrönnum kísilvírum | Verkfræðideild | Halldór Guðfinnur Svavarsson |
Hlín Kristbergsdóttir | Sálfélagslegir áhrifaþættir á fæðingu og nýbura | Sálfræðideild | Hlín Kristbergsdóttir |
Sigurður Ingi Erlingsson | Greining á Shubnikov-de Haas sveiflum í tvívíðu rafeindagasi með spuna-brautar og Zeeman víxlverkun | Verkfræðideild | Hamed Gramizedeh |
Styrkir 2020
Doktorsnemastyrkir úr Rannsóknasjóði HR 2020
Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 5 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 28.200.000 kr. Alls bárust 15 nýjar umsóknir. Hér að neðan eru upplýsingar um ný verkefni sem hljóta styrk úr sjóðnum 2020. Hver styrkur eru laun að upphæð 445.000 kr. á mánuði í eitt ár + allt að 300.000 kr. í ferðastyrk. Auk nýrra verkefna sem sjóðurinn styrkir 2020, eru 9 verkefni sem fá framhaldsstyrk að heildarupphæð 46.310.000 kr. Heildarúthlutun 2020 úr Rannsóknasjóði HR er 74.510.000 kr.
1. Umsækjandi: Michal Krzysztof Folwarczny
- Deild: Viðskiptadeild / Dept. of Business Administration
- Doktorsnemi: Michal Krzysztof Folwarczny
- Leiðbeinandi: Valdimar Sigurðsson, Jacob Lund Orquin og Asle Fagerstrøm, Aarhus University
Heiti verkefnis: Frá áberandi markaðssetningu til eflingar á umhverfishyggju: Hvernig geta ástæður félagslegrar stöðu knúið fram val á umhverfismerktum fiski? / From conspicuous marketing to promoting environmentalism: How can social status motives drive eco-labeled fish choices?
Stutt lýsing á verkefninu:
Mengun, eyðing náttúruauðlinda og minnkun líffræðilegrar fjölbreytni leiðir til frekari þörf á jákvæðri umhverfishegðun. Í skipunarbréfi Lancet er greint frá brýnni þörf á þróun matarframleiðslu með áherslu á hollustu og sjálfbærni. Þetta verkefni miðar að því að svara spurningunni: Að hvaða marki geta ástæður félagslegrar stöðu aukið sjálfbærari fæðuneyslu?
Sú grundvallar ósk að öðlast og viðhalda góðri félagslegri stöðu knýr fram alhliða ákvarðanir. Fræðikenningin um áberandi boð (costly signaling) heldur því fram að fólk uppfylli fyrirfram ákveðið óeigingjarnt háttalag, til þessa að skapa sér stöðu, sem er undanfari fjölgunar. Kaup á umhverfisvænum vörum geta tilheyrt þessum flokki – þessar vörur eru kostnaðarsamari og hafa bein áhrif á þjóðfélagið en ekki einstaklinga og einungis efnað fólk hefur efni á þeim.
Þrátt fyrir að umhverfismerktur fiskur sé uppspretta sjálfbærni og hollmetis þá eru tiltölulega fáir viðskiptavinir sem kaupa hann. Núverandi fræði leggja áherslu á eiginleika fisks, varðveislu hans eða efnahagslega þætti. Samt sem áður geta félagslegar ástæður haft sterkari áhrif á jákvæða umhverfishegðun.
Rannsóknarspurningin mun styðjast við sameinaða greiningu (e. Conjoint Analysis), augnskynjun (e. eye-tracking) og kannanir í verslunum. Niðurstöðurnar munu stuðla að nýrri leið til eflingar á umhverfisvænum vörum bæði til akademíunar sem og samfélagsins. Umfang e. costly signaling fræðikenningarinnar mun einnig stuðla að ráðleggingum til stjórnvalda.
2. Umsækjandi: Halldór Guðfinnur Svavarsson
- Deild: Verkfræðideild / Dept. of Engineering
- Doktorsnemi: NN
- Leiðbeinandi: Halldór Guðfinnur Svavarsson
- Heiti verkefnis: Þrýsti-háð rafviðnám í örgrönnum kísilvírum
Stutt lýsing á verkefninu:
Svonefnd þrýstiviðnáms-hrif (PZR) vísa til breytinga á rafviðnámi leiðara vegna aflögunar hans af völdum álags. Kísill (Si), einkum og sérílagi Si með örsmæðarmynstri, er þekktur af því að sýna sterk PZR hrif. Nýlega hefur risa-PZR verið uppgötvað í stökum Si-örvírum (SiNW) við einása tog- og þrýstiálag. Hins vegar hafa PZR hrif í reglubundnum breiðum af SiNW ekki verið rannsökuð og þaðan af síður við jafnása þrýsting. Forrannsókn var framkvæmd, þar sem straum-spennu (I-V) hegðun SiNWs-breiða undir jafnása þrýstingi var mæld. Niðurstaðan var að PZR-hrif örvíranna voru stærðargráðu sterkari en í Si bolefni.
Í fyrirhuguðu verkefni er ætlunin að búa til stórar breiður af reglubundnum SiNW og mæla PZR við jafnása þrýsting. Rúmfræðilegir stikum verður breytt kerfisbundið til að staðfesta niðurstöður forrannsóknarinnar og til að hámarka þrýstings-næmi örvíranna. Ennfremur verða rannsökuð tengsl PZR-hrifanna við tengi- og titringshætti víranna sem framkallaðir verða með riðstraumi. Rúmfræðilegir stikum verður breytt kerfisbundið til að staðfesta niðurstöður forrannsóknarinnar og til að hámarka þrýstings-næmi örvíranna. Ennfremur verða rannsökuð tengsl PZR-hrifanna við tengi- og titringshætti víranna sem framkallaðir verða með riðstraumi.
3. Umsækjandi / Applicant: Kristinn R. Þórisson
- Deild: Tölvunarfræðideild
- Doktorsnemi: NN
- Leiðbeinandi: Kristinn R. Þórisson
- Heiti verkefnis: Treystandi sjálfvirkni fyrir flókna verkferla
Stutt lýsing á verkefninu:
Sjálfvirkni er í auknu mæli hagnyýtt í atvinnurekstri, en innleiðing sjálfvirkni í flóknum verkefnum og verkferlum, t.d. stjórnun orkuvera og í heilsugeiranum, hefur verið dræm. Tveir þættir sem ráða hvort sjálfvirkni sé samþykkt af starfsfólki eru traust og vottun. Oftast er sjálfvirkni innleidd í einni stórri hendingu, sem truflar verkferla og minnkar traust starfsmanna til tækninnar. Skilningur notenda á sjálfvirkninni verður þar að auki úr takti við raunverulega getu þess - vanmat leiðir til vannotkunar, ofmat til misnotkunar. Aðferðir til að votta sjálfsstýringu eru enn í þróun, og engar aðferðir hafa fundist enn sem geta vottað stór kerfi í heild.
Við munum þróa nýja aðferð til að innleiða treystandi sjálfvirkni í flókna verkferla, byggt á þremur megin stoðum:
- Sjálfvirknin lærir verk sín í litlum stigvaxandi skrefum af eigin reynslu, við hlið mennskra stjórnenda, og vinnur sér þannig inn traust þeirra í tímans rás.
- Sjálfvirknin verður vottuð reglulega, með svipuðum aðferðum og eru notuð fyrir mennska stjórnendur, og það eykur traustið á henni frekar.
- Sjálfvirknin mun læra sín eigin takmörk, og forðast þannig að gera hrapaleg mistök, sem mun enn frekar auka traust til hennar. Jákvæð áhrif þessarar aðferðafræði verður metin með því að mæla hugrænt álag (e. cognitive load) á mennska stjórnendur, traust þeirra til tækninnar, og getu þeirra til að meta heildarstöðu á hverjum tíma (e. situational awareness).
4. Umsækjandi: Majd Radwan Soud
Deild: Tölvunarfræðideild
Doktorsnemi: Majd Radwan Soud
Leiðbeinandi: Mohammad Adnan Hamdaqa
Heiti verkefnis: Sjálfvirk umgjörð fyrir öryggisgreiningu snjallsamninga byggt á bæði gögnum og greiningu
Stutt lýsing á verkefninu:
Snjallsamningur er sjálfvirkur kóði sem keyrir á bálkakeðju (e.blockchain). Þess háttar snjallsamningar eru algengir til að stýra færslum á rafrænum eignum milli aðila án þess að þurfa notast við milliliði. Í slíkum samningum er öryggi haft að leiðarljósi fyrir alla aðila. Þó þeir séu óbreytanlegir á bálkakeðjunni eru þeir ekki ónæmir fyrir veikleikum. Á síðustu tveimur árum hafa átt sér stað allnokkur tilvik slíkra árása sem hafa valdið verulegu fjárhagstjóni.
Markmið Ph.d verkefnisins er að búa til sjálfvirka umgjörð fyrir öryggisgreiningu á snjallsamningum. Ólíkt núverandi lausnum munum við blanda formlegum greiningum og atburðagreiningum í rauntíma til að greina, meta og spá fyrir um öryggisvá snjallsamninga. Fyrstu skref rannsóknarinnar verða að greina núverandi snjallsamninga á opinberum bálkakeðjum og notast við greiningartæki sem bera kennsl á mögulega veikleika og mögulegt mynstur þeirra í snjallsamningum. Niðurstöðurnar verða í formi gagnamengis öryggisveikleika snjallsamninga sem nýtist fyrir vélrænt gagnanám fyrir öryggistól. Að endingu munum við nota öryggistólið til að koma auga á aðra veikleika snjallsamninga og uppfæra gagnamengið með.
Rannsóknin mun stuðla að öruggari snjallsamningum með
1) Viðfangsmikilli gagnagreiningu á gagnamengi til þess að finna algengar öryggishættur
2) Umgjörð fyrir sjálfvirka greiningu snjallsamninga útfrá öryggisgöllum og veikleikum, sem á sjálfvirkann hátt lærir nýja veikleika og möguleg mynstur þeirra og uppfærir gagnamengið.
5. Umsækjandi: Anna Ingólfsdóttir
Deild: Tölvunarfræðideild
Doktorsnemi: NN
Leiðbeinandi: Anna Ingólfsdóttir
Heiti verkefnis: Að þjálfa og nota líkindakerfi
Stutt lýsing á verkefninu:
Markmiðið með þessu verkefni er tvíþætt. Annars vegar ætlum við að breyta staðlaða Baum-Welch reikniritinu fyrir Hulin Markov líkön þannig að hann nýtist við að læra önnur líkindafræðileg líkön. Hins vegar ætlum við að útvíkka tímarökfræðina sem til er núþegar fyrir hulin Markov líkön þannig að hún geti tjáð staðlaða eiginleika frá sannprófunum líkana eins og öryggi og lífleika og þróa tilsvarandi reiknirit fyrir sannprófanir líkansins. Í báðum tilfellum ætlum við að útfæra nýju viðbæturnar í sannprófunartólinu Uppaal og nota þær á raunveruleg tilfelli.
Framhaldsstyrkir 2020
Umsækjandi / Applicant | Heiti verkefnis / Project title | Deild / Department | Doktorsnemi / Doctoral student |
Andrei Manolescu | Majorana ástönd í kjarnaskeljarnanóvírar / Majorana states in core/shell nanowires | Verkfræðideild / Dept. of Engineering | Kristján Óttar Klausen |
Henning Úlfarsson | Fléttufræðileg könnun og beyting hennar á umraðanmynstur og aðrar uppbyggingar / Combinatorial Exploration with Applications to Permutation Patterns and other Structures | Tölvunarfr.deild / Dept. of Computer Science | Emile Nadeau |
Hlín Kristbergsdóttir |
Langtímarannsókn á tengslum geðheilsu kvenna á meðgöngu og frávikum barnanna þeirra / Impact of prenatal mental disorders on child development, well-being and academic achievement: A longitudinal cohort study |
Sálfræðideild / Dept. of Psychology | Hlín Kristbergsdóttir |
Duncan Paul Attard | Tryggja Réttleika í Dreifðum Kerfum / Ensuring Correctness in Distributed Systems | Tölvunarfr.deild / Dep. Of Computer Science | Duncan Paul Attard |
Sigurður Ingi Erlingsson | Greining á Shubnikov-de Haas sveiflum í tvívíðu rafeindagasi með spuna-brautar og Zeeman víxlverkun / Analytical results for Shubnikov-de Haas oscillations in a two-dimensonal electron gas with spin-orbit and Zeeman coupling | Verkfræðideild / Dept. of Engineering | Hamed Gramizedah |
Slawomir Koziel | Reiknilega hagkvæm hönnunarmiðuð staðgengils-líkön fyrir hátíðnikerfi / Design-Oriented Computationally-Efficient Surrogate Modelling of High-Frequency Structures | Verkfræðideild / Dept. of Engineering | Muhammad Abdullah |
Slawomir Koziel | Hraðvirk Staðgengils-Studd hönnun sambyggðra mötunarrása fyrir há-afkasta örfilmu-loftnet / Accelerated Surrogate-Assisted Design of High-Performance Microstrip Corporate Feeds Integrated with Array Apertures | Verkfræðideild / Dept. of Engineering | Marzieh Mahrokh |
Mohammad Adnan Hamdaqa | Rammi fyrir smíði áreyðanlegra öryggisvottaðra bálkakeðju forrita / A Framework for Building Secure and Reliable Proof-Carrying Blockchain Applications | Tölvunarfr.deild / Dep. Of Computer Science | Ilham Qasse |
Kamilla Rún Jóhannsdóttir | Mat á hugrænu vinnuálagi með auknum skilningi á taugalífeðlisfræði hjartans / Assessment of cognitive workload by understanding the heart's neurophysiology | Sálfræðideild / Dept. of Psychology | Dimitri Ferretti |
Styrkir 2019
Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls átta nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 42.720.000 kr. Alls bárust 20 umsóknir. Hér að neðan eru upplýsingar um verkefnin sem hljóta styrk úr sjóðnum 2019. Hver styrkur eru 420.000 kr. á mánuði í allt að eitt ár + 300.000 kr. í ferðastyrk.
Styrkþegar og upplýsingar um rannsókninar
Ármann Gylfason: Dreifni agna í blönduðu varmadrifnu iðustreymi
Upphæð styrks 5.340.000 ISK
Deild: Tækni- og verkfræðideild
Doktorsnemi: NN
Leiðbeinandi: Ármann Gylfason
Heiti verkefnis: Dreifni agna í blönduðu varmadrifnu iðustreymi
Stutt lýsing á verkefninu:
Markmið verkefnisins er að skoða flutning og dreifni agna og hita þeirra í iðustreymi sem drifið er með varmaburði, eða Rayleigh-Bénard flæði og tengd flæði þar sem iðustreymið er að hluta drifið varmaburði. Við leggjum til tilraunir á hreyfingu og dreifni vökvaagna og tregðuagna, með samtíma mælingum á hitastigi þeirra. Mælingar verða framkvæmdar bæði nærri föstum yfirborðum, þar sem umtalsverður hita og hraðastigull er til staðar, sem og fjarri yfirborðum. Áhersla er lögð á smásæja uppbyggingu slíkra flæða, auk áhrifa strókamyndunar á hreyfingar og dreifni agna í vökvanum. Við framkvæmum tilraunir í rannsóknarstofum í Háskólanum í Reykjavík og CNRS ENS de Lyon. Við beitum háhraða myndtækni og skoðum hreyfingar og hita vökva- og tregðuagna frá Lagrange sjónarhorni, ásamt því að mæla hitauppbygginu og hraðasvið flæðanna. Verkefnið snýst að stórum hluta um að þróa tilraunaaðferð til að mæla samtímis hita og hraða agnanna á ferð þeirra með því að nýta okkur Mie Scatter myndtækniaðferð á fjölliðuagnir sem hafa þann eiginleika að þenjast út við hitun.
Áhersla er lögð á að skoða breitt svið mikilvægra stika og styrkleika flotkrafta, allt frá flæðum sem fyrst og fremst eru drifin af flotkröftum til einsleitra flæða með smávægilegum truflunum vegna flotkrafta. Niðurstöður verkefnisins munu veita okkur skýrari mynd af mörgum flóknumn verkfræðilegum og náttúrulegum flæðum þar sem varmaburður er til staðar, jafnframt því sem við teljum þær auka á grunnskilning okkar á iðustreymi.
Duncan Paul Attard: Tryggja réttleika í dreifðum kerfum
Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
Deild: Tölvunarfræðideild
Doktorsnemi: Duncan Paul Attard
Leiðbeinandi: Luca Aceto, Anna Ingólfsdóttir og Adrian Francalanza (University of Malta)
Stutt lýsing á verkefninu:
Keyrslutíma -sannprófun er að verða útbreiddari hugbúnaðar sannprófunartækni notuð í tilvikum þar sem líkanið af kerfinu sem er verið að skoða er ekki tiltækt eða óaðfinnanlegt að fá. Aðferðin skynjar kerfið sem svartan kassa og hægt er að nota til staðfestingar eftir dreifingu eða í atburðarásum þar sem kerfisþættir eru hlaðnir á kviklegan hátt. Hins vegar hefur keyrslutíma sannprófun haft alvarlegar takmarkanir í samhengi af því sem hægt er að hafa eftirlit með í keyrslutíma þar sem greining hennar er takmörkuð við núverandi inningarrakning. Við leggjum til að rannsaka nýjar aðferðir til að auka þessi mörk. Einkum teljum við aðferðir sem treysta á afritunar hugbúnað til að auka upplýsingar á keyrslutíma í boði fyrir greiningu: margar rakningar fengnar með athugun inningar á hverju afritunar kerfi eru nýtt til að fá yfirgripsmeiri sýn yfir hegðun kerfisins. Hugbúnaður afritun koma upp náttúrulega í dreifðu umhverfi þar sem kerfi samanstanda yfirleitt af mörgum hlutum, sem gerir þetta tilvalið svæði þar sem tilnefndar rannsóknir okkar geta verið beittar mikið.
Gylfi Þór Guðmundsson: Notagildi frávikgreiningar í loftmyndum flygilda
Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
Deild: Tölvunarfræðideild
Doktorsnemit: NN
Leiðbeinandi: Gylfi Þór Guðmundsson
Heiti verkefnis: Notagildi frávikgreiningar í loftmyndum flygilda
Stutt lýsing á verkefninu:
Notkun a flygildum er þá þegar orðið að blómstrandi iðnaði og er því spáð að sá markaður í Evrópu muni velta umþaðbil 10 miljörðum Evra árið 2035. Sjálfstýrð ómönnuð flygildi (e. UAV) má nota í ýmsum tilgangi en þeirra helsta skynjunartæki eru myndavélar af ýmsu tagi. Það liggur því í augum uppi að þróun á hugbúnaði til myndvinnslu og myndgreininga er afar mikilvægur í því að hámarka notagildi flygildana. Nýjasta tæknin í þeim efnum eru svo kölluð djúpnám (e. deep-learning) aðferðir en þær hafa þó þann akk að vera mjög þúng í keryslua og krefjast því mjög orkurfreks vélbúnaðar. Fyrir flygilding, þar sem all þarf að vera batterí knúið, er það meiriháttar vandamál og því er algengast að myndvinnslan fari framm á jarðbundunum vélbúnaði eftur flug (e. off-line). Það eru þó ýmis kostir við að geta gert myndvinnsluna á flugi (e. on-line), bæði hvað varðar að þróa ný not fyrir tækin svo og að bæta núverandi þjónustur. Það verkefni sem við kynnum hér hefur tvö markmið: 1) Annarsvegar að nota djúpnáms tækni til að þróa frávika greiningu í loftmyndum flygilda og sýna frammá notagidi slíkrar tækni; og 2) Hinsvegar að aðlaga hugbúnaðarlausnina okkar að nýjustu tækni í vélbúnaði smátækja og gera ýtarlega úttekt á möguleika, fýsileika og notagildi slíkrar útfærslu.
Henning Arnór Úlfarsson: Fléttufræðileg könnun og beyting hennar á umraðanmynstur og aðrar uppbyggingar
Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
Deild: Tölvunarfræðideild
Doktorsnemi: NN
Leiðbeinandi: Henning Arnór Úlfarsson
Heiti verkefnis: Fléttufræðileg könnun og beyting hennar á umraðanmynstur og aðrar uppbyggingar
Stutt lýsing á verkefninu:
Við leggjum til áframhaldandi þróun á umhverfi sem getur nýtt sérhæfða þekkingu til þess að uppgötva og sanna fræðisetningar á fjölmörgum sviðum stærðfræðinnar. Fléttufræðileg könnun er tilraunakennd aðferð sem leyfir nákvæma útleiðslu á uppbyggingu stærðfræðilegra fyrirbæra. Þegar manneskja hefur fundið uppbyggingu hlutar eru til ýmsar aðferðir til að reikna út eiginleika hlutarins. Hinsvegar eru skrefin frá upphaflega vandamálinu að uppbyggingunni oft handahófskennd. Það er þetta bil sem við leggjum til að fylla í.
Með aðferðum úr fléttufræði, tölvualgebru og algebrulegri rúmfræði höfum við útfært frumgerð af umhverfinu. Með því að bæta við sérhæfðri þekkingu úr sviði umraðanamynstra við frumgerðina bjuggum við til reiknirit sem hefur uppgötvað nýjar fræðisetningar og enduruppgötvað niðustöður sem spanna fjölmargar greinar í fræðunum.
Við leggjum til að nýta aðferðir úr vélrænu gagnanámi til að bæta frumgerðina, sem og að breyta úttakinu í formlegar sannanir. Við munum leyfa rannsakandanum að hafa áhrif á umgjörðina meðan hún keyrir í gegnum myndrænt umhverfi. Að lokum munum við bæta við aðferðum til að rannsaka ýmsar mismunandi fléttufræðilegar fjölskyldur.
Útkoman úr þessarri tillögur verður þjálfun á ungu vísindafólki og birtingar í tímaritum og ráðstefnum á alþjóðlegum vettvangi. Útfærslurnar á fræðilegu reikniritunum verða gefnar út frítt.
Kamilla Rún Jóhannsdóttir: Mat á hugrænu vinnuálagi með auknum skilningi á taugalífeðlisfræði hjartans
Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
Deild: Viðskiptadeild
Doktorsnemi: NN
Leiðbeinandi: Kamilla Rún Jóhannsdóttir
Heiti verkefnis: Mat á hugrænu vinnuálagi með auknum skilningi á taugalífeðlisfræði hjartans
Stutt lýsing á verkefninu:
Skilvirk stjórnun á hugrænu vinnuálagi er mikilvæg við margskonar kringumstæður svo sem við stjórnun flugvéla eða við akstur bifreiða. Ein skilvirkasta leiðin til að fylgjast með hugrænu vinnuálagi er að mæla viðbrögð hjarta- og æðakerfisins við hugrænu áreiti. Skilningur okkar á þeim undirliggjandi taugalífeðlisfræðilegu þáttum sem stjórna viðbrögðum hjartans er hinsvegar takmarkaður og hindrar framfarir í mælanleika hugræns vinnuálags. Markmið rannsóknarinnar er að auka skilning á því hvernig viðbrögð við hugrænu vinnuálagi endurspeglast í viðbrögðum hjartans með því að skoða tímaháða eiginleika hjartans, einstaklingsbundinn mismun og heilastarfsemi. Breytileiki merkja frá hjarta- og æðakerfi verður rannsakaður með því að nota tíma- og tíðnisviðs aðferðir og þar með draga úr notkun meðaltala yfir lengri tímabil. Þessar mælingar eru síðan bornar saman við persónuleikaeinkenni. Þessu til viðbótar mun fara fram gagnasöfnun þar sem heilalínuriti er bætt við sem gerir okkur kleift að skilja hið flókna samspil milli heilans og annara sállífeðlislegra þátta við stjórnun á ástandi hjartans. Takmarkið er að draga upp líkan af viðbrögðum hjartans við hugrænu vinnuálagi að teknu tilliti til hlutverks heilans og persónuleikaeinkennum.
Mohammad Adnan Hamdaqa: Rammi fyrir smíði áreiðanlegra öryggisvottaðra bálkakeðju forrita
Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
Deild: Tölvunarfræðideild
Doktorsnemi: NN
Leiðbeinandi: Mohammad Adnan Hamdaqa
Heiti verkefnis: Rammi fyrir smíði áreiðanlegra öryggisvottaðra bálkakeðju forrita
Stutt lýsing á verkefninu:
Markmið verkefnisins er að auka traust á bálkakeðju tækni (e. Blockchain technology) með því að fylla í skarðið á milli snjallsamningsforrita og neytenda. Verkefnið miðar að því að auðvelda þróun snjallsamninga með því að setja einfalt forritunarmál ofan á núverandi snjallsamningakerfi. Fyrirhugað forritunarmál er meira abstrakt en núverandi forritunarmál fyrir snjallsamninga (t.d Solidity, Viper eða Serpent). Þetta mun hjálpa forriturum við högun og smíði bálkakeðjuforrita og búa til keyranlega samninga með meðfylgjandi öryggis- og áreiðanleikasönnunum sem munu uppfylla öryggiskröfum neytenda.
Þetta verkefni mun taka líkanadrifna verkfræðinálgun til að þróa líkanamál fyrir verkvang snjallsamninga. Ólíkt öðrum líkanadrifnum þulusmiðum mun þulusmiður okkar geta fléttað öryggissönnun í þuluna (e. Proof carrying code (PCC)) og getur þannig smíðað sönnun um öryggi í vottorði sem bætist við snjallsamningsþuluna og gerir þar með bálkakeðjuverkvanginum kleift að sannreyna snjallsamningsþuluna áður en henni er dreift.
Slawomir Marcin Koziel: Reiknilega hagkvæm hönnunarmiðuð staðgengilslíkön fyrir hátíðnikerfi
Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
Deild: Tækni- og verkfræðideild
Doktorsnemi: NN
Leiðbeinandi: Slawomir Marcin Koziel
Heiti verkefnis: Reiknilega hagkvæm hönnunarmiðuð staðgengilslíkön fyrir hátíðnikerfi
Stutt lýsing á verkefninu:
Nákvæmt mat á kerfishegðun er nauðsynlegt við verkfræðilega hönnun. Hönnun á hátíðnikerfum (t.d. loftnet og loftnetaraðir) er vanalega framkvæmd með því að nota rafsegulgreiningarhermun sem er reiknislega kostnaðarsöm þegar um er að ræða raunhæf kerfi. Vegna þessa er krefjandi að nýta þesskonar greiningu í hönnun og líkangerð, sérstaklega þegar um er að ræða endurteknar hermanir eins og í bestun eða tölfræðilegri greiningu. Núverandi aðferðir til að þróa staðgengilslíkön eru takmörkuð varðandi fjölda stika og víddir þeirra. Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að þróa reiknilega hagkvæmar aðferðir til að smíða staðgengilslíkön fyrir hátíðnikerfi.
Slawomir Marcin Koziel: Hraðvirk Staðgengils-Studd hönnun sambyggðra mötunarrása fyrir há-afkasta örfilmu-loftnet
Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
Deild: Tækni- og verkfræðideild
Doktorsnemi : NN
Leiðbeinandi: Slawomir Marcin Koziel
Heiti verkefnis: Hraðvirk Staðgengils-Studd hönnun sambyggðra mötunarrása fyrir há-afkasta örfilmu-loftnet
Stutt lýsing á verkefninu:
Markviss samsetning íhluta er lykilatriði við smækkun rafeindatækja. Á stafrænu hliðinni er notuð hálfleiðaratækni. Þegar um er að ræða heildstæðar mötunarrásir fyrir loftnetsfylki á hátíðnienda radar-, samskipta-, leiðsagnar-, RFID og lækningatækja, er tölvustudd hönnun (CAD) og líkanagerð sem byggir á efniseiginleikum og eiginleikum íhluta nauðsynlegur hluti hönnunarferlis. Örfilmuloftnetafylki (e:Microstrip antenna array) eru miklvægur flokkur smágerðra lofneta fyrir lítil tæki sem býður upp á miðun merkis. Mötunarrás loftnetafylkisins stýrir merkinu og má nota hana til að fasa merki og breyta miðun þess. Ekki hafa verið þróaðar kerfisbundnar og skilvirkar hönnunaraðferðir fyrir innbyggðar há-afkasta örfilmu-loftnetskerfi, almennar nútíma loftnetshönnunaraðferðir henta ekki fyrir þessa smágerðu tækni. Þetta verkefni miðar að því að þróa áreiðanlega, almenna og skilvirka sjálfvirka aðferð (frá frumgerð að sannreyningu) til að hanna sambyggð örfilmu-loftnetsfylki ásamt mötunarrás með lítilli hliðargeislun.
Nýtt námskeið fyrir doktorsnema við HR
Háskólinn í Reykjavík hefur hleypt af stokkunum nýju námskeiði fyrir doktorsnema við háskólann. Námskeiðið er tvær annir að lengd og meðal námsefnis er skrif doktorsritgerða, umsóknir í rannsóknasjóði, skrif á ensku og jafnframt siðfræði í rannsóknum, tölfræði og kennslufræði. Leiðbeinendur verða dr. Kristján Kristjánsson, forstöðumaður rannsóknaþjónustu HR og dr. Rannveig S. Sigurvinsdóttir, lektor við sálfræðisvið viðskiptadeild.
Styrkir 2018
Hér að neðan eru upplýsingar um verkefnin sem hljóta styrk úr sjóðnum 2018. Hver styrkur eru 420.000 kr. launastyrkur á mánuði í allt að eitt ár + 300.000 kr. í ferðastyrk. Alls var úthlutað átta doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 42.720.000 kr.
Listi yfir styrkþega:
Hlín Kristbergsdóttir
- Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
- Umsækjandi: Hlín Kristbergsdóttir
- Deild: Viðskiptadeild
- Leiðbeinandi: Jón F. Sigurðsson og Heiðdís B. Valdimarsdóttir
- Heiti verkefnis: Geðheilsa kvenna á meðgöngu og áhrif þess á þroska barna sinna
- Stutt lýsing á verkefninu:
Andleg vanlíðan og geðrænir kvillar á meðgöngu er alvarlegur lýðheilsu vandi og er áætlað að hafa áhrif á allt að 20% kvenna. Það hefur ekki eingöngu áhrif á mæðurnar heldur einnig á heilsu, líðan og þroska barnanna þeirra. Þessi tengsl milli vanlíðan mæðra á meðgöngu og frávik hjá börnum þeirra er flókin og ennþá óljós.
Megintilgangur rannsóknarinnar er að kanna áhrif alvarleika þunglyndis- og kvíðaeinkenna hjá móður á meðgöngu og tengsl þess við frávik hjá börnum þeirra á aldrinum 0-13 ára. Skoðuð verða 437 börn sem áttu mæður sem greindust á meðgöngu með einkenni kvíða og/eða þunglyndis, greindust með alvarlegt þunglyndi og/eða kvíðaröskun eða taldar heilbrigðar í fyrirliggjandi rannsókn. Með formgerðarlíkön (structural equation modeling) verður kannað tengsl milli líðan móðurs á meðgöngu og frávika hjá börn þeirra og mögulega þátta sem kunna hafa áhrif á þessi tengsl.
Kannað verður hvort börn sem eiga mæður sem upplifðu geðræn vandamál á meðgöngu a) fæðast frábrugðin, b) þau þroskist öðruvísi og c) líklegri til að eiga við tilfinninga- og hegðunarvandamál. Einnig verður kannað hvort línulegt samband sé milli alvarleika einkenna hjá móður og versnandi útkomu hjá börnunum.
Niðurstöður hafa bæði fræðilegt og hagkvæmt gildi þar sem upplýsingar munu veita mikilvægar upplýsingar um hvaða börn eru í áhættu og nýtast til fyrirbyggjandi aðferða í mæðravernd.
María Kristín Jónsdóttir
- Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
- Umsækjandi: María Kristín Jónsdóttir
- Deild: Viðskiptadeild
- Doktorsnemi: Ingunn S. Unnsteinsdóttir
- Leiðbeinandi: María Kristín Jónsdóttir
- Heiti verkefnis: Heilahristingur með íslenskra íþróttamanna: Nýgengi, vanstarfsemi í heiladingli og geðræn heilsa
- Stutt lýsing á verkefninu:
Rannsókn 1: Nýgengi heilahristings hjá íþróttamönnum, konum og körlum, í efstu deildum á Íslandi verður skráð í 12 mánuði. Líta má á heilahristing sem lýðheilsuvandamál og íþróttamenn eiga á hættu að fá endurtekna heilahristinga. Meiðslatíðni í íþróttum er ekki sú sama í öllum löndum og því er nauðsynlegt að safna íslenskum upplýsingum. Við munum tilgreina nýgengi sem fjölda heilahristinga/fjölda æfinga+leikja (athlete-exposure; AE) og greina gögn eftir aldri, kyni, íþrótt/stöðu og hvort atvikið átti sér stað í leik eða á æfingu.
Rannsókn 2: Vanstarfsemi í heiladingli og tengsl við heilahristingssögu, taugasálfræðilega getu og greind, geðræna heilsu og lífsgæði verða skoðuð hjá íþróttakonum sem eru, eða hafa verið, í efstu deildum. Vitað er að vanstarfsemi í heiladingli er algeng hjá íþróttamönnum eftir heilahristing. Þrátt fyrir að konur séu oft sagðar viðkvæmari fyrir afleiðingum heilahristings hafa fyrri rannsóknir á vanstarfsemi í heiladingli eftir heilahristing einungis birt gögn um sjö konur.
Það eru 3 þrep í rannsókninni: 1) spurningalisti um heilahristingssögu, lífsgæði/geðræna heilsu og heilahristingseinkenni verður sendur til allra kvenna á Íslandi sem keppa/eða hafa keppt í efstu deildum sinnar greinar (aldur 18-45 ára, N=1160); 2) þær sem hafa sögu um heilahristing fá nánara mat á þeirri sögu í þrepi 2 og fara í taugasálfræðipróf og greindarmat. Í þrepi 3 verður gerð læknisskoðun og hormónamæling hjá þeim sem hafa skýra sögu um heilahristing.
Luca Aceto
- Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
- Umsækjandi: Luca Aceto
- Deild: Tölvunarfræðideild
- Doktorsnemi: NN
- Leiðbeinandi: Luca Aceto og Anna Ingólfsdóttir
- Heiti verkefnis: Opin vandamál í jöfnurökfræði ferla
- Stutt lýsing á verkefninu:
Yfirmarkmið verkefnisins er að leysa sum krefjandi opin vandamál í fullkomnu jöfnu kerfi af gunnyrðingum hegðunarjafngildi yfir ferlaalgebru. Niðurstöðurnar sem fást í þessu verkefni munu leiða til betri skilnings á krafti klassískrar jöfnurökfræði við lýsingu og rökhugsun um alls kyns flokka tölvukerfa og munu hafa áhrif á framtíðarstarf i algebrulegum aðferðum í "concurrency theory".
Verkefnið verður fyrsti í "concurrency theory" (og kannski í tölvunarfræði í heild) sem notar umfángsmikið samstarf á netinu til að leysa vandamál á þessu sviði og mynda þannig ramma fyrir framtíðarsamstarf.
Sigrún Ólafsdóttir
- Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
- Umsækjandi: Sigrún Ólafsdóttir
- Deild: Viðskiptadeild
- Leiðbeinandi: Jón F. Sigurðsson og Paul Salkovskis
- Heiti verkefnis: Þróun og árangursmat á hugrænni atferlismeðferð við starfrænum einkennum sem skerða vinnugetu
- Stutt lýsing á verkefninu:
Fræðilegur grunnur: Starfræn einkenni (SE), eru líkamleg einkenni sem ekki eiga sér þekktar líffræðilegar orsakir. Þau eru algeng og geta verið bæði þrálát og alvarleg. Þrálát SE valda þjáningu, skerða lífsgæði, draga úr starfsgetu og þeim fylgir mikill samfélagslegur kostnaður m.a. vegna mikillar notkunar á heilbrigðisþjónustu og mikils sjúkrakostnaðar. Árangur hefðbundinnar læknismeðferðar við SE er lítill en sýnt hefur verið fram á árangur hugrænnar atferlismeðferðar við meðhöndlun tiltekinna gerða SE. Fjöldi ólíkra SE hefur orðið til þess að mörg sérhæfð úrræði hafa verið þróuð sem er óhagkvæmt í ljósi þess hve marga sérfróða meðferðaraðila þarf til þess að beita þeim kerfisbundið. Til að bregðast við þessu höfum við, í samstarfi við rannsóknarhóp í Englandi, sett fram ósérhæft hugrænt líkan fyrir SE og þróað blandaða hugræna atferlismeðferð (BHAM) við SE. Markmið: Að aðlaga og innleiða BHAM fyrir SE sem skerða starfsgetu og árangursmeta hana með slembiraðaðri meðferðarprófun (randomized clinical trial) þar sem BHAM verður borin saman við hefðbundna meðferð (treatment as usual). Þátttakendur verða 250 einstaklingar sem sækja starfsendurhæfingu á vegum VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs.
Ávinningur: Rannsóknin bætir verulega við þekkingu á sviði SE þar sem brugðist er við skorti á árangursríkri og hagkvæmri meðferð sem hæfir fólki með SE sem þarfnast starfsendurhæfingu. Beri meðferðin árangur mun það hafa mikil lýðheilsuáhrif þar sem hún er hagkvæm og auðvelt er að beita henni.
Hulda Kristín Magnúsdóttir
- Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
- Umsækjandi: Hulda Kristín Magnúsdóttir
- Deild: Lagadeild
- Leiðbeinandi: Gunnar Þór Pétursson
- Heiti verkefnis: Orkusamband ESB - áhrif á íslenskan Orkurétt
- Stutt lýsing á verkefninu:
Markmið rannsóknar minnar er að greina hvort áhrif EES-samningsins á íslenskan orkurétt hafa verið og eru enn vanmetin og þá með sérstöku tilliti til undanþágunnar sem er að finna í 125. gr. EES-samningins varðandi eignarétt.
Rannsókninni er skipt upp í eftirfarandi rannsóknarspurningar: (I) Hvert er núverandi gildissvið EES orkuréttar og hvernig hefur það þróast síðan 1994? (II) Með hvaða hætti hefur EES-orkuréttur og fjórfelsisreglur EES-samningsins haft áhrif á íslenskan orkurétt, og þá einkum með tilliti til eignaréttar? (III) Að hvaða marki hefur Íslandi og Noregi tekist að aðlaga Evrópskan orkurétt að sínum hagsmuni þegar kemur að innleiðingu á honum inn í EES-samninginn og hvaða þættir það eru sem móta afstöðu þjóðanna þegar kemur að innleiðingu? (IV) Hver eru möguleg áhrif Orkusambandsins á EES orkurétt? Til að svara rannsóknarspurningum I, II og IV mun ég nota retsdogmatik sem er hefðbundin rannsóknaraðferð í lögfræði. Til að geta svarið spurningu III mun ég nota rannsóknaraðferðir samanburðar réttarfélagsfræði (eigindlegar rannsóknaraðferðir) to greina hvaða þættir hafa haft áhrif á þá afstöðu sem Ísland og Noregur hafa tekið.
Rannsókn mín mun veita innsýn í það hvernig Ísland og Noregur hafa sóst eftir því að vernda þjóðarhagsmuni sína til að tryggja samkeppnishæfni sína gagnvart aðildarríkjum ESB í orkumálum.
Sigurður Ingi Erlingsson
- Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
- Umsækjandi: Sigurður Ingi Erlingsson
- Deild: Tækni- og verkfræðideild
- Doktorsnemi: NN
- Leiðbeinandi: Sigurður Ingi Erlingsson
- Heiti verkefnis: Greining á Shubnikov-de Haas sveiflum í tvívíðu rafeindagasi með spuna-brautar og Zeeman víxlverkun.
- Stutt lýsing á verkefninu:
Með greinireikningi leiðum við út jöfnu fyrir Shubnikov-de Haas (SdH) sveiflur í tvívíðu rafeindagasi með bæði Rashba og Dresselhaus spuna-brautar víxlverkun og Zeeman víxlverkun. Fyrst finnum við nálgun á eiginorkum og frá þeim finnum við ástandsþéttleikann, sem tengist beint segul-eðlisviðnámi
kerfisins. Niðurstöður okkar gilda fyrir vítt svið á Rashba og Dresselhaus víxlverkun og niðurstöður tölulegra reikninga sýna að niðurstöður greinireikninga er nákvæmar jafnvel fyrir há Landau stig.
Þessar niðurstöður gera okkur kleift að skilja hvernig Zeeman víxverkun hefur áhrif á SdH sveiflur og koma með tilgátu um hvernig Zeeman breytir skilyrði þess að enginn sláttur verði í SdH sveiflum. Við leggjum til hvernig nota megi okkar aðgerð til að skýra greiningu á niðurstöðum tilrauna í hálfleiðurum með sterkri spuna-brautar víxlverkun.
Andrei Manolescu
- Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
- Umsækjandi: Andrei Manolescu
- Deild: Tækni- og verkfræðideild
- Doktorsnemi: NN
- Leiðbeinandi: Andrei Manolescu og Sigurður Ingi Erlingsson
- Heiti verkefnis: Hitarafstraumsflutningur í kjarnaskeljarnanóvírar
- Stutt lýsing á verkefninu:
Í þessari umsókn er markmiðið að rannsaka eiginleika hitarafstraums og varmastreymis í kjarna/skeljar nanóvírum með reiknilegum aðferðum þar sem farið verður út fyrir línulega svörun. Þverskurðarsnið slíkra víra getur verið hringlaga eða marghyrningslaga. Við munum skoða áhrif lögunar og lengd nanóvíranna á eiginleika hitarafstraums. Við munum rannsaka möguleikana á því að stýra nýtni hitarafstraums með segulsviði og rafsviði, fyrir gefna lögun víra og hitastigsbil.
Andrei Manolescu
- Upphæð styrks: 5.340.000 ISK
- Umsækjandi: Andrei Manolescu
- Deild: Tækni- og verkfræðideild
- Doktorsnemi: NN
- Leiðbeinandi: Andrei Manolescu
- Heiti verkefnis: Majorana ástönd í kjarnaskeljarnanóvírar
- Stutt lýsing á verkefninu:
Majorana ástönd eru sýndareindir sem hægt er að mynda í nanókerfum, álíkar öreindunum með sama nafni sem spáð var fyrir 1937. Líkanareikningar spá því að slík ástönd megi mynda á sitthvorum enda hálfleiðandi nanóvírs í spönuðu ofurleiðandi ástandi og fyrstu merki um þær hafa fundist nýlega í tilraunum. Kjarna-skeljar-nanóvírar eru gerðir úr sammiðja skeljum með fjölhyrningaþverskurðarflöt. Lágorkurafeindir geta staðbundist í hornunum og myndað margföld Majorana-ástönd á hvorum enda vírsins. Markmið verkefnisins er greini- og töluleg rannsókn á rúmfræðilegum áhrifum á eiginleika slíkra Majorana-ástanda.
Um sjóðinn
Rannsóknasjóður HR mun veita tvenns konar styrki 2023. Um er að ræða doktorsnemastyrk til launa, 510.000 kr. á mánuði í eitt ár (meðtalin launatengd gjöld) + ferðastyrk, að hámarki 300.000 kr. og sérstakan ferðastyrk fyrir doktorsnema, sem ekki eru á styrkjum, að hámarki 300.000 kr.
Hér má finna reglur um Rannsóknasjóð HR.