Samstarfsskólar
Samstarfsskólar
HR hefur gert samninga við fjölmarga háskóla víðsvegar um heiminn. Flestir samstarfsskólar í Evrópu eru innan Erasmus-áætlunarinnar en einnig hefur HR gert tvíhliða samninga við háskóla utan Evrópu.
Með þessum samningum gefst nemendum kostur á að taka eina eða tvær annir við samstarfsskóla HR og fá námið í gestskólanum metið sem hluta af námi sínu. Samningar eru yfirleitt gerðir milli deilda viðkomandi skóla.
Samstarfsnet
Háskólinn í Reykjavík er aðili að NORDPLUS samstarfsnetinu. Undir NORDPLUS áætluninni er HR aðili að Norek, Nordlys, Nordplus laganeti og Nordtek.
Samstarfsnetin veita nemendum aðgang að þeim skólum sem í þeim eru, en tryggir þeim ekki pláss. Hafið samband við alþjóðaskrifstofu til að fá frekari upplýsingar um samstarfsnetin.