Fréttir SD

Þórhildur Halldórsdóttir

„Við þurfum að læra að lifa með veirunni“ - 23.8.2021

Rannsóknarhópur innan sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík og Rannsóknar og greiningar (R&G), sem er rannsóknarstofnun innan deildarinnar, hefur birt niðurstöður rannsókna sinna í ritinu JCPP Advances. Markmiðið var að skilja betur hvað það er við faraldurinn sem hefur mest áhrif á líðan ungmenna á landsvísu. 

Lesa meira
Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir verður prófessor við sálfræðideild - 8.4.2021

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur fengið framgang í stöðu prófessors við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Bryndís hefur starfað við HR síðan 2005 og er nú deildarforseti sálfræðideildar. Áður var hún forstöðumaður grunnnáms í sálfræði og íþróttafræði og leiddi uppbyggingu meistaranáms í klínískri sálfræði, hagnýtri atferlisgreiningu og doktorsnáms í sálfræði við háskólann.

Lesa meira
kennari skrifar stærðfræði jöfnu á töflu

Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum - 4.2.2021

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr. 

Lesa meira
Gabríela Jóna Ólafsdóttir, BSc í tölvunarfræði, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.

204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum - 30.1.2021

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.

Lesa meira

Árangur íslenska módelsins kannaður í Litháen - 17.9.2020

Frá því að þrjár stærstu borgir í Litháen tóku upp hið svokallaða íslenska módel árið 2006 hefur neysla ungmenna þar í 10. bekk á nikótíni, áfengi, kannabis og amfetamíni minnkað línulega. Á sama tímabili hafa mælingar á lykil forvarnarþáttum breyst til batnaðar þar sem ugmennin eru til dæmis líklegri nú en áður til að stunda íþróttir og segja foreldra sína vita frekar hvar og með hverjum þau eru á kvöldin.

 

Lesa meira

„Þetta snýst um fá viðurkenningu fyrir að hafa lagt alla þessa vinnu á sig“ - 27.9.2019

Nemendur sem náðu framúrskarandi árangri í námi á síðustu önn voru afhentar viðurkenningar í gær, fimmtudaginn 26. september. Athöfnin var haldin í Sólinni í HR venju samkvæmt og var vel sótt af nemendum og aðstandendum þeirra.

Lesa meira
Nýnemadagur HR 2019

Nýnemar boðnir velkomnir í HR - 13.8.2019

Í dag var fyrsti skóladagurinn fyrir nýnema við Háskólann í Reykjavík. Glæsilegur hópur ungmenna mætti á nýnemadaginn til að hitta kennara sína og samnemendur, þiggja léttar veitingar og fá kynningu á aðstöðunni og þjónustunni í HR, félagslífinu og ýmsu því sem skiptir máli varðandi það að hefja nám í háskóla.

Lesa meira

Hefja viðamikla rannsókn á geðheilsu Íslendinga - 6.2.2019

Vísindamenn við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík hófu nýlega viðamikla langtíma rannsókn á geðheilsu karla og kvenna á Íslandi. Það eru dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs HR, dr. Rannveig S. Sigurvinsdóttir, lektor við sálfræðisvið, Þóra Sigfríður Einarsdóttir, doktorsnemi við sviðið, ásamt Söruh E. Ullman, prófessor í afbrotafræði og sálfræði við Háskólann í Illinois, sem standa að rannsókninni. Verndari hennar er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Lesa meira