Akademískur styrkur HR

Skýrsla um styrk HR í rannsóknum

Mat á rannsóknarvirkni allra akademískra starfsmanna skólans, sem var fyrst gert árið 2007, gefur mjög góðar upplýsingar um akademískan styrk skólans og þróun hans.

Á hverju ári er gefin út skýrsla um þróun rannsóknarstarfsins innan Háskólans í Reykjavík. Sjá má á innihaldi skýrslunnar að rannsóknarvirkni hefur aukist jafnt og þétt og fjöldi birtinga á ritrýndum vettvangi að sama skapi.


Hvetjandi þættir

Staða Háskólans í Reykjavík hefur styrkst verulega á aðeins örfáum árum og hann náð á skömmum tíma að byggja upp sterkt og frjótt rannsóknarumhverfi. Skýringa á þessum markverða árangri má án efa rekja til margra þátta og/eða aðgerða í starfsumhverfi hans og eru hér aðeins nefndir nokkrir þeirra.

Alþjóðlegar kröfur 

Samkvæmt rannsóknarstefnu háskólans eiga vísindamenn hans að vera virkir þátttakendur í vísindasamfélaginu og rannsóknir við HR eiga að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til vandaðra vísindarannsókna á alþjóðlegum vettvangi. Vísindamönnum skólans er sett það markmið að öðlast alþjóðlega viðurkenningu fyrir störf sín og mikilvægasti mælikvarðinn á afrakstur rannsóknarstarfs er birtingar á ritrýndum alþjóðlegum vettvangi.

Reglulegt mat

Rannsóknarvirkni allra akademískra starfsmanna skólans er metin af erlendri nefnd sérfræðinga. Helstu viðmið í þessu mati eru m.a.:

  • birtingar á ritrýndum vettvangi
  • önnur rannsóknarstörf svo sem leiðbeiningar rannsóknarnema
  • þátttaka í alþjóðlegu rannsóknarstarfi
  • öflun rannsóknarfjár úr samkeppnissjóðum.

Rannsóknaráð

Við skólann starfar öflugt rannsóknaráð, sem skipað er einum fulltrúa frá hverri deild auk formanns sem skipaður er af rektor í samráði við forseta deilda. Ráðið mótar stefnu skólans í rannsóknum og veitir ráðgjöf um framkvæmd hennar til rektors og forseta deilda. Ennfremur er ráðið rektor til ráðgjafar í þeim málum sem lúta að rannsóknum en heyra ekki undir einstakar deildir.

Fjöldi birtinga á ritrýndum vettvangi í nafni skólans

  2012 2013 2014 20152016
 20172018
2019
 20202021 2022 
Ritrýndar greinar í vísindatímaritum
131
132
148
 174191
 180 206197
255
 274284 
  • Þar af ritrýndar greinar í ISI-tímaritum
102 109 111
 149170
 151178169229
249 260 
Ritrýndar greinar og útdrættir á ráðstefnum / í ráðstefnuritum
199
222
196  219256 257206173 130132 164 
Ritrýndar bækur
7 9 6 7
10107
 5 7
Ritrýndir bókarkaflar
20 27 26  2327
2124
 2032
 1124 
Aðrar ritrýndar birtingar 10  8 2
6
 36
4 77
 Samtals ritrýndar birtingar í nafni skólans:
 367  396  378 429
487
474
447
 402 431426  480



Var efnið hjálplegt? Nei