• Forritun Grunnur

Forritun - grunnur

Grunnnámskeið í forritun

07 ára 08 ára 09 ára 10 ára 11 ára 12 ára 13 ára 14 ára 15 ára 16 ára Forritunardeild Opið fyrir skráningu Tölvuleikjadeild Vorönn

Grunnnámskeið í forritun. Jákvæðni, athyglisstýring, skapandi hugsun og samvinna spila einnig stóran þátt í námskeiðinu.

Tól

Alice, CodeCademy (fyrir eldri).

Þróun færni

Forritun, java, föll, breytur, þrautalausnir, sköpunargleði, félagsfærni, teymisvinna, samskipti, Ábyrg tölvunotkun, rökhugsun.

Vissir þú að Alice umhverfið sem þróað var af Carnegie Mellon University er notað í kennslu í háskólum í Bandaríkjunum til að kenna fyrstu skrefin í forritun? 

Helstu upplýsingar

 • Undanfari: Enginn
 • Þrep: 1
 • Aldur: 7-10 ára og 11-16 ára

Um námskeiðið

Á námskeiðinu er farið í gegnum grunnatriði forritunar með notkun þrívíðs „drag and drop“ umhverfis (Alice), hugarkorta og söguborða. Með því að nota þetta umhverfi er hægt að forðast  flóknar villur og þátttakendur geta því einbeitt sér að því sem skiptir máli á þessu stigi, það er, að ná hugsuninni á bak við forritun.

Tölvuhrekkir verða einnig teknir fyrir þar sem farið er í nokkra meinlausa hrekki til að kynna nemendum fyrir ábyrgri og öruggri tölvu- og internetnotkun. 

11-16 ára: Kafað er dýpra í heim forritunar með eldri nemendunum og farið yfir í Java forritun eftir að undirstöðuatriði hafa verið kynnt og myndræn sýn hefur mótast af uppbyggingu forrita. Alice byggir á Java forritun þannig að auðvelt er að veita nemendum innsýn inn í Java í framhaldinu af Alice.

Skipulag og verð

10 vikna námskeið

 • Lengd: 1 klst. og 15 mín. per viku í 10 vikur (alls 12,5 klst.)
 • Verð: 28.500.-

Helgarnámskeið

 • Lengd: 3 klst. á dag laugardag og sunnudag (alls 6 klst.)
 • Verð: 13.900.-

Sumarnámskeið

 • Lengd: 5 dagar, 3 klst. á dag (alls 15 klst.)
 • Verð: 29.500.-

Næstu námskeið

 • Næsta helgarnámskeið verður 5.-6. maí kl. 13:00-16:00 (7-10 ára).

Sumarnámskeið 2018

 • 11.-15. júní kl. 09:00-12:00 (7-10 ára)
 • 18.-.22. júní kl. 13:00-16:00 (11-16 ára)
 • 2.-6. júlí kl. 13:00-16:00 (11-16 ára)

 Skráning og nýting tómstunda- & frístundastyrkja fer fram á skema.felog.is


Skráning