SERES

Frumkvöðlasetur Háskólans í Reykjavík

Frumkvöðlasetur HR styður við nýsköpun meðal nemenda og hjálpar þeim að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Þetta er gert með aðgengi að sérhannaðri aðstöðu og að mentorum úr nýsköpunargeiranum og öðrum sérfræðingum úr atvinnulífinu.

Fyrir hverja er frumkvöðlasetrið?
Frumkvöðlasetrið er rekið af nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd HR, Seres, sem samanstendur af nemendum skólans. Nefndin hefur einnig verið hluti af verkefnastjórn Gulleggsins hugmyndakeppninnar í samstarfi við Icelandic Startups. Hún samanstendur af nemendum frá mismunandi námsgreinum á borð við verkfræði, viðskiptafræði og tölvunarfræði.

Fyrirspurnir: seres@ru.is.

Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera þátttakandi í Frumkvöðlasetri Seres. Við vinnum með nýjustu tækni bæði í vefforritun og einnig gervigreind. Við höfum kynnst fólki í gegnum Seres, sem er á svipaðri bylgjulengd og er að vinna í skyldum verkefnum þar sem næsta kynslóð tækninnar kemur við sögu. Það passar vel að vera í því frjóa umhverfi sem Seres bíður uppá. Við njótum þess að vinna í umhverfi þar sem fólk er á sömu bylgjulengd og við og er að vinna með nýjustu tækni. Fyrir okkur er Seres því mun meira en góð aðstaða.

Héðinn Steingrímsson hjá Skákgreind
Skákgreind er að þróa gervigreinda vefsíðu fyrir einstaklingsmiðaða þjálfun og einnig fyrsta námskeiðið um gervigreind sem samið er á íslensku fyrir almenning.

Mér finnst aðstaðan vera mjög góð og er ánægður með Seres nefndina og það sem hún er búin að gera til þess að bæta aðstöðuna frá því þegar fyrst var opnað í Seres. Andrúmsloftið er mjög gott og eru flest allir hópar tilbúnir að deila á milli sín hugmyndum hvernig má bæta verkefnið hjá hvor öðrum sem er mjög jákvætt.

Þorsteinn Geirsson meðlimur Dufl, en hann og félagar hans unnu frumkvöðlakeppnina Gulleggið árið 2019.

Horft yfir Seres fumkvöðlasetur HR

Seres - Frumkvöðlasetur Háskólans í ReykjavíkSeres - Frumkvöðlasetur Háskólans í Reykjavík


Var efnið hjálplegt? Nei