• Barnahendur tengja saman víra og rafrásir

Tækjaforritun

Róbótar, rafrásir og forritun

06 ára 07 ára 08 ára 09 ára 10 ára 11 ára 12 ára 13 ára 14 ára 15 ára Forritunardeild Opið fyrir skráningu Sumarönn Vélbúnaðardeild

Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að leysa hin ýmsu verkefni á skapandi máta með beinni snertingu við tæknina. Unnið verður með m.a. með róbóta, Makey Makey, Micro:Bit, Bloxels, Rasperry Pi og Kano tölvuna.

Dagsetningar námskeiðs

 • 22. september frá kl. 09:30- 10:45

 • 29. september frá kl.  09:30- 10:45

 • 6. október frá kl.  09:30- 10:45

 • 13. október frá kl.  09:30- 10:45

 • 20. október frá kl. 09:30- 10:45

 • 27. október frá kl.  09:30- 10:45

 • 3. nóvember frá kl.  09:30- 10:45

 • 10. nóvember frá kl.  09:30- 10:45

 • 17. nóvember frá kl.  09:30- 10:45

 • 24. nóvember frá kl.  09:30- 10:45

 • 1. desember frá kl.  09:30- 10:45

Þróun færni

Verkefnalausnir, forritun, rafrásir, róbótar, tölvubúnaður, sköpunargleði, félagsfærni, teymisvinna, samskipti, rökhugsun.

Vissir þú að með Makey Makey er hægt að gera hljóðfæri úr banana eða spila tölvuleiki með leir?

Helstu upplýsingar

 • Undanfari: Enginn.
 • Level: 1
 • Aldur: 8-12 ára.

Um námskeiðið

Á námskeiðinu verður meðal annars unnið með Makey Makey örtölvuna sem er frábært tæki sem breytir einföldum hlutum í stjórntæki fyrir tölvuna. Sem dæmi má nefna banana, blóm og hnífapör sem breytt er í hljóðfæri eða lyklaborð.

Nemendur fá einnig að kynnast hönnun tölvuleiks með Bloxels kubbum og hvernig hægt er að vekja hann til lífs með Bloxels appinu. Yngstu nemendurnir fá að kynnast því hvernig hægt er að lita mynd á blaði og sjá síðan lifandi þrívíða útgáfu í spjaldtölvu.

Við skoðum líka Raspberry Pi og hvernig hún hefur verið nýtt til að setja saman eitt stykki Kano tölvu og hvernig hægt er að nýta þá tölvu til að forrita og kynnast einföldum tölvuskipunum.

Svo má ekki gleyma róbótafjölskyldunni okkar en við setjum upp hinar ýmsu þrautir til að leysa með Ollie, Sphero og BB-8 róbótunum.

Skipulag og verð

11 vikna námskeið

 •  Lengd: 1 klst. og 15 mín. per viku í 11 vikur (alls 13 klst. og 45 mín.)
 •  Verð: 19.500.-

Skráning og nýting tómstunda- & frístundastyrkja fer fram á skema.felog.is


Skráning