Um deildina

Nefndir og ráð

Starfsemi sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík skiptist á fjögur meginsvið kennslu og rannsókna auk yfirstjórnar:

Deildarforseti

Deildarforseti er framkvæmdastjóri deildar og ber ábyrgð á starfsemi og fjárhag hennar gagnvart rektor. Deildarforseti ræður kennara og aðra starfsmenn til deildarinnar í umboði rektors. Deildarforseti á frumkvæði að mótun stefnu fyrir deildina og stýrir daglegu starfi hennar. Deildarforseti gerir fjárhagsáætlun fyrir deild og skal hún lögð fram til umfjöllunar í framkvæmdastjórn HR sem hluti af heildarfjárhagsáætlun skólans. Deildarforseti skipar deildarráð og boðar til funda í því og heldur einnig reglulega deildarfundi.

Deildarráð

Deildarráð fer með yfirstjórn allra mála sem lúta að nemendum, námskrá, rannsóknum
og ytri tengslum deildarinnar. Deildarforseti stýrir fundum deildarráðs og er ábyrgur fyrir því að kalla saman fundi. Ákvarðanir og tillögur ráðsins skulu færðar til bókar og gerðar aðgengilegar og einnig kynntar á deildarfundum eftir því sem við á. 

Í deildarráði sitja:

  • Kamilla Rún Jóhannsdóttir, deildarforseti
  • Hanna Steinunn Steingrímsdóttir, forstöðukona MSc-náms í hagnýtri atferlisgreiningu
  • Birna Baldursdóttir, forstöðumaður PhD-náms í sálfræði
  • Rannveig S. Sigurvinsdóttir, forstöðukona BSc-náms í sálfræði
  • Linda Bára Lýðsdóttir, forstöðukona MSc-náms í klínískri sálfræði
  • Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor

Námsráð

Hlutverk námsráðs er meðal annars að fjalla um uppbyggingu námsbrauta og þróun þeirra, uppbyggingu nýrra námsbrauta eða námsleiða og gæðamál sem varða nám og kennslu. 

Í námsráði sitja: 

  • Hanna Steinunn Steingrímsdóttir, forstöðukona MSc-náms í hagnýtri atferlisgreiningu
  • Rannveig S. Sigurvinsdóttir, forstöðukona BSc-náms í sálfræðideild
  • Linda Bára Lýðsdóttir, forstöðukona MSc-náms í klínískri sálfræði
  • Brynjar Halldórsson, dósent
  • Inga María Ólafsdóttir, lektor

Deildarfundir

Á deildarfundum eiga sæti allir starfsmenn deildarinnar og starfsmenn stofnana sem
heyra undir deildina. 

Tilgangur deildarfundar er að:

  • Vera vettvangur umræðna um markmið og hlutverk deildarinnar.
  • Veita upplýsingar til starfsmanna um ýmis fagleg málefni er snerta deildina.
  • Fjalla um skipulag kennslu, námsframboð og námsleiðir.
  • Fjalla um rannsóknir við deildina.
  • Fjalla um hlutverk og skyldur ráða og nefnda.

Starfsfólk


Var efnið hjálplegt? Nei