• Barn situr við tölvu en horfir yfir öxl sér í myndavélina með bros á vör

Kodu-forritun

Forritun og stærðfræði

05 ára 06 ára 07 ára 08 ára 09 ára 10 ára 11 ára 12 ára Forritunardeild Kríladeild Opið fyrir skráningu Sumarönn

Á námskeiðinu kynnast krakkar hönnun tölvuleikja með gerð söguborða og hvernig hægt er að tengja frásagnarlist við tölvuleikjagerð. Einnig leysa þeir einföld stærðfræðiverkefni með forritun.

Tól

Kodu Game Lab.

Þróun færni

Verkefnalausnir, forritun, sköpunargleði, félagsfærni, teymisvinna, samskipti, ábyrgtölvunotkun, rökhugsun, hugarkort, söguborð, stærðfræði.

 

Vissir þú að nemendur á þessu námskeiði hafa tekið þátt í erlendum keppnum?

Helstu upplýsingar

 • Undanfari: Enginn
 • Þrep: 1
 • Aldur: 6-10 ára

Um námskeið

Kodu Game Lab er skemmtilegt forritunarumhverfi sem leyfir notendum að skapa sinn eigin tölvuleik með lítilli fyrirhöfn. Umhverfið byggir á sjónrænum skipunum, er einfalt í notkun og boðið er upp á þann möguleika að hafa umhverfið á íslensku.

Á námskeiðinu kynnast nemendur hönnun tölvuleikja með gerð söguborða og hvernig hægt er að tengja frásagnarlist við tölvuleikjagerð. Einnig munu nemendur leysa einföld stærðfræðiverkefni gegnum forritun, sem er ómeðvitaður lærdómur í gegnum leik.

Forritið er hægt að sækja frítt á heimasíðu Kodu Game Lab. Á forsíðunni er hnappur efst í vinstra horninu sem á stendur Get Kodu.

Skema hefur staðið fyrir Kodu Game Lab forritunarkeppnum í samstarfi við Microsoft á Íslandi auk þess sem við höfum stutt við nemendur okkar í að senda inn lausnir í erlendar keppnir. Við viljum hvetja okkar nemendur áfram og sýna þeim að þó við búum á litla Íslandi þá getum við verið mögnuð á heimsvísu líkt og hann Kjartan Örn, nemandi og aðstoðarþjálfari Skema, sýndi og sannaði þegar hann sigraði Microsoft Kodu Cup árið 2013 einungis 11 ára og fékk að verðlaunum $3000.

Skipulag og verð

10 vikna námskeið

 • Lengd: 1 klst. og 15 mín. per viku í 10 vikur (alls 12,5 klst.)
 • Verð: 28.500.-
 • Sunnudagar kl. 13:45-15:00.

Helgarnámskeið

 • Lengd: 3 klst. á dag, laugardag og sunnudag (alls 6 klst.)
 • Verð: 13.900.-

Sumarnámskeið

 • Lengd: 5 dagar, 3 klst. á dag (alls 15 klst.)
 • Verð: 29.500.-

Næstu námskeið

Sumarnámskeið 2018

 • 18.-22. júní kl. 09:00-12:00 (6-10 ára)
 • 25.-29. júní kl. 09:00-12:00 (6-10 ára)
 • 9.-13. júlí kl. 13:00-16:00 (6-10 ára)
 • 30.-3. ágúst kl. 09:00-12:00 (6-10 ára)
 • Skráning og nýting tómstunda- & frístundastyrkja fer fram á skema.felog.is

Skráning