• Horft er aftan á bekk af krökkum við tölvur og sést í Minecraft á skjám þeirra.

Minecraft

„Serverar“ og „mod“

09 ára 10 ára 11 ára 12 ára 13 ára 14 ára 15 ára Minecraft deild Opið fyrir skráningu Vorönn

Nemendur læra að setja „mod“ inn í Minecraft-leikinn og laga hann að eigin ímyndunarafli. Settur er upp server (vefþjónn) þar sem þáttakendur geta spilað saman og leyst verkefni.

Næstu námskeið

16.febrúar - 27.apríl (laugardagar) kl.15:00-16:15 (10-14 ára) 

Þróun færni

Minecraft, mods, netöryggi, sköpunargleði, teymisvinna, samskipti.

Vissir þú að hægt er að setja upp sinn eigin Minecraft server (vefþjón) og bjóða öðrum að spila með sér?

Helstu upplýsingar

  • Undanfari: Enginn
  • Þrep: 1
  • Aldur: 10 - 14 ára

Um námskeiðið

Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu atriði sem tengjast Minecraft. Nemendur læra að setja svokölluð „mod“ inn í leikinn sem gerir þeim kleift að sækja viðbætur í leikinn og laga hann að eigin ímyndunarafli.

Þá verður settur upp vefþjónn þar sem þáttakendur geta spilað saman og leyst verkefni. Rætt er um netöryggi varðandi aðgangsstýringar vefþjóna, að mikilvægt sé að læsa þeim fyrir utanaðkomandi til að geta spilað í öruggu umhverfi.

Námskeiðið er ætlað jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í leiknum og þeim sem hafa kynnst leiknum að einhverju ráði. Til þess að taka fullan þátt í námskeiðinu er þó nauðsynlegt að nemendur hafi keypt aðgang að leiknum (minecraft.net) og kunni notendanafn sitt og lykilorð.

Þessi síða er ekki að bjóða opinbera Minecraft® vöru. Háskólinn í Reykjavík er ekki tengdur Mojang né Microsoft.

Skipulag og verð

11 vikna námskeið

  • Lengd: 1 klst. og 15 mín. per viku í 11 vikur (alls 13 klst. og 45 mín.)
  • Verð: 28.500.-

Helgarnámskeið

  • Lengd: 3 klst. á dag, laugardag og sunnudag (alls 6 klst.)
  • Verð: 9.900.-

Sumarnámskeið

  • Lengd: 5 dagar, 3 klst. á dag (alls 15 klst.)
  • Verð: 28.500.-

Næstu námskeið

Í Háskólanum í Reykjavík (11 vikur)

  • 16.febrúar - 27.apríl (laugardagar) kl.15:00-16:15 (10-14 ára) 

Skráning og nýting tómstunda- & frístundastyrkja fer fram á skema.felog.is

 


Skráning