Tæknistelpur
Forritun og sjálfsmynd
Á námskeiðinu er farið yfir forritun og tæknin er samþætt sjálfsmyndarvinnu. Einkunnarorð námskeiðanna eru skemmtun, samstaða og styrkur.
Næstu námskeið
- 13. febrúar - 24. apríl (laugardagar) frá 14:00 til 15:15
Þróun færni
Forritun, java, föll, breytur, þrautalausnir, sköpunargleði, félagsfærni, teymisvinna, samskipti, ábyrg tölvunotkun, rökhugsun, sjálfsmynd.
- Vissir þú að fyrsti forritarinn var kona sem hét Ada Lovelance og hún byrjaði að kóða árið 1840?
Helstu upplýsingar
- Undanfari: Enginn
- Þrep: 1
- Aldur: 7-10 ára
Um námskeiðið
Á námskeiðinu verður farið yfir forritun og tækni samþætt sjálfsmyndarvinnu. Einkunnarorð námskeiðanna eru skemmtun, samstaða og styrkur.
Markmið þessara sérhönnuðu námskeiða er að útskrifa tæknistelpur með skýra og jákvæða sjálfsmynd.
Reynslan hefur sýnt að forritunarkennsla eflir markvisst sjálfstraust stelpna og að stúlkur sem hafa lært forritun nota kunnáttuna á annan hátt en drengir. Stelpur á aldrinum 7-13 ára eru móttækilegar fyrir sjálfsmyndarvinnu og með markvissri kennslu má efla sjálfsmynd þeirra svo um munar. Sjálfsmynd stelpna hrakar mjög á unglingsárunum (sérstaklega eftir 13 ára aldur) og er því mikilvægt að styrkja stoðirnar áður en unglingsárin skella á.
Notast verður við hugarkort og söguborð við hönnun tölvuleikja auk þess sem þrívíddar forritunarumhverfi verður notað við gerð leikjanna.
Skipulag og verð
11 vikna námskeið
- Lengd: 1 klst. og 15 mín. per viku í 11 vikur (alls 13 klst og 45 mín.)
- Verð: 19.500.-
Helgarnámskeið
- Lengd: 3 klst. á dag, laugardag og sunnudag (alls 6 klst.)
- Verð: 10.500.-
Sumarnámskeið
- Lengd: 5 dagar, 3 klst. á dag (alls 15 klst.)
- Verð: 19.500.-