Námskeið Skema

Námskeið sem styrkja

Námsframboð Skema í HR er fjölbreytt og miða öll námskeiðin, bæði styttri og lengri, að því að efla börn og unglinga í námi og starfi og gefa þeim forskot til framtíðar. Hjá Skema tileinka krakkar sér aðferðafræði sem nýtist þeim í öðru námi og jafnframt við að leysa þau margvíslegu verkefni sem upp geta komið í lífi og starfi. Skráning og nýting tómstunda- & frístundastyrkja fer fram á skema.felog.is


Sú færni sem nemendur styrkja sig í er meðal annars: Rökhugsun // sköpun // félagsfærni // teymisvinna // samskipti // betri sjálfsmynd // þrautalausnir  

 Af hverju Skema? Lestu meira.Skapandi tæknidagar í páskafríinu

Fyrir 5-12 ára

05 ára 06 ára 07 ára 08 ára 09 ára 10 ára 11 ára 12 ára Opið fyrir skráningu Vorönn

Á skapandi tæknidögum í páskafríinu fá krakkar tækifæri til að skapa og skemmta sér með aðstoð tækninnar.

Helstu upplýsingar

  • Undanfari: Enginn
  • Þrep: 1
  • Aldur: 5-12 ára

Um tæknidaga

Á skapandi tæknidögum er lögð áhersla á skapandi tæknileiki, með og án tölvu og tækja. Um er að ræða fjölbreytta dagskrá á hverjum degi þar sem krakkarnir fá að kynnast skemmtilegum tækjum og tólum og má þar nefna skapandi þjálfun gegnum spjaldtölvur, róbóta leiki og forritun, Makey Makey skemmtun og kynningu á Micro:Bit örtölvunni. Fókus er á forritun fyrir krakka og einnig er boðið upp á að byggja saman í Minecraft á sérstökum þjónum (serverum) sem Skema-teymið hefur sett upp.

Mikilvægt að taka með sér hollt nesti fyrir morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu.

Skipulag og verð

  • Verð fyrir einn dag er 8.000 kr. Hægt er að velja einn dag, tvo daga eða þrjá daga.

Næstu námskeið

  • 6. apríl (09:00 - 16:00) 
  • 7. apríl (09:00 - 16:00) 
  • 8. apríl (09:00 - 16:00)

Skráning fer fram á skema.felog.is

 


Skráning