Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík

Réttarfarsstofnun Háskólans í Reykjavík (RHR) sinnir rannsóknum á sviði einkamálaréttarfars, sakamálaréttarfars, fullnusturéttarfars og tengdum réttarsviðum. Stofnunin sinnir jafnframt ráðgjöf við opinbera aðila, félagasamtök og aðra aðila í tengslum við réttarfar. Fyrirhuguð er útgáfustarfsemi á vettvangi stofnunarinnar í tengslum við réttarfarsrannsóknir. Jafnframt styður stofnunin við rannsóknir nemenda sem og nám þeirra á umræddum sviðum. RHR leitast við að stuðla að samvinnu á milli fræðimanna, opinberra aðila og félagasamtaka um réttarfarsleg málefni. Þá stendur RHR fyrir opnum viðburðum er tengjast rannsóknum hennar.

Forstöðumaður stofnunarinnar er Sindri M. Stephensen lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík (sindris@ru.is). Stjórn stofnunarinnar skipa Eiríkur Elís Þorláksson, dósent og forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, og Kristín Haraldsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík.


Var efnið hjálplegt? Nei