Tæknismiðja
Fyrir 4-6 ára
Á tæknismiðjunni fá nemendur tækifæri til að leysa hin ýmsu verkefni með og án tækninnar. Sköpun, samvinna og leikur eru einkunnarorð Tæknismiðjunnar.
Næstu námskeið
Helgarnámskeið
- 3. - 4. júní, frá 12:00 til 15:00
Sumarnámskeið
- 3. - 7. júlí, frá 09:00 til 12:00
- 17. - 21. júlí, frá 09:00 til 12:00
Vissir þú að fjögurra ára krakkar geta lært að forrita og búa til píanó úr álpappír?
Helstu upplýsingar
- Undanfari: Enginn
- Aldur: 4 - 6 ára
Um námskeiðið
Athugið að ekki er gert ráð fyrir foreldrum á námskeiðinu.
Á tæknismiðjunni fá nemendur tækifæri til að leysa hin ýmsu verkefni með tækninni á skapandi máta sem hluti af teymi, tækniteymi. Sköpun, samvinna og leikur eru einkunnarorð Tæknismiðjunnar.
Á tæknismiðjunni fá krakkarnir að kynnast fjölbreyttum tæknieiningum, róbótum og forritun.
Á námskeiðinu verður unnið með Makey Makey örtölvuna sem er frábært tæki sem breytir einföldum hlutum í stjórntæki fyrir tölvuna. Sem dæmi má nefna banana, blóm og hnífapör sem breytt er í hljóðfæri eða lyklaborð. Krakkarnir fá auk þess að kynnast LittleBits rafrásum en LittleBits eru lítríkir kubbar sem smellast saman með seglum til að endurspegla rafrásir og efla sköpunarkraft nemenda. Við tökum einnig fram litina og sjáum hvernig hægt er að lita mynd á blaði og sjá síðan lifandi þrívíða útgáfu í spjaldtölvu.
Forritun verður einnig á dagskrá. Krakkarnir fá síðan að kynnast forritun í gegnum borðspil, forritum róbótamús, leysum þrautir með Cubetto róbótanum og forritum einfaldan tölvuleik í Kodu Game Lab umhverfinu.
Krakkarnir kynnast einning skapandi lærdómsleikjum í iPad, fá þjálfun í notkun á lyklaborði og mús í gegnum skemmtilega leiki og svo kíkjum við aðeins á Minecraft leikinn.
Skipulag og verð
Helgarnámskeið
- Lengd: 2 dagar (helgi), 3 klst. á dag (samtals 6 klst.)
- Verð: 11.500.-
Sumarnámskeið
- Lengd: 5 dagar, 3 klst. á dag (samtals 15 klst.)
- Verð: 21.500.-
Næstu námskeið
Helgarnámskeið
- 3. - 4. júní, frá 12:00 til 15:00
Sumarnámskeið
- 3. - 7. júlí, frá 09:00 til 12:00
- 17. - 21. júlí, frá 09:00 til 12:00