Rannsóknarstofnun í fjármálum og hagfræði

Heiti

Heiti stofnunarinnar er Rannsóknarstofnun í fjármálum og hagfræði við Háskólann í Reykjavík, skammstafað RFHHR.  Á ensku heitir stofnunin RU Institute for Research in Finance and Economics, skammstafað RUIRFE.  Stofnunin er staðsett í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, 101 Reykjavík.

Hlutverk

Hlutverk stofnunarinnar er m.a. að vera vettvangur fyrir hagnýtar og fræðilegar rannsóknir á sviði fjármálafræði og hagfræði. Á RFHHR er unnið að því að auka þekkingu og skilning á íslensku efnahagslífi innanlands sem erlendis. Stofnunin er jafnframt vettvangur fyrir samskipti og samvinnu fjármálastofnana, stjórnvalda og fræðasamfélagsins á sviði fjármála- og hagfræði.

Verkefni

Reglubundin greining á íslenskum efnahagsmálum ásamt söfnun og birtingu tölulegra upplýsinga um fjármálamarkaði og efnahagslíf.

Hagnýt rannsóknarverefni sem ráðast af þróun og aðstæðum á markaði hverju sinni og lýkur með útgáfu skýrslu um tiltekið viðfangsefni.

Akademísk rannsóknarverkefni sem miða að því að efla grunnþekkingu á fjármálamörkuðum og efnahagslífi.

Forstöðumaður stofnunarinnar er  dr. Friðrik Már Baldursson.


Var efnið hjálplegt? Nei