Rannsóknasetur tölvunarfræðideildar

Gervigreindarsetur

CADIA-logo-1cGervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík, sem stofnað var árið 2005, stundar rannsóknir á ýmsum sviðum gervigreindar, með fjögur kjarnasvið: Gervigreind í sýndarheimum og tölvuleikjum, leit og áætlanagerð, víxlverkun og samskipti í rauntíma og náttúruleg samskipti manns og vélar (tal, sjón, heyrn, skilningur). 


Þekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði

ICE-TCS-logo-vertical-basic-100pxÞekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði, sem stofnað var árið 2005, er samvinnuverkefni tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og tölvunarfræðisviðs Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands. Markmið setursins er að byggja upp grunnrannsóknir á Íslandi á sviðum stærðfræðilegra kjarnasviða í tölvunarfræði.  Þar má telja hönnun og greiningu reiknirita, lífupplýsingafræði, strjála stærðfræði, reiknifræði og lærdómsfræði. 


Þekkingarsetur um þróun hugbúnaðarkerfa

CRESS logo

Hjá CRESS setri Háskólans í Reykjavík rannsaka vísindamenn hönnun hugbúnaðarkerfa, allt frá því hvernig stór tölvukerfi og gagnasöfn eru smíðuð til þess að athuga hvort og hversu vel slík kerfi gegna sínu hlutverki m.v. nytsemi, skilvirkni og skalanleika. Setrið samanstendur af fjórum undirhópum sem stunda kennslu og alþjóðlegar rannsóknir í fremstu röð á sviðum gagnasafnstækni, dreifðra tölvukerfa, og notendamiðaðrar og formlegrar hugbúnaðargerðar.
Var efnið hjálplegt? Nei