SERES

Frumkvöðlasetur Háskólans í Reykjavík

Frumkvöðlasetur HR styður við nýsköpun meðal nemenda og hjálpar þeim að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Þetta er gert með aðgengi að sérhannaðri aðstöðu og að mentorum úr nýsköpunargeiranum og öðrum sérfræðingum úr atvinnulífinu.

Fyrir hverja er frumkvöðlasetrið?
Frumkvöðlasetrið er sérstaklega ætlað nemendum við HR og þeir hafa forgang að aðstöðunni. Öllum er þó heimilt að sækja um aðstöðu. Það er gert ráð fyrir allt að 25 manns geti nýtt sér aðstöðuna á hverjum tíma. Einstök nýsköpunarverkefni munu geta notað aðstöðuna í allt að eitt ár.

Frumkvöðlasetrið er rekið af nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd SFHR sem samanstendur af nemendum skólans. Nefndin hefur einnig verið hluti af verkefnastjórn Gulleggsins hugmyndakeppninnar í samstarfi við Icelandic Startups. Nefndin samanstendur af nemendum frá mismunandi námsgreinar á borð við verkfræði, viðskiptafræði og tölvunarfræði.

Fyrirspurnir: seres@ru.is.


Var efnið hjálplegt? Nei