• Kano_Tolvan

Kano tölvan og python forritun

Python-forritun í tölvu sem þú setur saman sjálf/ur

07 ára 08 ára 09 ára 10 ára Forritunardeild Opið fyrir skráningu Sumarönn Vélbúnaðardeild

Á námskeiðinu fræðast nemendur um það hvernig Kano tölvan virkar, kynnast möguleikum forritunar og læra grunnskipanir í forritunarmálinu Python.

Tól

Kano.me tölva og stýrikerfi.

Þróun færni

Verkefnalausnir, forritun, Python, tölvubúnaður, sköpunargleði, félagsfærni, teymisvinna, samskipti, ábyrgtölvunotkun, rökhugsun.

 

  • Vissir þú að á þessu námskeiði nota krakkar sama forritunarmál og er notað til að búa til EVE Online ?

 

Helstu upplýsingar

  • Undanfari: Engin
  • Þrep: 1
  • Aldur: 6-10 ára

Um námskeiðið

Kano tölvan er ótrúlega öflug lítil græja sem nemendur setja saman sjálfir, setja upp og vinna með út námskeiðið. Meðan tölvan er sett saman fræðast nemendur um innviði tölvunnar og kynnast því hvernig tölvan virkar.

Á tölvunni vinna nemendur síðan hin ýmsu verkefni í kubbaforritun (með Python-kóðann sýnilegan til hliðar) og kynnast forritun og forritunarmálinu í leiðinni. Hver man t.d. ekki eftir snákaleiknum? Meðal annars er sá leikur forritaður.

Einnig er glímt við Minecraft-forritun og nemendur sjá hvernig forritun getur haft áhrif á leikinn. Krakkarnir nýta sér iPad-græjur og PlayOsmo til að kynnast grunnskipunum í forritun.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við CCP en stærstur hluti EVE Online leiksins er skrifaður í Python. Python forritunarmálið er mjög einfalt að kóða og lesa sem gerir CCP kleift að koma hugmyndum leikjahönnuða hratt inn í leikinn. 

Skipulag og verð

Helgarnámskeið

  • Lengd: 3 klst. á dag, laugardag og sunnudag (alls 6 klst)
  • Verð: 13.900.-

 

Sumarnámskeið

  • Lengd: 5 dagar, 3 klst. á dag (alls 15 klst.)
  • Verð: 29.500.-

Næstu námskeið

Sumarnámskeið 2018

  • 11.-15. júní kl. 13:00-16:00 (8-12 ára)

 


Skráning