BSc-nám í sálfræði

Nefndir og ráð

Kamilla Rún Jóhannsdóttir er forstöðumaður BSc-náms í sálfræði. Hún starfar í umboði deildarforseta og er ábyrg fyrir námsbrautinni. Forstöðumaður heldur fundi í námsstjórn og gæðaráði BSc-náms.

Námsstjórn

Í námsstjórn sitja deildarforseti sálfræðideildar, forstöðumenn og verkefnastjóri. Námsstjórn er ábyrg fyrir eftirtöldum atriðum:

 • Uppbyggingu námsins, þróun þess og gæðamati.
 • Inntöku nýnema og mati á fyrra námi þeirra.
 • Framvindu- og prófareglum.

Fulltrúar námsstjórnar:

Bryndís Björk

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir

Deildarforseti sálfræðideildar

Kamilla Rún

Kamilla Rún Jóhannsdóttir

Forstöðumaður BSc-náms í sálfræðideild

Unnur-Veny-Kristinsdottir

Unnur Véný Kristinsdóttir

Verkefnastjóri BSc-náms í sálfræðideild

Gæðaráð

Í gæðaráði eiga sæti forstöðumaður BSc-náms, verkefnastjóri  BSc-náms og einn trúnaðarmaður nemenda á hverju námsári. Gæðaráð er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um gæði kennslu og framkvæmd námskeiða. Forstöðumaður skal kalla saman fund að minnsta kosti einu sinni á önn en trúnaðarmenn geta óskað eftir fundi þegar þörf krefur. 

Í gæðaráði BSc-náms í sálfræði skólaárið 2019 - 2020 sitja:

 • Kamilla Rún Jóhannsdóttir, forstöðumaður
 • Unnur Véný Kristinsdóttir, verkefnastjóri
 • Helga Kristín Ingólfsdóttir - 1.ár 
 • Elva Björg Elvarsdóttir - 2.ár
 • Móna Róbertsdóttir Becker - 2.ár
 • Ellen Helena Helgadóttir - 3.ár
 • Arna Stefanía Guðmundsdóttir - 3.ár

Ráðgjafarnefnd

Í ráðgjafarnefnd sálfræðideildar sitja fjórir sérfræðingar frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum á Íslandi. Ráðgjafarnefndin er til ráðgjafar um ýmis mál sem snúa að þróun og uppbyggingu námsins. 

Fulltrúar ráðgjafarnefndar:

 • Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur sálfræðiþjónustu Landspítala og dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands.
 • Edvald Sæmundssen, sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
 • Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir, sviðsstjóri þroska og hegðunarstöðvar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
 • Ægir Már Þórisson, forstöðumaður mannauðssviðs Advania.


Var efnið hjálplegt? Nei