Verkefni

Ígræðlingar og nám í heilbrigðisverkfræði til umræðu á árlegum heilbrigðistæknidegi í HR

Sjötti árlegi heilbrigðistæknidagurinn var haldinn föstudaginn 20. maí sl. Yfirskrift dagsins í ár var „Ígræðlingar: sjúkdómsgreining og meðferð“. Það eru Heilbrigðistæknifélag Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landspítali – háskólasjúkrahús sem standa að Heilbrigðistæknideginum. 

Perú, Malaví, Reykjavík

Þau Ximena Guardia Muguruza og Tufwane Mwagomba stunda meistaranám í orkuvísindum við Íslenska orkuháskólann í HR, (Iceland School of Energy, ISE) og ætla að flytja þekkingu á jarðvarmanýtingu með sér til síns heima.  Þau eru hvort um sig komin langt að, Ximena er frá Perú og Tufwane frá Malaví.

Nýtir útrunnar blóðflögueiningar til stofnfrumuræktunar

„Hugmynd okkar snýst um að skapa verðmæti úr efnivið sem vanalega er fargað.“ Dr. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson er dósent við tækni- og verkfræðideild HR og forstöðumaður rannsókna við Blóðbankann.

Ekki bara lengra líf heldur betra

Milan hefur undanfarin misseri boðið upp á líkamsræktarnámskeiðin „Í fullu fjöri“ í Gerðubergi í Breiðholti en þau standa eldri borgurum í hverfinu til boða án endurgjalds. Á námskeiðunum safnar hún jafnframt gögnum um þátttakendurna og nýtir í rannsóknir sínar.

Kepptu með kafbát í San Diego

Tíu manna lið frá Háskólanum í Reykjavík hélt til San Diego í Bandaríkjunum í júlí síðastliðnum til að taka þátt í hinni árlegu RoboSub kafbátakeppni.  Kafbáturinn Ægir var hannaður og smíðaður af nemendum í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. 

Iðkendur 30% en umfjöllun 9%

Þórhildur Ólafsdóttir er fyrirliði meistaraflokks ÍBV í knattspyrnu ásamt því að vera útskrifaður íþróttafræðingur frá HR. Í lokaverkefni sínu rannsakaði hún umfjöllun um knattspyrnu kvenna í íslenskum fjölmiðlum og bar hana saman við umfjöllun um karlaboltann. Niðurstöðurnar sýna að munurinn er mikill, ekki aðeins í magni heldur tegund og umfangi umfjöllunar. Þórhildur segir þennan mikla mismun ekki hafa komið sér á óvart.

Röddum safnað í þágu vísindanna

Mörg þeirra viðfangsefna sem fræðimenn innan veggja rannsóknarháskóla takast á við eru afmörkuð við ákveðna akademíska deild eða fræðasvið. Sameiginlegt verkefni þeirra Kamillu Rúnar Jóhannsdóttur, lektors við sálfræðisvið, og Jóns Guðnasonar, lektors við tækni- og verkfræðideild, er unnið þvert á þrjú fræðasvið innan Háskólans í Reykjavík; sálfræði, verkfræði og tölvunarfræði.


Var efnið hjálplegt? Nei