• Barn situr við tölvu en horfir yfir öxl sér í myndavélina með bros á vör

Kodu-forritun

Forritun og stærðfræði

05 ára 06 ára 07 ára 08 ára 09 ára 10 ára 11 ára 12 ára Forritunardeild Kríladeild Opið fyrir skráningu Vorönn

Á námskeiðinu kynnast krakkar hönnun tölvuleikja með gerð söguborða og hvernig hægt er að tengja frásagnarlist við tölvuleikjagerð. Einnig leysa þeir einföld stærðfræðiverkefni með forritun.

Næstu námskeið

Kodu forritun (6-9 ára): Sunnudagar (09:30-10:45) í HR  

Námskeið hefst 17.02.2019 (11 vikur) 

 

Þróun færni

Verkefnalausnir, forritun, sköpunargleði, félagsfærni, teymisvinna, samskipti, ábyrgtölvunotkun, rökhugsun, hugarkort, söguborð, stærðfræði.

 

Vissir þú að nemendur á þessu námskeiði hafa tekið þátt í erlendum keppnum?

Helstu upplýsingar

  • Undanfari: Enginn
  • Þrep: 1
  • Aldur: 6-9 ára

Um námskeið

Kodu Game Lab er skemmtilegt forritunarumhverfi sem leyfir notendum að skapa sinn eigin tölvuleik með lítilli fyrirhöfn. Umhverfið byggir á sjónrænum skipunum, er einfalt í notkun og boðið er upp á þann möguleika að hafa umhverfið á íslensku.

Á námskeiðinu kynnast nemendur hönnun tölvuleikja með gerð söguborða og hvernig hægt er að tengja frásagnarlist við tölvuleikjagerð. Einnig munu nemendur leysa einföld stærðfræðiverkefni gegnum forritun, sem er ómeðvitaður lærdómur í gegnum leik.

Forritið er hægt að sækja frítt á heimasíðu Kodu Game Lab. Á forsíðunni er hnappur efst í vinstra horninu sem á stendur Get Kodu.

Skema hefur staðið fyrir Kodu Game Lab forritunarkeppnum í samstarfi við Microsoft á Íslandi auk þess sem við höfum stutt við nemendur okkar í að senda inn lausnir í erlendar keppnir. Við viljum hvetja okkar nemendur áfram og sýna þeim að þó við búum á litla Íslandi þá getum við verið mögnuð á heimsvísu líkt og hann Kjartan Örn, nemandi og aðstoðarþjálfari Skema, sýndi og sannaði þegar hann sigraði Microsoft Kodu Cup árið 2013 einungis 11 ára og fékk að verðlaunum $3000.

Skipulag og verð

11 vikna námskeið

  • Lengd: 1 klst. og 15 mín. per viku í 11 vikur (alls 13 klst. og 45 mín.)
  • Verð: 28.500.-

Helgarnámskeið

  • Lengd: 3 klst. á dag, laugardag og sunnudag (alls 6 klst.)
  • Verð: 9.900.-

Sumarnámskeið

  • Lengd: 5 dagar, 3 klst. á dag (alls 15 klst.)
  • Verð: 28.500.-

Næstu námskeið

  • Kodu Forritun (6-9 ára): Sunnudagar (kl.09:30-10:45)  / Námskeið hefst 17.02.2019 

Skráning og nýting tómstunda- & frístundastyrkja fer fram á skema.felog.is


Skráning