Rannsóknarverkefni

Greinir styrkleika og veikleika nemenda

Hilmar Eiðsson hefur undanfarin misseri stundað nám í tölvunarfræði með lögfræði sem aukagrein. Hann stofnaði jafnframt fyrirtækið Costner ehf. í kringum nýjan hugbúnað sem hann hefur þróað og nýtist meðal annars við stærðfræði- og íslenskukennslu. Hugbúnaðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, og þó víðar væri leitað. Með notkun hans má greina veikleika og styrkleika nemenda í yngstu bekkjum grunnskóla um leið og þeir sitja í skólastofunni og leysa verkefni. Hann nýtist því kennurum afar vel í kennslu.

 

Að finna mynstrið í gögnunum

Að finna mynstrið í gögnunum

Í lokaverkefni sínu til BSc-gráðu í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík þróuðu þau Carsten Petersen, Róbert Gunnarsson og Sigurrós Soffía Kristinsdóttir aðferð þar sem notast er við vélrænan lærdóm og gervigreind til að flokka gögn úr ársskýrslum íslenskra fyrirtækja.

Anna

Þrívíddarleikur á þremur vikum

Að loknum vorprófum hefjast þriggja vikna námskeið í grunnnámi við HR. Námskeiðin eru oftar en ekki nýtt í verklegar æfingar þar sem nemendur fá tækifæri til að sýna í verki sem þeir hafa lært um veturinn. Nemendur í tölvunarfræði gátu valið um að taka námskeiðið Tölvuleikjahönnun og –þróun og nota þessar þrjár vikur til að setja fram hugmynd að tölvuleik, hanna hann og gera svokallað „demo“ tilbúið til spilunar. Leiðbeinandi á námskeiðinu var dr. David Thue, lektor við tölvunarfræðideild og sérfræðingur í tölvuleikjaþróun.

Lumenox games

Verkefni í tölvuleikjakúrs verður að Playstation tölvuleik

Í frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Hafnarfirði, Kveikjunni, finnum við fyrir Burkna J. Óskarsson og félaga hans í fyrirtækinu Lumenox Games. Í fyrirtækinu er nú unnið að því að gera leikinn Aaru´s Awakening tilbúinn fyrir útgáfu á Playstation leikjatölvuna.


Var efnið hjálplegt? Nei