Vísindaferðir
Haustönn 2020 var byrjað að halda vísindaferðir fyrir nemendafélög Háskólans í Reykjavík til að kynna starfsemi frumkvöðlasetursins. Tekið var á móti Mentes, nemendafélagi sálfræðinema, og Pragma, nemendafélag verk- og tæknifræðinema. Síðan þá hafa nokkrar vísindaferðir verið haldnar og er stefnt á að halda þessu áfram næstu annir þar sem þetta er frábær leið til að kynna nemendum fyrir því sem setrið hefur upp á að bjóða. Markmiðið er að hvetja nemendur sem hafa áhuga á nýsköpun eða luma á viðskiptahugmynd til að nýta sér aðstöðuna.