• Unity3d leikur

Unity3D - leikjaforritun

Leikjaforritun með Unity3D og C#

10 ára 11 ára 12 ára 13 ára 14 ára 15 ára 16 ára 17+ Tölvuleikjadeild Vorönn

Á námskeiðinu læra nemendur að skilja og þróa þrívíð umhverfi, forrita einfalda leiki og efla rökhugsun og sköpunargáfu.

Tól

Unity3D.

Þróun færni

Forritun, C#, föll, breytur, sköpunargleði, félagsfærni, teymisvinna, rökhugsun.

Vissir þú að Unity3D leikjavélin er ein sú öflugasta í heiminum og að það var íslendingur sem stofnaði fyrirtækið?

Helstu upplýsingar

 • Undanfari: Námskeiðið Forritun - grunnur, vefsmíði eða góður grunnur í forritun
 • Þrep: 3
 • Aldur: 11-16 ára

Um námskeið

Unity3D er ein öflugasta leikjavélin á markaðnum í dag og er notuð af fagmönnum um allan heim við gerð tölvuleikja, appa og fleira.

Unity er frábært umhverfi til að búa til gagnvirka tvívíða eða þrívíða tölvuleiki. Umhverfið býður upp á einfalda „multi-platform“ útgáfu, þúsundir tilbúinna eininga og samfélag þar sem hægt er að deila þekkingu og sækja í reynslubanka annarra notenda Unity 3D.

Meðal þess sem kennt er:

 • Kynning á því nýjasta í leikjatækni
 • Grunnatriði forritunar í C#
 • Að skilja og þróa þrívíð umhverfi
 • Að forrita einfalda leiki
 • Að efla rökhugsun og sköpunargáfu

Skipulag og verð

10 vikna námskeið

 •  Lengd: 1 klst. og 15 mín. per viku í 10 vikur (alls 12,5 klst.)
 •  Verð: 31.500.-
 • Fimmtudagar kl. 19:00-20:15 í HR.

Næstu námskeið

 • 10 vikna námskeið hófst fimmtudaginn 15. febrúar kl. 19:00-20:15 í HR

 Skráning og nýting tómstunda- & frístundastyrkja fer fram á skema.felog.is


Skráning