• Skjáskot úr Minecraft leiknum

Minecraft

Hönnun og landafræði

06 ára 07 ára 08 ára 09 ára 10 ára 11 ára 12 ára 13 ára 14 ára 15 ára Minecraft deild Opið fyrir skráningu Sumarönn

Á námskeiðinu fræðast nemendur um aðferðir og tól til að auðvelda sér byggingu á hinum ýmsu hlutum. Einnig kynnast þau staðarheitum og kennileitum á Íslandi.

Dagsetningar námskeiðs

 • 21. september frá kl. 11:15- 12:30
 • 28. september frá kl. 11:15- 12:30
 • 5. október frá kl.  11:15- 12:30
 • 12. október frá kl. 11:15- 12:30
 • 19. október frá kl. 11:15- 12:30
 • 26. október frá kl. 11:15- 12:30
 • 2. nóvember frá kl. 11:15- 12:30
 • 9. nóvember frá kl. 11:15- 12:30
 • 16. nóvember frá kl. 11:15- 12:30
 • 23. nóvember frá kl. 11:15- 12:30
 • 30. nóvember frá kl. 11:15- 12:30

Þróun færni

Minecraft, mods, redstone, landafræði, sköpunargleði, teymisvinna, samskipti.

Vissir þú að hægt er að kynnast landafræði í gegnum Minecraft? Og að það er til 1:1 Minecraft kort af Danmörku?

Helstu upplýsingar

 • Undanfari: Minecraft grunnur eða reynsla í minecraft spilun
 • Þrep: 1
 • Aldur: 7 - 10 ára

Um námskeiðið

Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að skapa og hanna heilu landsvæðin í Minecraft. Nemendur fá aðgengi að Íslandskorti og kortum af mismunandi svæðum til að skipuleggja, hanna og skapa. 

Það þarf að huga að ýmsu við hönnun landsvæða og því er nauðsynlegt að taka hugarflugsfundi, skipulagsfundi, vinna í teymum og skipta með sér verkum. Einnig verður farið aðeins í notkun á Redstone í Minecraft og nemendum kynnt fyrir þeim töfraheim sem hægt er að skapa með rökrásum. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa reynslu af Minecraft spilun og langar kafa dýpra í hönnunarhluta leiksins. Til þess að taka fullan þátt í námskeiðinu er nauðsynlegt að nemendur hafi keyptan aðgang að leiknum (minecraft.net) og kunni notendanafn sitt og lykilorð. 

Þessi síða er ekki að bjóða opinbera Minecraft® vöru. Háskólinn í Reykjavík er ekki tengdur Mojang né Microsoft.

Skipulag og verð

11 vikna námskeið

 • Lengd: 1 klst og 15 mín per viku í 11 vikur (alls 13 klst. og 45 mín.)
 • Verð: 19.500.- 

Skráning og nýting tómstunda- & frístundastyrkja fer fram á skema.felog.is


Skráning