MSc-nám í klínískri sálfræði

Nefndir og ráð

Forstöðumaður er Jón Friðrik Sigurðsson.

Forstöðumaður starfar í umboði deildarforseta og er ábyrgur fyrir námsbrautinni. Forstöðumaður heldur fundi í námsstjórn og gæðaráði meistaranámsins.

Námsstjórn

Í námsstjórn sitja deildarforseti sálfræðideildar, forstöðumaður, fastir kennarar og verkefnastjóri. Námsstjórn er ábyrg fyrir eftirtöldum atriðum:

 • Uppbyggingu námsins, þróun þess og gæðamati
 • Inntöku nýnema og mati á fyrra námi þeirra
 • Framvindu- og prófareglum

Fulltrúar námsstjórnar

Bryndís Björk

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir

Deildarforseti sálfræðideildar

Jón Friðrik Sigurðsson

Jón Friðrik Sigurðsson

Forstöðumaður MSc-náms í klínískri sálfræði

Thelma-Sif-Saevarsdottir

Thelma Sif Sævarsdóttir

Verkefnastjóri 

Gæðaráð

Í gæðaráði eiga sæti forstöðumaður námsins, verkefnastjóri og tveir trúnaðarmenn nemenda. Gæðaráð er vettvangur umræðna og skoðanaskipta um gæði kennslu og framkvæmd námskeiða. Verkefnastjóri skal kalla saman fund að minnsta kosti einu sinni á önn en trúnaðarmenn geta óskað eftir fundi þegar þörf krefur.

Fulltrúar gæðaráðs

Í gæðaráði MSc-náms í sálfræði skólaárið 2019 - 2020 sitja:

 • Jón Friðrik Sigurðsson, forstöðumaður
 • Thelma Sif Sævarsdóttir, verkefnastjóri
 • Anna Friðrikka Jónsdóttir, 1. ár
 • Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir, 1. ár.
 • Guðrún Carstensdóttir, 2. ár
 • Ásthildur E. Erlingsdóttir, 2. ár

Ráðgjafarnefnd

Í ráðgjafarnefnd sálfræðideildar sitja fjórir sérfræðingar frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum á Íslandi. Ráðgjafarnefndin er til ráðgjafar um ýmis mál sem snúa að þróun og uppbyggingu námsins.

Fulltrúar ráðgjafarnefndar:

 • Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur sálfræðiþjónustu Landspítala og dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands.
 • Edvald Sæmundssen, sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
 • Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir, sviðsstjóri þroska og hegðunarstöðvar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
 • Ægir Már Þórisson, forstöðumaður mannauðssviðs Advania.Var efnið hjálplegt? Nei