CRESS

Þekkingarsetur um þróun hugbúnaðarkerfa

Hjá CRESS setri Háskólans í Reykjavík rannsaka vísindamenn hönnun hugbúnaðarkerfa, allt frá því hvernig stór tölvukerfi og gagnasöfn eru smíðuð til þess að athuga hvort og hversu vel slík kerfi gegna sínu hlutverki m.v. nytsemi, skilvirkni og skalanleika. Setrið samanstendur af fjórum undirhópum sem stunda kennslu og alþjóðlegar rannsóknir í fremstu röð á eftirfarandi sviðum:

  • Gagnasafnstækni
  • Dreifð tölvukerfi
  • Notendaupplifun
  • Ný tækni

CRESS vefurinn er á ensku en þar eru að finna upplýsingar um rannsóknarvinnuna sem þar fer fram, meðlimi setursins ofl.

Stofnun CRESS

CRESS setrið var formlega stofnað miðvikudaginn 28. ágúst 2013. Við það tilefni flutti  Dr. Michael J. Franklin erindi, sem nefnist „Árangursrík samvinna atvinnulífs og háskóla - Reynslusaga frá Berkeley háskóla“. 

Sjá upptöku af fyrirlestrinum:

Árangursrík samvinna atvinnulífs og háskóla - Reynslusaga frá Berkeley háskólaVar efnið hjálplegt? Nei