Kodu: Forritun

Fyrir 6-10 ára

07 ára 08 ára 09 ára 10 ára 12 ára Forritunardeild Kríladeild Opið fyrir skráningu Sumarönn

Á námskeiðinu kynnast krakkar hönnun tölvuleikja með gerð söguborða og hvernig hægt er að tengja frásagnarlist við tölvuleikjagerð. Einnig leysa þeir einföld stærðfræðiverkefni með forritun.

Næstu námskeið

  • 26. - 30. júní, frá 09:00 til 12:00
  • 8. - 11. ágúst, frá 09:00 til 12:45

 

Vissir þú að nemendur á þessu námskeiði hafa tekið þátt í erlendum keppnum?

Helstu upplýsingar

  • Undanfari: Enginn
  • Aldur: 7-10 ára

Um námskeið

Kodu Game Lab er skemmtilegt forritunarumhverfi sem leyfir notendum að skapa sinn eigin tölvuleik með lítilli fyrirhöfn. Umhverfið byggir á sjónrænum skipunum, er einfalt í notkun og boðið er upp á þann möguleika að hafa umhverfið á íslensku.

Á námskeiðinu kynnast nemendur hönnun tölvuleikja með gerð söguborða og hvernig hægt er að tengja frásagnarlist við tölvuleikjagerð. Einnig munu nemendur leysa einföld stærðfræðiverkefni gegnum forritun, sem er ómeðvitaður lærdómur í gegnum leik.

Forritið er hægt að sækja frítt á heimasíðu Kodu Game Lab. Á forsíðunni er hnappur efst í vinstra horninu sem á stendur Get Kodu.

Skipulag og verð

Sumarnámskeið

  • Lengd: 5 dagar, 3 klst. á dag (samtals 15 klst.)
  • Verð: 21.500.-

Næstu námskeið

  • 26. - 30. júní, frá 09:00 til 12:00
  • 8. - 11. ágúst, frá 09:00 til 12:45

Skráning