Hringekjan
Stutt námskeið í tæknigreinum
Á hverju ári skipuleggur Háskólinn í Reykjavík námskeið þar sem 9. og 10. bekkjum eins grunnskóla í senn er boðið í HR og fá nemendur stutt námskeið á vegum tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar, undir handleiðslu kennara deildanna.
Eldflaugasmíð og forritun
Markmiðið með samstarfinu er að gefa krökkunum nýja sýn á heim tækninnar og vekja forvitni þeirra og áhuga á tækni- og raungreinum. Lögð er áhersla á að sýna þeim leiðir til að nýta tæknina til að skapa, leysa verkefni og öðlast frekari skilning á ólíkum viðfangsefnum. Meðal þess sem fjallað hefur verið um í Hringekjunni er eðlisfræði, gervigreind, forritun og eldflaugasmíð.