Rannsóknasetur tölvunarfræðideildar

Gervigreindarsetur

CADIA-logo-1cGervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík, sem stofnað var árið 2005, stundar rannsóknir á ýmsum sviðum gervigreindar, með fjögur kjarnasvið: Gervigreind í sýndarheimum og tölvuleikjum, leit og áætlanagerð, víxlverkun og samskipti í rauntíma og náttúruleg samskipti manns og vélar (tal, sjón, heyrn, skilningur). 


Þekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði

ICE-TCS-logo-vertical-basic-100pxÞekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði, sem stofnað var árið 2005, er samvinnuverkefni tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og tölvunarfræðisviðs Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands. Markmið setursins er að byggja upp grunnrannsóknir á Íslandi á sviðum stærðfræðilegra kjarnasviða í tölvunarfræði.  Þar má telja hönnun og greiningu reiknirita, lífupplýsingafræði, strjála stærðfræði, reiknifræði og lærdómsfræði. 


Þekkingarsetur um þróun hugbúnaðarkerfa

CRESS logo

CRESS er rannsóknarsetur við Háskólann í Reykjavík . Rannsóknaráherslur okkar eru á hönnun og þróun á framúrskarandi hugbúnað svo og að þróa þá verkferla sem notaðir eru við slíka hugbúnaðargerð. Við leggjum sérstaka áherslu á mannlega þáttinn, bæði upplifun notenda og þróunaraðila, og mikilvægt markið okkar er að eiga náið og göfugt samstarf við bæði íslenskt atvinnulíf svo og samfélagið í heild.
Var efnið hjálplegt? Nei