• Vefsmíði stelpur

Vefsíðugerð

Námskeið fyrir stelpur í samstarfi við /sys/tur

Grunnnámskeið í vefsíðugerð í samstarfi við /sys/tur. Námskeiðið er sérstaklega sniðið að stelpum til að efla áhuga þeirra á tæknimenntun. 

Næstu námskeið

27. september - 29. nóvember (fimmtudagar) kl. 16:30 - 17:30 (12-15 ára)

Þróun færni

Forritun, HTML, CSS, JavaScript, sköpunargleði, félagsfærni, samskipti, rökhugsun.

Vefsíður eru eitt helsta margmiðlunarverkfæri samtímans og gera notendur til þeirra miklar kröfur. En það er margt sem þarf að huga að þegar ráðist er í vefsíðugerð.

Helstu upplýsingar

  • Undanfari: Enginn
  • Þrep: 1
  • Aldur: 12-15 ára (7.-10.bekkur)

Um námskeiðið

Á námskeiðinu vinnur hver þátttakandi að uppsetningu eigin vefsíðu frá grunni. Notast verður við umhverfið Visual Studio Code og unnið verður með HTML, CSS, JavaScript við sköpunina auk þess sem farið verður yfir mikilvæg atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga við hönnun og útlit vefsíðu. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái grunnþekkingu í vefsíðugerð.

Afrakstur nemenda er í formi eigin vefsíðu sem þeir geta unnið áfram með eftir að námskeiði lýkur. Lögð er áhersla á að nemendur læri að leita sér upplýsinga á netinu og sjálfstæði þeirra til eigin þekkingaröflunar á sviðinu þannig aukið. 

 

/sys/tur er félag kvenna innan tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Félagið leggur áherslu á að skipuleggja fræðslu með það að markmiði að efla sjálfstraust stelpna í tæknilegum atriðum þannig að þær sýni frekar frumkvæði. /sys/tur vilja gjarnan vekja áhuga hjá stelpum á tölvunarfræði og munu sjá um þjálfun á þessu námskeiði í samstarfi við Skema í HR.  

Skipulag og verð

10 vikna námskeið

  • Lengd: 1 klst. á viku í 10 vikur (alls 10 klst)
  • Verð: 6.000.-  (lágmarksþátttaka er 15 til að námskeið verði haldið) 

Næstu námskeið

Haustnámskeið 2018 í Háskólanum í Reykjavík (10 vikur)

  • 27.september - 29.nóvember (Fimmtudagar) -- kl. 16:30-17:30 (12-15 ára)

ATH! Það þarf að lágmarki 15 skráningar til að námskeiðið verði haldið.

 Skráning og nýting tómstunda- & frístundastyrkja fer fram á skema.felog.is


Skráning