• Fjögur börn vinna við tölvur á litlum sérhönnuðum barnaborðum.

Minecraft - grunnur

Áhersla á lestur

04 ára 05 ára 06 ára 07 ára 08 ára 09 ára 10 ára 11 ára Haustönn Kríladeild Minecraft deild Vorönn

Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu atriði í Minecraft. Áhersla er lögð á lestrarfærni.

Tól 

Minecraft, lestrarhefti með lesblinduletri.

Þróun færni 

Minecraft, mods, skins, texture pack, sköpunargleði, teymisvinna, samskipti, lestur.

Vissir þú að hægt væri að temja pardus í Minecraft til að breyta honum í kött sem eltir þig út um allt og fælir skrímslin frá?

Helstu upplýsingar

 • Undanfari: Enginn
 • Þrep: 1
 • Aldur: 5-7 ára og 7-10 ára 

Um námskeiðið

Minecraft er tölvuleikur og sýndarheimur sem gefur sköpunargleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Spilarar geta ýmist spilað einir eða við aðra á netinu, reist mannvirki eða farið í ævintýraferðir en verða alltaf að muna að hafa varann á þegar nóttin nálgast.

Á námskeiðinu verður farið yfir öll helstu atriði er tengjast leiknum. Nemendur læra að nota „texture“ pakka og setja svokölluð „mod” inn í leikinn sem gerir þeim kleift að sækja viðbætur í leikinn og laga hann að eigin ímyndunarafli. Þá verður nýttur sérstakur Skema vefþjónn þar sem þátttakendur geta spilað saman og leyst verkefni. 

Námskeiðið er ætlað jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í leiknum og þeim sem hafa kynnst leiknum að einhverju ráði. Til þess að taka fullan þátt í námskeiðinu er þó nauðsynlegt að nemendur hafi keypt aðgang að leiknum (minecraft.net) og kunni notendanafn sitt og lykilorð.

Lestur

Á námskeiðinu verður stuðst við skapandi lestrarhefti sem þjálfarar lesa upp úr og/eða nemendur lesa sjálfir. Heftið inniheldur spennandi fróðleik og eflir færni nemenda. Á vefþjóninum eru einnig staðsettar sérhannaðar lestrarvélar sem bjóða nemendum upp á að svara einföldum spurningum úr Minecraft bókunum og fá í staðinn spennandi hluti sem nýtast í leiknum.

Þessi síða er ekki að bjóða opinbera Minecraft® vöru. Háskólinn í Reykjavík er ekki tengdur Mojang né Microsoft.

Skipulag og verð

10 vikna námskeið

 • Lengd: 1 klst. og 15 mín. per viku í 10 vikur (alls 12,5 klst.)
 • Verð: 28.500.-
 • Laugardagar kl. 10:00-11:15.
 • Fimmtudagar kl 16:00-17:15

Helgarnámskeið

 • Lengd: 3 klst. á dag, laugardag og sunnudag (alls 6 klst.)
 • Verð: 13.900.-

Allir nemendur fá til eignar Minecraft kennsluhefti og Minecraft lestrarhefti

Næstu námskeið

 • Næstu námskeið hefjast laugardaginn 10. febrúar kl. 10:00-11:15 og fimmtudaginn 15. febrúar kl. 16:00-17:15 í HR
 • Næstu helgarnámskeið verða auglýst síðar.

Skráning og nýting tómstunda & frístundastyrkja fer fram á skema.felog.is


Skráning